Plötusnúðurinn Friction á leið til Íslands Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2024 08:00 Friction spilar á Íslandi. Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ed Keeley sem er betur þekktur sem Friction kemur fram á Radar föstudaginn 10. maí. Hann þeytir skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. „Friction er búinn að vera einn af okkar uppáhalds tónlistarmönnum í gegnum tíðina. Við höfum spilað mörg af hans lögum á okkar eigin klúbbakvöldum og því löngu tímabært að fá hann til landsins”, segir Bjarni Ben einn af forsprökkum Hausa og skipuleggjenda viðburðarins. Í tilkynningu frá Hausum kemur fram að undanfarna mánuði hafi Friction verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og Ástralíu. Hann hefur komið reglulega fram á mörgum af stærstu hátíðum heims eins og Glastonbury, Creamfields, Rampage og Let It Roll. Hann kemur nú í fyrsta skipti fram á Íslandi. Friction hefur gefið út marga smelli eins og Your Love, Back to your roots og fleiri en einnig hefur hann endurhljóðblandað lög eftir Sam Smith, Fatboy Slim og Childish Gambino svo einhverjir séu nefndir. Hann sá um vikulegan útvarpsþátt á BBC Radio 1 í fjögur ár en fór svo að einbeita sér að plötuútgáfu. Sjálfur hefur hann gefið út tvær breiðskífur og rekur núna þrjú plötuútgáfufyrirtæki; Shogun Audio, Elevate Records og Maraki Records. „Ed er mjög spenntur að koma til landsins og ætlar að gefa sér tíma í að skoða náttúru Íslands,“ segir Bjarni. Drum&Bass í boði Hausa frá 2012 Ásamt Friction koma fram í maí fastasnúðar Hausa þeir Croax, Untitled, Nightshock og Bjarni Ben. Auk þeirra mun Tálsýn sjá um sjónrænt myndefni á viðburðinum. Nánari upplýsingar um viðburðinn og miðasölu má finna á midix.is. Frá árinu 2012 hafa Hausar haldið drum & bass klúbbakvöld í Reykjavík, spilað á stærstu tónlistarhátíðum á Íslandi eins og Iceland Airwaves, Sónar Reykjavík, Secret Solstice og stærri hátíðum erlendis eins og Let It Roll í Tékklandi. Útvarpsþátturinn Hausar var starfandi á Kiss FM frá 2014-2018 en er nú í formi hlaðvarps á Soundcloud og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Tónlist Dans Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira
„Friction er búinn að vera einn af okkar uppáhalds tónlistarmönnum í gegnum tíðina. Við höfum spilað mörg af hans lögum á okkar eigin klúbbakvöldum og því löngu tímabært að fá hann til landsins”, segir Bjarni Ben einn af forsprökkum Hausa og skipuleggjenda viðburðarins. Í tilkynningu frá Hausum kemur fram að undanfarna mánuði hafi Friction verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og Ástralíu. Hann hefur komið reglulega fram á mörgum af stærstu hátíðum heims eins og Glastonbury, Creamfields, Rampage og Let It Roll. Hann kemur nú í fyrsta skipti fram á Íslandi. Friction hefur gefið út marga smelli eins og Your Love, Back to your roots og fleiri en einnig hefur hann endurhljóðblandað lög eftir Sam Smith, Fatboy Slim og Childish Gambino svo einhverjir séu nefndir. Hann sá um vikulegan útvarpsþátt á BBC Radio 1 í fjögur ár en fór svo að einbeita sér að plötuútgáfu. Sjálfur hefur hann gefið út tvær breiðskífur og rekur núna þrjú plötuútgáfufyrirtæki; Shogun Audio, Elevate Records og Maraki Records. „Ed er mjög spenntur að koma til landsins og ætlar að gefa sér tíma í að skoða náttúru Íslands,“ segir Bjarni. Drum&Bass í boði Hausa frá 2012 Ásamt Friction koma fram í maí fastasnúðar Hausa þeir Croax, Untitled, Nightshock og Bjarni Ben. Auk þeirra mun Tálsýn sjá um sjónrænt myndefni á viðburðinum. Nánari upplýsingar um viðburðinn og miðasölu má finna á midix.is. Frá árinu 2012 hafa Hausar haldið drum & bass klúbbakvöld í Reykjavík, spilað á stærstu tónlistarhátíðum á Íslandi eins og Iceland Airwaves, Sónar Reykjavík, Secret Solstice og stærri hátíðum erlendis eins og Let It Roll í Tékklandi. Útvarpsþátturinn Hausar var starfandi á Kiss FM frá 2014-2018 en er nú í formi hlaðvarps á Soundcloud og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Tónlist Dans Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira