Lögregla girðir af svæði í almenningsgarðinum Lovísa Arnardóttir skrifar 14. febrúar 2024 14:53 Ekkert hefur sést til Jóns Þrastar í fimm ár, eða síðan þann 9. febrúar árið 2019. Lögreglan í Dublin hefur nú girt af skóglendi í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin þar sem leit stendur yfir að Jóni Þresti Jónssyni. Það kemur fram á írska miðlinum Independent. Þar segirað lögreglan muni nú framkvæma ítarlega leit á þessu afgirta svæði. Lögregla beindi leit sinni að svæðinu eftir að leitarhundar fóru yfir svæðið. Garðurinn er í um þriggja kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem Jón sást síðast á lífi. Frétt Irish Independent. Á kortinu má sjá fjarlægðina frá hótelinu sem Jón Þröstur gisti á að garðinum.Þá eru einnig merktar inn á mögulegar gönguleiðir samkvæmt Google maps. Vísir/Grafík Í frétt Independent segir að lögreglan hafi ekki enn fundið neitt markvert í leit sinni en að tæknimenn og réttarmeinafræðingar eigi eftir að fara yfir svæðið. Hefur það verið afgirt á meðan sú vinna fer fram. Eins og fram hefur komið hófst leitin í gær eftir að tvær ólíkar nafnlausar ábendingar bárust um að Jón hefði hitt einhvern í garðinum og látist í kjölfarið. Á írska miðlinum Dublin Live kom fram í gær að lögreglan óttaðist að hann hefði mögulega verið myrtur. Er haft eftir lögreglunni að Jón hafi á fundinum ætlað sér að nálgast frekara fjármagn til pókerspilunar. Hann var með unnustu sinni í írsku höfuðborginni og meðal keppenda á pókermóti. Lögregla telji að mögulega hafi komið til átaka á fundinum og líki hans komið fyrir í almenningsgarðinum í kjölfarið. Bréf til lögreglu og prests Haft er eftir lögreglunni að nægilegt magn upplýsinga hafi verið til staðar í bréfunum svo tilefni þyki til þess að leita að jarðneskum leifum Jóns í garðinum. Bréfin tvö fóru annars vegar til lögreglu og hins vegar til prests í borginni Leitarhundar hafa verið notaðir við leitina sem og kafarar. Garðurinn er um 72 ekrur sem samsvarar um 0,72 hektara. Í garðinum er að finna leiksvæði, á og tjörn, lystiskála og ýmsar byggingar. Írland Leitin að Jóni Þresti Íslendingar erlendis Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Þar segirað lögreglan muni nú framkvæma ítarlega leit á þessu afgirta svæði. Lögregla beindi leit sinni að svæðinu eftir að leitarhundar fóru yfir svæðið. Garðurinn er í um þriggja kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem Jón sást síðast á lífi. Frétt Irish Independent. Á kortinu má sjá fjarlægðina frá hótelinu sem Jón Þröstur gisti á að garðinum.Þá eru einnig merktar inn á mögulegar gönguleiðir samkvæmt Google maps. Vísir/Grafík Í frétt Independent segir að lögreglan hafi ekki enn fundið neitt markvert í leit sinni en að tæknimenn og réttarmeinafræðingar eigi eftir að fara yfir svæðið. Hefur það verið afgirt á meðan sú vinna fer fram. Eins og fram hefur komið hófst leitin í gær eftir að tvær ólíkar nafnlausar ábendingar bárust um að Jón hefði hitt einhvern í garðinum og látist í kjölfarið. Á írska miðlinum Dublin Live kom fram í gær að lögreglan óttaðist að hann hefði mögulega verið myrtur. Er haft eftir lögreglunni að Jón hafi á fundinum ætlað sér að nálgast frekara fjármagn til pókerspilunar. Hann var með unnustu sinni í írsku höfuðborginni og meðal keppenda á pókermóti. Lögregla telji að mögulega hafi komið til átaka á fundinum og líki hans komið fyrir í almenningsgarðinum í kjölfarið. Bréf til lögreglu og prests Haft er eftir lögreglunni að nægilegt magn upplýsinga hafi verið til staðar í bréfunum svo tilefni þyki til þess að leita að jarðneskum leifum Jóns í garðinum. Bréfin tvö fóru annars vegar til lögreglu og hins vegar til prests í borginni Leitarhundar hafa verið notaðir við leitina sem og kafarar. Garðurinn er um 72 ekrur sem samsvarar um 0,72 hektara. Í garðinum er að finna leiksvæði, á og tjörn, lystiskála og ýmsar byggingar.
Írland Leitin að Jóni Þresti Íslendingar erlendis Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira