Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum fjöllum við ítarlega um stöðuna á stjórnarheimilinu. Formenn og þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna hittust í ráðherrabústaðnum í morgun en segja að engar ákvarðanir hafi verið teknar um hver taki við fjármálaráðuneytinu. 12.10.2023 17:59
Tryggja skotíþróttum æfingasvæði á Álfsnesi út 2028 Skotíþróttum verður tryggt æfingasvæði á Álfsnesi út árið 2028. Starfshópur á vegum Reykjavíkur, Ölfus og Voga á að finna íþróttinni framtíðarstaðsetningu. Sautján staðsetningar eru til skoðunar, ekki eru allar innan Reykjavíkur. 12.10.2023 17:31
Alexandra og Gylfi keyptu hús í Garðabæ Alexandra Helga Ívarsdóttir, verslanaeigandi, og eiginmaður hennar Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður, hafa keypt sér einbýlishús á Íslandi. 11.10.2023 23:56
Vilja aðstoða ofbeldismenn að axla ábyrgð Ráðgjafi á Stígamótum segir mikilvægt að karlmenn fái tæki og tól til að taka þátt í umræðu um kynbundið ofbeldi. Karlmenn séu meirihluti ofbeldismanna og umræðan komi öllum körlum við. Ofbeldismenn verða ræddir á ráðstefnu Stígamóta á morgun. 11.10.2023 23:33
Flutningabíll þverar veg í grennd við Varmahlíð Flutningabíll þverar veg í grennd við Varmahlíð. Björgunaraðgerðir standa yfir. Á meðan þeim stendur er vegurinn lokaður og fólki beint að aka um Þverárfjall. 11.10.2023 22:37
Snjóar á Hellisheiði en ekki höfuðborgarsvæðinu Búast má við snjókomu á Hellisheiði og í Þrengslum í nótt og í fyrramálið. Verktakar Vegagerðarinnar verða við störf í nótt og í fyrramálið. 11.10.2023 21:12
Fjölmennt á samstöðufundi með palestínsku þjóðinni Fjölmennur samstöðufundur fór fram á Austurvelli seinni partinn í dag. Þar kom saman fólk sem vildi sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæma stríðsglæpi. 11.10.2023 19:41
„Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. 11.10.2023 18:23
Þakplötur, hjólhýsi og bílskúrshurð fuku í Vestmannaeyjum Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks. 10.10.2023 15:18
Málinu lokið og hefur engu við álitið að bæta Umboðsmaður Alþingis hefur engu við álit sitt að bæta nú þegar ráðherra hefur sagt af sér. Hann segir málinu lokið af hálfu embættis hans. 10.10.2023 12:02