Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Lovísa Arnardóttir skrifar 30. desember 2025 16:02 Ólöf Ásta Faresveit er forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Vísir/Arnar Barna- og fjölskyldustofa, BOFS, lýsir yfir áhyggjum af frelsissviptingu barna í umsögn um frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir hælisleitendur. Þar segir að stofnunin telji að frelsissvipting geti haft alvarleg áhrif á börn. Stofnunin hvetur löggjafann og aðra aðila sem málið varðar að falla frá frelsisviptingu barna með þeim hætti sem frumvarpið mælir fyrir um og í stað þess finna aðrar leiðir en varðhald þegar barnafjölskyldur eiga í hlut. Í umsögn sinni leggur BOFS áherslu á að hagsmunir barnsins séu hafðir að leiðarljósi við uppbyggingu úrræða í tengslum við brottflutning barnafjölskyldna og að forðast sé að vinna út frá lægsta samnefnara þegar kemur að því að tryggja velferð og öryggi barna sem þar er ætlað að dvelja. „Frelsissvipting barna, óháð þeim ástæðum sem liggja að baki sviptingunni eða þeim aðstæðum þar sem vistunin fer fram, hefur neikvæð áhrif á heilsu og líf barna. Frelsissvipting ein og sér, óháð tímalengd, getur þannig haft skaðleg langtímaáhrif á líf barns,“ segir í umsögninni og að margt bendi til, að mati stofnunarinnar, að frumvarpið sé ekki í samræmi við ábendingar sem hafi komið fram í til dæmis skýrslum umboðsmanns Alþingis sem unnar hafa verið á grundvelli OPCAT-eftirlitsins hér á landi. OPCAT-eftirlitið er unnið á grundvelli valfrjálsrar bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri og vanvirðandi meðferð eða refsingu. Börnin upplifi að þau séu fangelsuð Þá bendir Barna- og fjölskyldustofa í umsögn sinni á að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna er mótfallin varðhaldsvistunum barna, þar með talið barna á flótta. Samkvæmt stofnuninni getur það aldrei talist barni fyrir bestu að vera hneppt í varðhald en Flóttamannastofnunin skrifaði einnig umsögn um brottfararstöðina. Í umsögn BOFS segir að í greinargerð frumvarpsins sé ítrekað tekið fram að grundvallarmunur sé á þeim einstaklingum sem eru vistaðir á brottfararstöð og þeim sem fullnusta refsingu í fangelsi. Í brottfararstöðinni eigi þannig ekki um að ræða frelsissviptingu sem byggi á því að einstaklingur sé grunaður um refsiverða háttsemi. Þrátt fyrir þetta megi færa fyrir því rök að börn sem muni dvelja í úrræðinu muni upplifa það sem svo að þau séu fangelsuð og það án þess að hafa unnið sér neitt til sakar. Þá bendir stofnunin á að samkvæmt frumvarpinu eigi starfsfólk úrræðisins að hafa valdbeitingarheimildir og að barn geti þannig orðið vitni að því að foreldrar þeirra eða aðrir vistmenn séu beittir valdi með valdbeitingartækjum, þrátt fyrir að beiting slíkra tækja sé ekki heimil þegar barn á í hlut. Nauðsynjamat strax í upphafi í Noregi Í umsögninni er bent á að vísað sé til þess í greinargerð að það sé verið að fara norska leið í uppbyggingu úrræðisins en BOFS bendir á að fordæmi séu fyrir því að norskir dómstólar hafi komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynjamat um frelsissviptingu barna við þessar aðstæður þurfi að snúa að fjölskyldunni í heild strax í upphafi. Þannig þurfi hin ströngu skilyrði um varðhald barna einnig að ná til ákvarðana um frelsissviptingu fullorðinna aðila, í þeim tilvikum sem ákvörðunin hefur áhrif á barn. Stofnunin gagnrýnir í þessu samhengi skort á beitingu vægari úrræða og bendir á að samkvæmt Evróputilskipuninni sem frumvarpið byggi á eigi ávallt að leitast við að nota vægari úrræði áður en notast er við varðhald. „Vill stofnunin, í ljósi núverandi framkvæmdar og fyrirhugaðrar framkvæmdar samkvæmt frumvarpinu, benda á nauðsyn þess að fleiri vægari úrræði en varðhald séu lögfest. Úrræðaleysi þeirra sem standa að framkvæmd þvingaðra brottflutninga úr landi getur aldrei vegið þyngra en grundvallaréttindi barna,“ segir í umsögninni. Þá er í umsögn stofnunarinnar gerð athugasemd við ákvæði í frumvarpinu þar sem gert er ráð fyrir að barnaverndarþjónustu sé tilkynnt um það í hvert skipti sem barn skuli vistað í úrræðinu. Betra að búa til úrræði sem henti barnafjölskyldum Í umsögninni segir að Barna- og fjölskyldustofa telji að í stað þess að komið sé á fót úrræði sem sé þannig úr garði gert að tilkynna þurfi sjálfkrafa til barnaverndarþjónustu við það eitt að barn dvelji þar, fari betur á því að útbúið sé frá upphafi úrræði sem henti barnafjölskyldum í þessum aðstæðum, þar sem fjárhagsleg og fagleg ábyrgð hvíli hjá þeim sem standa að úrræðinu. Þá er bent á að í Noregi hafi verið fallið frá því að vista barnafjölskyldur í sama úrræði og aðra fullorðna og sérstöku fjölskylduúrræði komið á fót sérstöku úrræði í lok árs 2017 fyrir barnafjölskyldur í kjölfar gagnrýni. Í umsögn BOFS segir að hluta þessarar gagnrýni á aðstæður barna í Trandum sé að finna í tveimur skýrslum frá árunum 2012 og 2015 sem umboðsmaður alþingis í Noregi (Sivilombudet) vann á grundvelli eftirlits með úrræðinu. Í skýrslunni frá 2015 sé meðal annars tekið fram að úrræðið virðist ekki vera við hæfi barna sem hafi til dæmis þurft að horfa upp á sjálfsmorðstilraunir annarra vistmanna, auk þess að dæmi voru um atvik þar sem börn hafi orðið vitni að ofbeldi gegn foreldrum sínum. „Þrátt fyrir ofangreint er þó þarft að taka fram að í Noregi hafa stjórnvöld nýlega verið hvött til þess að hætta alfarið þeirri framkvæmd að hneppa börn í varðhald í tengslum við þvingaðan brottflutning,“ segir í umsögn BOFS og að í Noregi sé starfrækt sérstök eftirlitsnefnd sem fari með eftirlit með framkvæmd þvingaðra brottflutninga og úrræðum þeim tengdum. Í samræmi við tilmæli alþjóðastofnana að hneppa börn ekki í varðhald BOFS bendir á að í umsögn umboðsmanns barna hafi komið fram að eftirlitsnefndin í Noregi hafi lagt til í skýrslu frá því í fyrra að fallið verði alfarið frá því að hneppa börn í varðhald í brottfararstöð og að það sé í samræmi við tilmæli alþjóðastofnana. „Í ljósi þess að frumvarpið virðist styðjast að miklu leyti við norska framkvæmd telur Barna- og fjölskyldustofa mikilvægt að hafa ofangreinda reynslu frá Noregi í huga við útfærslu og fyrirkomulag á þvinguðum brottflutningi þegar börn eiga í hlut.“ Stofnunin gagnrýnir einnig í umsögn sinni óljósa skilgreiningu á hugtakinu „umsjónarmaður barns“ og minnir á að fylgdarlaus börn eigi ekki að vista í úrræðinu. Stofnunin segir sömuleiðis viðmið um vistun barns í öryggisklefa óskýr. Almennt verði að líta svo á að beiting þvingunarráðstafana gagnvart barni sé bönnuð og þar með um undantekningu að ræða sem beri að túlka þröngt. Að þessu tilliti telur BOFS lagaákvæðið ekki sett nógu skýrt fram og þannig gefa mikið svigrúm til mats. „Að lokum vill Barna- og fjölskyldustofa ítreka þau alvarlegu áhrif sem frelsissvipting barna hefur á líf þeirra. Stofnunin vill hvetja löggjafann og aðra aðila sem málið varðar að falla frá frelsissviptingu barna með þeim hætti sem frumvarpið mælir fyrir um og í stað þess finna aðrar leiðir en varðhald þegar barnafjölskyldur eiga í hlut. Þá vill Barna- og fjölskyldustofa leggja áherslu á að hagsmunir barnsins séu hafðir að leiðarljósi við uppbyggingu úrræða í tengslum við brottflutning barnafjölskyldna og að forðast sé að vinna út frá lægsta samnefnara þegar kemur að því að tryggja velferð og öryggi barna sem þar er ætlað að dvelja. Sérfræðingar Barna- og fjölskyldustofu veita frekari ráðgjöf sé þess óskað,“ segir að lokum í umsögninni. Halda umfjöllun áfram eftir áramót Alls hafa borist 30 umsagnir um málið sem var sent til allsherjar- og menntamálanefndar eftir fyrstu umræðu um miðjan nóvember. Nefndin hefur einu sinni tekið málið til umræðu, þann 13.11.2025. Umsagnarfrestur rann út 27. nóvember en fjöldi umsagna hefur borist eftir þann tíma. Frá til dæmis Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, Lögmannafélagi Íslands, Þórhildi Sunna Ævarsdóttir lögfræðingur og fyrrverandi þingflokksformaður Pírata og umboðsmaður barna. Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og framsögumaður nefndar í þessu máli, segir í samtali við Vísi að nokkrir gestir hafi þegar komið fyrir nefndina en nefndin muni taka við fleirum eftir áramót og halda áfram umfjöllun sinni um málið þá. Brottfararstöð fyrir útlendinga Börn og uppeldi Hælisleitendur Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mannréttindi Réttindi barna Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Sjá meira
Í umsögn sinni leggur BOFS áherslu á að hagsmunir barnsins séu hafðir að leiðarljósi við uppbyggingu úrræða í tengslum við brottflutning barnafjölskyldna og að forðast sé að vinna út frá lægsta samnefnara þegar kemur að því að tryggja velferð og öryggi barna sem þar er ætlað að dvelja. „Frelsissvipting barna, óháð þeim ástæðum sem liggja að baki sviptingunni eða þeim aðstæðum þar sem vistunin fer fram, hefur neikvæð áhrif á heilsu og líf barna. Frelsissvipting ein og sér, óháð tímalengd, getur þannig haft skaðleg langtímaáhrif á líf barns,“ segir í umsögninni og að margt bendi til, að mati stofnunarinnar, að frumvarpið sé ekki í samræmi við ábendingar sem hafi komið fram í til dæmis skýrslum umboðsmanns Alþingis sem unnar hafa verið á grundvelli OPCAT-eftirlitsins hér á landi. OPCAT-eftirlitið er unnið á grundvelli valfrjálsrar bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri og vanvirðandi meðferð eða refsingu. Börnin upplifi að þau séu fangelsuð Þá bendir Barna- og fjölskyldustofa í umsögn sinni á að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna er mótfallin varðhaldsvistunum barna, þar með talið barna á flótta. Samkvæmt stofnuninni getur það aldrei talist barni fyrir bestu að vera hneppt í varðhald en Flóttamannastofnunin skrifaði einnig umsögn um brottfararstöðina. Í umsögn BOFS segir að í greinargerð frumvarpsins sé ítrekað tekið fram að grundvallarmunur sé á þeim einstaklingum sem eru vistaðir á brottfararstöð og þeim sem fullnusta refsingu í fangelsi. Í brottfararstöðinni eigi þannig ekki um að ræða frelsissviptingu sem byggi á því að einstaklingur sé grunaður um refsiverða háttsemi. Þrátt fyrir þetta megi færa fyrir því rök að börn sem muni dvelja í úrræðinu muni upplifa það sem svo að þau séu fangelsuð og það án þess að hafa unnið sér neitt til sakar. Þá bendir stofnunin á að samkvæmt frumvarpinu eigi starfsfólk úrræðisins að hafa valdbeitingarheimildir og að barn geti þannig orðið vitni að því að foreldrar þeirra eða aðrir vistmenn séu beittir valdi með valdbeitingartækjum, þrátt fyrir að beiting slíkra tækja sé ekki heimil þegar barn á í hlut. Nauðsynjamat strax í upphafi í Noregi Í umsögninni er bent á að vísað sé til þess í greinargerð að það sé verið að fara norska leið í uppbyggingu úrræðisins en BOFS bendir á að fordæmi séu fyrir því að norskir dómstólar hafi komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynjamat um frelsissviptingu barna við þessar aðstæður þurfi að snúa að fjölskyldunni í heild strax í upphafi. Þannig þurfi hin ströngu skilyrði um varðhald barna einnig að ná til ákvarðana um frelsissviptingu fullorðinna aðila, í þeim tilvikum sem ákvörðunin hefur áhrif á barn. Stofnunin gagnrýnir í þessu samhengi skort á beitingu vægari úrræða og bendir á að samkvæmt Evróputilskipuninni sem frumvarpið byggi á eigi ávallt að leitast við að nota vægari úrræði áður en notast er við varðhald. „Vill stofnunin, í ljósi núverandi framkvæmdar og fyrirhugaðrar framkvæmdar samkvæmt frumvarpinu, benda á nauðsyn þess að fleiri vægari úrræði en varðhald séu lögfest. Úrræðaleysi þeirra sem standa að framkvæmd þvingaðra brottflutninga úr landi getur aldrei vegið þyngra en grundvallaréttindi barna,“ segir í umsögninni. Þá er í umsögn stofnunarinnar gerð athugasemd við ákvæði í frumvarpinu þar sem gert er ráð fyrir að barnaverndarþjónustu sé tilkynnt um það í hvert skipti sem barn skuli vistað í úrræðinu. Betra að búa til úrræði sem henti barnafjölskyldum Í umsögninni segir að Barna- og fjölskyldustofa telji að í stað þess að komið sé á fót úrræði sem sé þannig úr garði gert að tilkynna þurfi sjálfkrafa til barnaverndarþjónustu við það eitt að barn dvelji þar, fari betur á því að útbúið sé frá upphafi úrræði sem henti barnafjölskyldum í þessum aðstæðum, þar sem fjárhagsleg og fagleg ábyrgð hvíli hjá þeim sem standa að úrræðinu. Þá er bent á að í Noregi hafi verið fallið frá því að vista barnafjölskyldur í sama úrræði og aðra fullorðna og sérstöku fjölskylduúrræði komið á fót sérstöku úrræði í lok árs 2017 fyrir barnafjölskyldur í kjölfar gagnrýni. Í umsögn BOFS segir að hluta þessarar gagnrýni á aðstæður barna í Trandum sé að finna í tveimur skýrslum frá árunum 2012 og 2015 sem umboðsmaður alþingis í Noregi (Sivilombudet) vann á grundvelli eftirlits með úrræðinu. Í skýrslunni frá 2015 sé meðal annars tekið fram að úrræðið virðist ekki vera við hæfi barna sem hafi til dæmis þurft að horfa upp á sjálfsmorðstilraunir annarra vistmanna, auk þess að dæmi voru um atvik þar sem börn hafi orðið vitni að ofbeldi gegn foreldrum sínum. „Þrátt fyrir ofangreint er þó þarft að taka fram að í Noregi hafa stjórnvöld nýlega verið hvött til þess að hætta alfarið þeirri framkvæmd að hneppa börn í varðhald í tengslum við þvingaðan brottflutning,“ segir í umsögn BOFS og að í Noregi sé starfrækt sérstök eftirlitsnefnd sem fari með eftirlit með framkvæmd þvingaðra brottflutninga og úrræðum þeim tengdum. Í samræmi við tilmæli alþjóðastofnana að hneppa börn ekki í varðhald BOFS bendir á að í umsögn umboðsmanns barna hafi komið fram að eftirlitsnefndin í Noregi hafi lagt til í skýrslu frá því í fyrra að fallið verði alfarið frá því að hneppa börn í varðhald í brottfararstöð og að það sé í samræmi við tilmæli alþjóðastofnana. „Í ljósi þess að frumvarpið virðist styðjast að miklu leyti við norska framkvæmd telur Barna- og fjölskyldustofa mikilvægt að hafa ofangreinda reynslu frá Noregi í huga við útfærslu og fyrirkomulag á þvinguðum brottflutningi þegar börn eiga í hlut.“ Stofnunin gagnrýnir einnig í umsögn sinni óljósa skilgreiningu á hugtakinu „umsjónarmaður barns“ og minnir á að fylgdarlaus börn eigi ekki að vista í úrræðinu. Stofnunin segir sömuleiðis viðmið um vistun barns í öryggisklefa óskýr. Almennt verði að líta svo á að beiting þvingunarráðstafana gagnvart barni sé bönnuð og þar með um undantekningu að ræða sem beri að túlka þröngt. Að þessu tilliti telur BOFS lagaákvæðið ekki sett nógu skýrt fram og þannig gefa mikið svigrúm til mats. „Að lokum vill Barna- og fjölskyldustofa ítreka þau alvarlegu áhrif sem frelsissvipting barna hefur á líf þeirra. Stofnunin vill hvetja löggjafann og aðra aðila sem málið varðar að falla frá frelsissviptingu barna með þeim hætti sem frumvarpið mælir fyrir um og í stað þess finna aðrar leiðir en varðhald þegar barnafjölskyldur eiga í hlut. Þá vill Barna- og fjölskyldustofa leggja áherslu á að hagsmunir barnsins séu hafðir að leiðarljósi við uppbyggingu úrræða í tengslum við brottflutning barnafjölskyldna og að forðast sé að vinna út frá lægsta samnefnara þegar kemur að því að tryggja velferð og öryggi barna sem þar er ætlað að dvelja. Sérfræðingar Barna- og fjölskyldustofu veita frekari ráðgjöf sé þess óskað,“ segir að lokum í umsögninni. Halda umfjöllun áfram eftir áramót Alls hafa borist 30 umsagnir um málið sem var sent til allsherjar- og menntamálanefndar eftir fyrstu umræðu um miðjan nóvember. Nefndin hefur einu sinni tekið málið til umræðu, þann 13.11.2025. Umsagnarfrestur rann út 27. nóvember en fjöldi umsagna hefur borist eftir þann tíma. Frá til dæmis Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, Lögmannafélagi Íslands, Þórhildi Sunna Ævarsdóttir lögfræðingur og fyrrverandi þingflokksformaður Pírata og umboðsmaður barna. Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og framsögumaður nefndar í þessu máli, segir í samtali við Vísi að nokkrir gestir hafi þegar komið fyrir nefndina en nefndin muni taka við fleirum eftir áramót og halda áfram umfjöllun sinni um málið þá.
Brottfararstöð fyrir útlendinga Börn og uppeldi Hælisleitendur Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mannréttindi Réttindi barna Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent