Undir lögaldri á skemmtistað í miðborg og Kópavogi Ungt fólk undir lögaldri var á skemmtistöðum á tveimur stöðum í höfuðborginni í nótt. Lögreglan sinnti þónokkrum verkefnum sem tengdust ölvun. 17.9.2023 07:17
Staða sem íbúar Suðurnesjabæjar geti ekki sætt sig við Formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar segir íbúa ekki geta beðið lengur eftir heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Um tíu kílómetra fjarlægð er í næstu heilsugæslu og að erfitt geti verið að komast þangað um hávetur. Einnig er kallað eftir aukinni þjónustu við aldraða. 16.9.2023 16:40
Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16.9.2023 14:14
Ný lægð þokast í átt að landinu Ný lægð nálgast landið með rigningu og vindi en í kvöld á að lægja og draga úr rigningu. Á morgun verður nokkuð milt veður víðast hvar á landinu. 16.9.2023 09:59
Greinargerðin birt á vef Alþingis og mál forsætisnefndar fellt niður Greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol var birt í gær á vef Alþingis. Forseti Alþingis neitaði mánuðum saman að birta hana. Þingflokksformaður Pírata gerði það í sumar. Forsætisnefnd hefur því mál tengd greinargerðinni ekki lengur til skoðunar. 16.9.2023 09:04
Segir það rangt að fólki hafi verið sagt að halda sig heima Íbúar í hafnarborginni Derna segjast engar viðvaranir hafa fengið áður en stormur skall á síðasta sunnudag. Allt að ellefu þúsund eru látin og þúsundir enn týnd. Embættismenn segjast hafa skipað rýmingu og varað fólk við. 16.9.2023 07:46
Tveir handteknir í miðju innbroti í gámi Lögreglan handtók þrjá og stöðvaði nokkra vegna gruns um akstur undir áhrifum. Nóttin nokkuð tíðindalítil. 16.9.2023 07:11
Leita upplýsinga um mengaðan jarðveg um land allt Umhverfisstofnun leitar nú til almennings um upplýsingar um mögulega mengaðan jarðveg um allt land. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar, Kristín Kröyer, segir upplýsingarnar mikilvægar komandi kynslóðum. Þannig sé hægt að koma í veg fyrir að byggt sé á menguðum stöðum. 15.9.2023 19:32
Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14.9.2023 23:19
„Ég sat bara og grét yfir þessu í gærkvöldi“ Hjónin Birta Árdal Bergsteinsdóttir og Othman Karoune hafa síðustu daga staðið fyrir styrktarsöfnun vegna jarðskjálftans í Marokkó fyrir tæpri viku. Svo vel hefur gengið að Othman fór í fyrradag með hjálpargögn í þorp upp í fjöllum. Söfnunin er enn opin. 14.9.2023 21:59