Tókst ekki að selja í öll auglýsingaplássin á RÚV í kvöld Ekki tókst að selja í öll auglýsingaplássin sem í boði eru á RÚV á meðan fyrri undankeppni Eurovision fer fram í Malmö í kvöld. Færri auglýsingar hafa selst fyrir keppnina en búist var við. 7.5.2024 15:29
Ný nálgun Samfylkingar í orkumálum konfekt í eyrum Jóns Þingmenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins eru sammála um að nauðsynlegt sé að tryggja að raunhæfir virkjanakostir séu í nýtingarflokki og rammaáætlun sé afgreidd reglulega. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fóru yfir málið í Bítinu í morgun. 7.5.2024 09:27
Vilja tryggja öryggi starfsfólks í vegavinnu Öryggi starfsfólks við vegavinnu er til umfjöllunar á morgunfundi Vegagerðarinnar í dag. Á fundinum verður kynnt vitundarátakið; Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér, flutt stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa í nálægð við þunga og hraða umferð. Samgöngustofa frumsýnir myndband um akstur gegnum vinnusvæði. 7.5.2024 09:01
Gat ekki staðið upp til að taka við bikarnum Mari Järsk gat ekki staðið upp í kvöld til að taka við verðlaunum sem sigurvegari Bakgarðshlaupsins í ár. Mari vann hlaupið eftir að hafa lokið 57 hringjum. Mari sagði fætur hennar hafa bólgnað svo upp eftir hlaupin að hún gæti ekki staðið upp. 6.5.2024 22:55
Alþjóðanemar neyðist til að vinna svart á Íslandi Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) skorar á ráðherra að breyta lögum þannig að námsmenn sem koma hingað en eru frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) fái atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi sínu. Í áskorun til ráðherra segir að það gæti bætt lífsgæði nemenda og geti dregið úr álagi hjá Útlendinga- og Vinnumálastofnun. 6.5.2024 22:41
„Tjónið af þessum slóðaskap hleypur á fleiri milljörðum“ Oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er verulega brugðið eftir fréttaumfjöllun Kastljóss um samninga borgarinnar við olíufélögin. Hún segir ljóst af umfjölluninni að þeir fjármunir sem borgin varð af vegna samninganna séu töluvert hærri en áður var talið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kalla eftir óháðri úttekt á samningunum. 6.5.2024 21:08
Kveikt í papparusli í Glæsibæ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan 19 í dag vegna reyks við Glæsibæ við Álfheima í Reykjavík í dag. Kveikt var í papparusli í stigagangi en það tókst að slökkva í því með slökkvitæki á staðnum. 6.5.2024 19:12
Mari meyr eftir sigurinn „Bara svona meyr,“ segir Mari Järsk, um það hvernig henni líður eftir að hafa sigrað bakgarðshlaupið í ár. Mari hljóp 57 hringi og yfir 380 kílómetra og sigraði hlaupið eftir að Elísa Kristinsdóttir skilaði sér ekki í mark á 57. hring. 6.5.2024 18:42
Baldur segir niðurstöður nýjustu kannana vonbrigði Halla Hrund skynjar mikinn meðbyr með sínum gildum, Katrín segir fylgið á mikilli hreyfingu og Baldur segir nýjustu tölur vonbrigði. Öll segja þau það frábært að fá tækifæri til að ferðast um landið til að hitta landann. 3.5.2024 14:23
Tilvísunum vegna skekkju á höfuðkúpu ungbarna fjölgað mikið Frá árinu 2018 til 2023 hefur tilvísunum til sjúkraþjálfara á Æfingastöðinni vegna ósamhverfu í hálshreyfingum og skekkju á höfuðkúpu hjá ungbörnum fjölgað úr 123 í 270. Flestum er vísað frá heilsugæslu í ungbarnaeftirliti við tveggja til fjögurra mánaða aldur. 3.5.2024 14:05