Ekki víst að allir haldi vinnunni hjá Brim Alls missir 31 vinnuna við sameiningu fiskvinnslu Brims í Hafnarfirði og Reykjavík. Starfsfólki hefur verið boðin vinna í Reykjavík en ólíklegt er að allir fái vinnu. Formaður stéttarfélags segir fólk hafa tekið uppsögninni ágætlega og hafi líklega búist við þessu. 28.7.2023 13:01
Eins og að kynda upp stóran hluta Ísafjarðar Á næsta ári munu smærri skemmtiferðaskip að öllum líkindum geta landtengt sig á Ísafirði. Hafnarstjóri segir að sterkari flutningsgetu þurfi á höfnina fyrir stærri skip. Orkustjóri Orkubús Vestfjarða segir nauðsynlegt að virkja meira á Vestfjörðum. 26.7.2023 21:01
Telur enga lagaheimild fyrir framlengingu samnings við biskup Fyrrverandi hæstaréttardómari segir ákvörðun um nýjan ráðningarsamning við biskup Íslands ekki eiga sér stoð í lögum. Sá biskup sem nú sitji hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum. 26.7.2023 13:00
Færri týnd börn með fíknivanda en áður Ekki hafa verið fleiri leitarbeiðnir vegna týndra barna síðan sumarið 2020. Lögreglumaður sem hefur unnið við leit að týndum börnum í áratug segir vanda þeirra hafa breyst. 26.7.2023 07:01
Ekki almennt verklag að tilkynna kirkjuþingi um ráðningarsamninga Pétur G. Markan biskupsritari segir ekkert óeðlilegt við ráðningarsamning Biskupsstofu við biskup til 1. október á næsta ári. Hún tilkynnti sjálf um áramótin að hún hygðist láta af störfum á næsta ári en ákveðið hefur verið að hefja undirbúning að biskupskjöri í byrjun næsta árs. 25.7.2023 13:00
Rauði krossinn og borgin undirbúa bæði rekstur neyslurýmis Rauði krossinn skoðar það nú hvort hægt sé að koma fyrir nýju neyslurými í einingahúsi frá Terra Einingum. Enn vantar þó landið fyrir húsið. Reykjavíkurborg segir mikinn vilja fyrir áframhaldandi rekstri en að þau kjósi frekar varanlegt húsnæði. 20.7.2023 13:20
Varar fólk við að vera of nærri virkum gígum Breytingar urðu við eldgosið í gær þegar hraunbarmur gígsins brast. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir það hafa verið mikið sjónarspil þegar gígbarmurinn brast en að það megi ekki gleyma því að um hættusvæði sé að ræða. 19.7.2023 11:57
Mikil gleði á fyrsta útigrillinu frá því fyrir faraldur Árlegt sumargrill Hrafnistu í Hafnarfirði var haldið í dag. Ekki hefur verið hægt að halda það úti frá því fyrir heimsfaraldur. 18.7.2023 19:38
„Má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum“ Ráðherra segir áríðandi að ljúka rafvæðingu hafnanna. Skemmtiferðaskip menga mikið á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu. 18.7.2023 13:04
Lyfið geti seinkað framþróun Alzheimer um þriðjung Öldrunarlæknir segir nýtt líftæknilyf við Alzheimer vendipunkt. Það muni ekki allir geta fengið lyfið til að byrja sem þurfi á því að halda en lyfið getur seinkað framþróun sjúkdómsins um þriðjung. 18.7.2023 12:31