Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vand­ræða­legt að fylgjast með svörum ráð­herra

Björn Levi Gunnarsson þingmaður Pírata segir stöðuna viðkvæma hvað varðar Yazan Tamimi sem á að brottvísa til Spánar. Hann segist vilja vita hvort að ráðherrarnir séu sáttir við að þetta séu aðstæðurnar sem skapist miðað við þau lög sem eru í gildi.

Segir lögin skipta máli en líka mann­úð

Svandís Svavarsdóttir þingkona Vinstri grænna segir mikla spennu innan ríkisstjórnarinnar um mál Yazans en að ríkisstjórnin hafi ekki verið í hættu vegna brottvísunarinnar. Málið hafi verið rætt frá hinum ýmsu hliðum en að enda sé það ekki hlutverk ríkisstjórnar að taka ákvörðum um það hvort hann verði áfram eða ekki. 

Bjarni segir brottvísunina standa

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir brottvísun Yazans Tamimi standa. Ríkisstjórnin muni ekki taka ákvörðun um brottvísun, það verði að fara að lögum. Yazan er ellefu ára drengur frá Palestínu sem glímir við hrörnunarsjúkdóm. Beiðni hans og fjölskyldu um vernd hér á landi var synjað á árinu.

Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður

Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu.

„Við viljum þetta ekki“

Mótmælendur á Hverfisgötu segja kröfu sína einfalda. Að Yazan og fjölskylda hans fái að vera á Íslandi. Það verði rof á þjónustu með brottflutningi til Spánar sem geti stytt ævi hans. Mótmælt hefur verið fyrir utan ríkisstjórnarinnar frá því klukkan átta í morgun.

Hundruð mót­mæla brott­vísun Yazan

Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 

Bæjar­stjóri vill funda með ráð­herra um há­vaða á Kársnesi

Augnablikshávaði vegna flugumferðar frá Reykjavíkurflugvelli mælist reglulega langt yfir það sem er kveðið á um í reglugerð um hávaða um mörk vegna hávaða frá flugumferð. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi hefur óskað eftir fundi með innviðaráðherra til að ræða hávaðamengun á Kársnesi vegna aukinnar flugumferðar við Reykjavíkurflugvöll.

Odd­viti segist ekki geta gengið gegn á­kvörðun Al­þingis

Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra, segir sveitarfélagið ekki geta gengið gegn ákvörðun Alþingis um að setja Búrfellslund í orkuvirkjanakost. Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða segir málið ekki svo einfalt. Ákvörðun Alþingis sé ekki endanleg. Eggert og Snæbjörn ræddu orkumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Rat­leikur sem endaði með ó­væntu brúð­kaupi

Árni Oddur Þórðarson fyrrverandi forstjóri Marel og Kristrún Auður Viðarsdóttir fjárfestir giftu sig óvænt í Dómkirkjunni í gær. Árni Oddur og Kristrún hafa verið saman í um tvö ár. Hjónin höfðu ekki boðið til brúðkaups heldur var veislan óvænt. Greint var fyrst frá brúðkaupinu á vef mbl.is í gær. 

Lofar að svara á­rásum Húta af hörku

Flugskeyti sem skotið var frá Jemen til Ísrael virkjuðu í morgun loftvarnaflautur á alþjóðlega flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael. Flugskeytunum var skotið í loft upp af Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen sem studdir eru af írönskum yfirvöldum. Forsætisráðherra Ísrael segir að árásunum verði svarað. 

Sjá meira