Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það skipta mestu máli í yfirlýsingum íslenskra yfirvalda að ítreka að allar þjóðir virði alþjóðalög. Hann segir yfirlýsingar utanríkisráðherra um helgina hafa verið veikar. Samstaða meðal þjóða um að virða alþjóðalög, lýðræði og frið sé það mikilvægasta. Hann segir það nýjan veruleika ætli Bandaríkin að taka Grænland og ekkert land verði óhult verði það raunin, ekki Ísland heldur. 5.1.2026 13:43
Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Greiningum á inflúensu og nóróveiru hefur farið fækkandi frá því í desember og nóvember og eru auk þess færri inniliggjandi. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segist nokkuð sátt við stöðuna en að hún geti alltaf breyst hratt. 5.1.2026 11:54
Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Enn er landris og kvikusöfnun við Svartsengi og því enn líkur á kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. Kvikusöfnun er enn nokkuð hæg og því töluverð óvissa um tímasetningu. 5.1.2026 11:06
Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Dómstóll í París hefur dæmt tíu manns í allt að átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að halda því ranglega fram að Brigitte Macron, eiginkona Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hafi fæðst sem karlmaður og sé trans kona. 5.1.2026 10:49
Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi og Karólína Helga Símonardóttir, varabæjarfulltrúi og 1. varaþingmaður, sækjast bæði eftir fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. 2.1.2026 15:22
Kristín vill fyrsta sætið Kristín Thoroddsen bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs í Hafnarfirði býður sig fram í 1. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer 7. febrúar. Þegar hefur Skarphéðinn Orri Björnsson, núverandi oddviti, tilkynnt að hann sækist eftir 1. sætinu. 2.1.2026 15:05
Þremur þjófum vísað úr landi Þremur erlendum ríkisborgurum, tveimur körlum og einni konu, hefur verið vísað brott frá Íslandi. Fólkið, sem er á þrítugs- og fertugsaldri og er talið tengjast skipulagðri brotastarfsemi, var handtekið 18. desember vegna þjófnaðarmála á höfuðborgarsvæðinu 2.1.2026 14:55
Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, og Berglind Kristófersdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, FÍ, segja lítið að frétta í kjarasamningsviðræðum þeirra við Icelandair. Samningar félaganna við félagið losnuðu í haust og flugvirkja nú um áramót. 2.1.2026 14:48
Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Síðustu klukkustundir ársins 2025 og fyrstu klukkustundir ársins 2026 var svifryksmengun mikil á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að áberandi hafi verið hversu hátt hlutfall fínasta svifryksins var af því svifryki sem mældist á gamlárskvöld og nýársnótt. Svifryk fór yfir sólarhringsheilsuverndarmörk PM10 í þremur af fimm mælistöðvum í Reykjavík. 2.1.2026 13:42
Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sex tíma eða skemmri gjaldfrjáls leikskóladvöl tók gildi um áramótin í Hafnarfirði. Foreldrar sem vista börnin í sex klukkustundir eða skemur greiða þá einungis fyrir fæði. 2.1.2026 12:30