Munu svara árásum Breta og Bandaríkjamanna Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2024 15:52 Mikill fjöldi mótmælti loftárásum Bretlands og Bandaríkjanna í Jemen í dag. Vísir/EPA Hútar í Jemen hafa lofað því að bregðast við loftárásum Breta og Bandaríkjamanna af hörku. Þá hafa þeir einnig lofað því að áfram árásum sínum á skip í Rauðahafinu sem þeir segja til stuðnings Palestínumönnum gegn Ísraelum. Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. Í það minnsta fimm létu lífið í 73 árásunum og sex eru særðir úr her Húta. Skotið var á minnst fimm staði, þar á meðal flugvöllur sem Hútar notuðu til að skjóta upp stýriflaugum og setja upp dróna. Á vef AP segir að talsmaður her Húta, Brig. Gen. Yahya Saree, hafi sagt í talskilaboðum að loftárásunum yrði svarað. Hussein al-Ezzi úr utanríkisráðuneyti Húta í Jemen sagði um árásina „að Ameríka og Bretland muni án vafa þurfa að undirbúa sig fyrir að greiða hátt verð og þola allar afleiðingar þessarar blygðunarlausu árásar.“ Árás Breta og Bandaríkjamanna var ætlað að svara árásum Húta á skip sem sigla um Rauðahafið með vörur. Hútar hafa lýst því yfir að markmið árásanna sé að þrýsta á Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. Hútar hafa lýst yfir stuðningi við Palestínumenn í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs og gerðu þeir í gær sína 27. árás á fragtskip í Rauðahafi síðan í nóvember. Þrátt fyrir að Hútar hafi ítrekað haldið því fram að árásirnar beinist aðeins gegn ísraelskum skipum eða þeim sem eru á leið til Ísrael hafa skotmörk þeirra hafa oft lítil eða engin tengsl við Ísrael og sett í hættu skipaleið sem er nauðsynleg fyrir alþjóðleg viðskipti og orkuflutning. Einhverjar erlendar þjóðir hafa fordæmt árásirnar. Íranir sögðu árásirnar geta haft alvarlegar afleiðingar á stöðugleika á svæðinu og talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, Mao Ning, kallaði eftir því að þjóðir gættu að spennustigi í Rauðahafinu. Óman fordæmdi einnig árásina og sagði hana mikið áhyggjuefni á meðan Ísraelar haldi áfram „grimmu stríði sínu og umsátri á Gasa án nokkurrar ábyrgðar eða refsingar“. Á vef Reuters segir að langar biðraðir hafi myndast víða í Jemen í morgun á bensínstöðvum og verslunum. Þar hafi beðið fólk sem óttast langvarandi átök Húta við Vesturveldin og hafi hamstrað bæði bensín og ýmsa matvöru. Jemen Bandaríkin Bretland Íran Átök í Ísrael og Palestínu Kína Skipaflutningar Tengdar fréttir Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29 Gera loftárás á Húta í Jemen í nótt Bretland og Bandaríkin undirbúa nú loftárásir á hendur Húta í Jemen og sagt er að þær verði gerðar í nótt. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands ráðfærði sig við ríkisstjórn sína varðandi árásirnar fyrr í dag. 12. janúar 2024 00:01 Orðræðan gefi til kynna allsherjarstríð, tilfærslu og eyðileggingu Magnús Þorkell Bernharðsson, sagnfræðiprófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum og sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda segir líkur á að fleiri ríki muni brátt dragast inn í stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann segir að fyrir Ísraelsmönnum vaki að binda enda á samfélag Palestínumanna á Gasa og búa þar til nýtt samfélag, sé tekið mið af orðræðu ráðamanna. 10. janúar 2024 18:14 Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43 Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. Í það minnsta fimm létu lífið í 73 árásunum og sex eru særðir úr her Húta. Skotið var á minnst fimm staði, þar á meðal flugvöllur sem Hútar notuðu til að skjóta upp stýriflaugum og setja upp dróna. Á vef AP segir að talsmaður her Húta, Brig. Gen. Yahya Saree, hafi sagt í talskilaboðum að loftárásunum yrði svarað. Hussein al-Ezzi úr utanríkisráðuneyti Húta í Jemen sagði um árásina „að Ameríka og Bretland muni án vafa þurfa að undirbúa sig fyrir að greiða hátt verð og þola allar afleiðingar þessarar blygðunarlausu árásar.“ Árás Breta og Bandaríkjamanna var ætlað að svara árásum Húta á skip sem sigla um Rauðahafið með vörur. Hútar hafa lýst því yfir að markmið árásanna sé að þrýsta á Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. Hútar hafa lýst yfir stuðningi við Palestínumenn í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs og gerðu þeir í gær sína 27. árás á fragtskip í Rauðahafi síðan í nóvember. Þrátt fyrir að Hútar hafi ítrekað haldið því fram að árásirnar beinist aðeins gegn ísraelskum skipum eða þeim sem eru á leið til Ísrael hafa skotmörk þeirra hafa oft lítil eða engin tengsl við Ísrael og sett í hættu skipaleið sem er nauðsynleg fyrir alþjóðleg viðskipti og orkuflutning. Einhverjar erlendar þjóðir hafa fordæmt árásirnar. Íranir sögðu árásirnar geta haft alvarlegar afleiðingar á stöðugleika á svæðinu og talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, Mao Ning, kallaði eftir því að þjóðir gættu að spennustigi í Rauðahafinu. Óman fordæmdi einnig árásina og sagði hana mikið áhyggjuefni á meðan Ísraelar haldi áfram „grimmu stríði sínu og umsátri á Gasa án nokkurrar ábyrgðar eða refsingar“. Á vef Reuters segir að langar biðraðir hafi myndast víða í Jemen í morgun á bensínstöðvum og verslunum. Þar hafi beðið fólk sem óttast langvarandi átök Húta við Vesturveldin og hafi hamstrað bæði bensín og ýmsa matvöru.
Jemen Bandaríkin Bretland Íran Átök í Ísrael og Palestínu Kína Skipaflutningar Tengdar fréttir Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29 Gera loftárás á Húta í Jemen í nótt Bretland og Bandaríkin undirbúa nú loftárásir á hendur Húta í Jemen og sagt er að þær verði gerðar í nótt. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands ráðfærði sig við ríkisstjórn sína varðandi árásirnar fyrr í dag. 12. janúar 2024 00:01 Orðræðan gefi til kynna allsherjarstríð, tilfærslu og eyðileggingu Magnús Þorkell Bernharðsson, sagnfræðiprófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum og sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda segir líkur á að fleiri ríki muni brátt dragast inn í stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann segir að fyrir Ísraelsmönnum vaki að binda enda á samfélag Palestínumanna á Gasa og búa þar til nýtt samfélag, sé tekið mið af orðræðu ráðamanna. 10. janúar 2024 18:14 Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43 Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29
Gera loftárás á Húta í Jemen í nótt Bretland og Bandaríkin undirbúa nú loftárásir á hendur Húta í Jemen og sagt er að þær verði gerðar í nótt. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands ráðfærði sig við ríkisstjórn sína varðandi árásirnar fyrr í dag. 12. janúar 2024 00:01
Orðræðan gefi til kynna allsherjarstríð, tilfærslu og eyðileggingu Magnús Þorkell Bernharðsson, sagnfræðiprófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum og sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda segir líkur á að fleiri ríki muni brátt dragast inn í stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann segir að fyrir Ísraelsmönnum vaki að binda enda á samfélag Palestínumanna á Gasa og búa þar til nýtt samfélag, sé tekið mið af orðræðu ráðamanna. 10. janúar 2024 18:14
Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43
Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39