Fólk geti verið með fleiri en einn kynsjúkdóm Mikil aukning hefur orðið á greiningum kynsjúkdómanna lekanda og sárasóttar hérlendis og ekkert dregið úr tíðni klamýdíu. Sóttvarnalæknir segir áríðandi að fólk fari í skoðun og noti viðunandi varnir. Afleiðingar ógreindra sjúkdóma geti verið alvarlegar. 4.7.2024 13:00
Yfir 190 gestir Fabrikkunnar með nóróveiru síðasta sumar Alls greindust 190 manns með nóróveiru í kjölfar smits sem kom upp á Hamborgarafabrikkunni síðasta sumar. Uppruni smitsins var ekki rakinn til ákveðinna matvæla. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu sóttvarnarlæknis fyrir árið 2023. Alls voru þrjár nóróveiruhópsýkingar skráðar á síðasta ári. Sú stærsta á Hamborgarafabrikkunni. 4.7.2024 10:00
Mikil fjölgun í greiningum á sárasótt og lekanda Mikil aukning hefur orðið á greiningum kynsjúkdómanna lekanda og sárasóttar hérlendis og ekkert dregið úr tíðni klamydíu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ársskýrslu sóttvarnalæknis fyrir árið 2023. Þar segir að ráðast þurfi í frekari greiningu á hugsanlegum orsökum aukningar lekanda og sárasóttar til að efla forvarnir á markvissan hátt. Sýkingarnar geti haft alvarlegar langtíma afleiðingar. 4.7.2024 08:17
Götutíska fyrir íslenskar aðstæður 66°Norður og Reykjavík Roses kynna nýja samstarfslínu í verslun 66°Norður á Laugavegi klukkan 18 í dag. 4.7.2024 07:19
Herbert Guðmunds og Prettyboitjokko gefa út lag Á föstudag kemur út nýtt lag þar sem Patrik og Hebbi leiða saman hesta sína til að flytja lagið Annan hring sem er eftir Patrik og Bomarz. Hægt er að hlusta á lagið að neðan en í upphafi þess má heyra stefið úr vinsælu lagi Herberts, Svaraðu. 3.7.2024 11:25
„Við erum að klæða vegi sem eiga að vera malbikaðir“ Björk Úlfarsdóttir, umhverfis, gæða og nýsköpunarstjóri hjá Colas malbikunarfyrirtæki og formaður Félags kvenna í vegagerð segir klæðingu á vegi ekki alslæma en að malbikið sé betra. Klæðingu eigi að nota á umferðarminni vegi. Hún segir Vegagerðina ekki anna eftirspurn og viðhaldsskuldina aðeins aukast þegar hugsað er í skammtímalausnum. 3.7.2024 10:33
Skipverji á strandveiðibát í bráðri hættu Þyrla Landhelgisgæslunnar og þrír björgunarbátar voru kallaðir út um klukkan 23 í gærkvöldi vegna leka í strandveiðibáti. Einn var um borð og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans vegna áverka. Viggó M. Sigurðsson, hjá aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir að Landhelgisgæslan hafi metið það svo að hann hafi verið í bráðri hættu. 3.7.2024 08:41
Gert að eyða gjafasæði vegna mistaka við merkingu Heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu hafa fyrirskipað eyðingu þúsunda sýna gjafasæðis vegna hættu á því að ekki sé hægt að rekja uppruna þess. Umboðsmaður heilbrigðismála segir í nýrri skýrslu að ef ekki er hægt að auðkenna það missi foreldrar tækifæri á að fá að vita um ýmsar erfðafræðilegar og læknisfræðilegar upplýsingar auk þess sem það eykur líkurnar á sifjaspell. 3.7.2024 08:08
„Pabbi er að senda þér skilaboð og mamma vill fá að sjá hvað stendur“ Börnum á aldrinum 3 til 17 ára sem eiga foreldra sem hafa skilið stendur nú til boða nýtt úrræði á netinu þar sem þau geta fræðst um skilnað og áhrif þess á líf þeirra og tilfinningar. Um er að ræða 28 áfanga á netinu sem eru sérsniðin að aldri og flokkuð eftir þemum. Fjallað er um söknuð, samsettar fjölskyldur, hvernig eigi að bregðast við þegar foreldrar rífast, tilfinningar og réttindi barna. 3.7.2024 06:12
Fatasöfnunargámar Rauða krossins fjarlægðir á næstu dögum Guðbjörg Rut Pálmadóttir flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða kross Íslands segir stefnt á að fjarlægja alla fatasöfnunargáma Rauða krossins af grenndarstöðvum í þessari viku. Eftir það mun Sorpa sjá um fatasöfnun en Grænir skátar munu sjá um að tæma og hirða gámana fyrir Sorpu. Nýir gámar eru grænir og allir merktir fyrir textíl. 2.7.2024 15:03