Mesta tjónið á gólfinu í Gerðubergi eftir leka í nótt Leki varð í Gerðubergi í nótt. Mesta tjónið er á gólfefninu að sögn deildarstjóra á bókasafninu. Búið er að rífa upp gólfefni í þremur rýmum. Safnið er þó enn opið og hægt að heimsækja bókasafnið og önnur rými þess um helgina. 24.11.2023 16:04
Lögregla lýsir enn eftir dreng Lögreglan lýsir enn eftir dreng að beiðni barnaverndaryfirvalda. Fyrst var lýst eftir drengnum í upphafi vikunnar. 24.11.2023 15:12
Ökumaður að öllum líkindum sofandi þegar slysið varð Ökumaður Kia bifreiðar sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi í júní í fyrra var að öllum líkindum sofandi þegar slysið átti sér stað. Slitlag á vegi var einnig ekki samkvæmt nýjustu viðmiðum Vegagerðar. Einn slasaðist alvarlega í slysinu sem átti sér stað seinni part dags 16. júní. 24.11.2023 12:02
Fossvogsbrúin „fyrst og fremst samgöngumannvirki, ekki útivistarsvæði“ Vegagerðin og Landssamtök hjólreiðamanna segja núverandi hönnun Fossvogsbrúarinnar tryggja öryggi og skjól hjólreiðamanna. Það þurfi ekki að breyta hönnun brúarinnar eins og byggingarverkfræðingur vill gera svo gangandi geti notið sólarlags og útsýnis betur. 24.11.2023 07:00
Þungt haldinn eftir stunguárás á Litla-Hrauni Lögreglan var kölluð út í fangelsið Litla-Hrauni vegna atviks sem þar átti sér stað í dag um tvöleytið. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás. Samkvæmt heimildum Vísis var eggvopni beitt og sá sem fyrir árásinni varð er þungt haldinn. Lögregla segir rannsókn á árásinni á frumstigi. 23.11.2023 14:58
Þeim fækkar sem nota rafhlaupahjól undir áhrifum Um 22,4 prósent Íslendinga hafa notað rafhlaupahjól undir áhrifum síðustu sex mánuði. Af 18 til 24 ára aldurshópi er hlutfallið hærra, eða um 27 prósent. Þeim fækkar þó á milli ára 23.11.2023 12:43
Um þriðjungur starfsfólks farinn heim til Póllands Framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík segir helstu starfsemi hafa verið flutta annað. Stefnt sé að því að undirbúa húsin í Grindavík næstu viku fyrir vinnslu þegar leyfi fæst. Þriðjungur hefur yfirgefið landið. Hann segir starfsemina byrja aftur í Grindavík um leið og grænt ljós kemur. 23.11.2023 11:31
„Stundum er litið á þig sem óvin fólksins“ Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Malaví segir margt líkt með malavísku og íslensku samfélagi. Hún starfar sem einskonar löggæsla mannréttinda og kynjajafnréttis og segir það oft erfitt. Ungt fólk taki málstaðnum betur en það eldra. 22.11.2023 15:02
Aldrei hafi staðið til að takmarka aðgengi fjölmiðla til lengri tíma Nýtt fyrirkomulag fyrir fjölmiðla á Grindavíkursvæðinu fer í gangi í dag. Tvær skipulagðar rútuferðir í dag, eru fyrir annars vegar innlenda og hins vega erlenda fjölmiðla. Lögreglustjóri segir að takmarkanir hafi aðeins komið til vegna skorts á mannafla og vegna þess hve viðkvæmar aðstæður voru fyrir íbúa. 22.11.2023 14:08
„Prógrammerað í mann að kaupa hluti til að gera vel við sig“ Samhliða tilboðsdögum nær átak Landverndar, Nægjusamur nóvember, hámarki um í vikunni. Formaður segir mikilvægt að hugsa vel um það sem maður kaupir. Það sé á sama tíma gott að nýta tilboðin í það sem manni raunverulega vantar. 22.11.2023 12:00