Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi, veikindadögum og lífeyrisgreiðslum eftir að ný lög þess efnis tóku gildi í dag. Í frétt Guardian segir að með lögunum sé búið að binda enda á mismunun gegn kynlífsverkafólki. 1.12.2024 18:50
Kveikt í póstkössum og blaðagámi Tilkynnt var um eld í fjölbýlishúsi í dag en þegar lögregla kom á vettvang var samkvæmt dagbók lögreglunnar búið að slökkva hann. Þegar lögregla var komin kom í ljós að einnig hafði verið kveikt í póstkassa í næsta stigagangi auk þess sem tilkynnt var um að kveikt hefði verið í blaðagámi nokkrum götum frá. 1.12.2024 17:47
Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Jónas Björn Sævarsson fór með sigur af hólmi í tónlistarkeppninni Rímnaflæði sem fór fram í síðustu viku. Jónas, eða Jonni eins og hann er kallaður, segir það mikinn heiður að hafa unnið keppnina. Hann stefnir á útgáfu með hljómsveitinni sinni, Þrívídd, í vor. 30.11.2024 07:01
Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Í síðustu viku voru alls 194 börn á bið eftir plássi í frístund í Reykjavík. Enn á eftir að ráða í 31,6 stöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Á sama tíma átti eftir að ráða 62 grunnstöðugildi í leikskólum. Þetta kemur fram í minnisblaði um stöðu ráðninga á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. 29.11.2024 06:46
Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Benni Hemm Hemm & Kórinn standa fyrir tónleikum í líkamsræktarstöðinni Grandi 101 á morgun, föstudaginn 29. nóvember. Hópurinn leggur undir sig spinninghjólin, upphífingarstangirnar og teygjusvæðið samhliða tónlistarflutningi. 28.11.2024 14:01
Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur undirritað nýja reglugerð um afrekssjóð í skák. Reglugerðin tilgreinir með hvaða hætti styrkveitingar til skákmanna munu fara fram. Markmiðið með reglugerðinni er að búa afreksskákmönnum og efnilegum skákmönnum fjárhagslega og faglega umgjörð til að hámarka árangur sinn í skák. 28.11.2024 11:33
Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Læknafélag Íslands skrifaði undir nýjan kjarasamning í nótt. Formaður læknafélagsins segir að samningurinn verði kynntur fyrir félagsfólki eftir helgi. Þau hafi náð að stytta vinnuviku lækna og bæta kjör þeirra. 28.11.2024 09:06
Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Stefán Birgir Jóhannesson, foreldri barns á leikskólanum Holti í Reykjanesbæ, hvetur Kennarasamband Íslands til að endurskoða aðferðarfræði sína í verkfalli kennara og binda enda á ótímabundin verkföll í fjórum leikskólum. Þetta segir Stefán Birgir í aðsendri grein á Vísi í dag. 28.11.2024 08:47
Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Síðustu fimm ár hafa verið veitt 99 leyfi til dýratilrauna á Íslandi í vísindaskyni. Átta umsóknum um leyfi til dýratilraunir hefur á sama tíma verið hafnað. Leyfin hafa verið veitt vegna tilrauna á ýmsum dýrategundum. Eitt fyrirtæki hefur fengið leyfi, 3Z. Þetta kemur fram í svari matvælaráðherra við fyrirspurn þingmanns Pírata, Andrésar Inga Jónssonar. 28.11.2024 06:45
Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Vissum skilyrðum leikskólastarfsins í leikskólanum Lundi var ábótavant þegar starfsfólk skóla- og frístundasvið fór í óboðað eftirlit í leikskólanum í upphafi mánaðar. Skóla- og frístundasvið hefur krafist úrbóta. Greining og eftirfylgni í leikskólanum hefur staðið yfir stærstan hluta nóvember og stendur enn samkvæmt svari frá skóla- og frístundasviði vegna málsins. 27.11.2024 15:29