„Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Lovísa Arnardóttir skrifar 3. nóvember 2025 12:57 Ungmenni á málþingi um félagslegt netöryggi, miðlalæsi og stafræna borgaravitund sem fór fram í Grósku 22. október síðastliðinn. Aðsend Ungmenni vilja fá raunverulegt sæti við borðið þegar ákvarðanir eru teknar um félagslegt netöryggi og stafræna velferð þeirra. Þau segja kominn tíma á að fullorðnir grípi boltann og hvetja fullorðna einnig til að setja gott fordæmi í skjánotkun. Þetta kom fram í ákalli þeirra á málþingi um félagslegt netöryggi, miðlalæsi og stafræna borgaravitund sem fór fram í Grósku 22. október síðastliðinn. Á málþinginu sögðu ungmennin frá eigin reynslu og óskum og lögðu áherslu á að þau séu ekki vandamálið heldur hluti af lausninni. „Við erum fyrsta kynslóðin sem elst upp í heimi þar sem raunveruleg samskipti víkja fyrir skjám,“ segir Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir, jafningjafræðari hjá Hinu Húsinu. „Það er ekki sanngjarnt að ætlast til þess að við finnum allar lausnirnar sjálf,” segir Úlfhildur í tilkynningu frá Netvís þar sem niðurstaða málþingsins er tekin saman. Vilja taka þátt í umræðunni Í tilkynningu kemur fram að hópurinn hafi á fundinum lýst yfir skýrum vilja um að þau fái betur að taka þátt í umræðu og stefnumótun. Það sé sjaldan raunin en þau séu bæði tilbúin til og fullfær um að taka þátt í umræðunni á eigin forsendum en til þess þurfi þau áheyrn og stuðning fullorðna fólksins. „Mér finnst fullorðnir oft ákveða einhverjar reglur og svo eigum við að segja annaðhvort já eða nei en svo skiptir mjög litlu máli hvað við segjum því það er bara búið að taka ákvörðunina,“ segir Snædís Gróa Björgvinsdóttir, fulltrúi í ungmennaráði Samfés, í tilkynningunni og að henni þyki raddir ungmenna ekki fá að heyrast nægilega vel. Fulltrúar Hins hússins á málþinginu. Aðsend Styrmir Steinn Sigmundsson, fulltrúi í ungmennaráði Samfés, tekur undir það. „Þótt við getum verið smá vitlaus stundum þá er gott að fá okkar skoðun,“ segir hann. Þá ítreka ungmennin einnig mikilvægi þess að fullorðnir sýni sjálfir ábyrgð og sýni gott fordæmi þegar komi að eigin skjátækjanotkun. Ekki nota tvo skjái á sama tíma „Þegar ég var ung var mamma alltaf að segja mér að nota aldrei tvo skjái á sama tíma. Svo horfði maður á hana í sófanum að horfa á eitthvað í sjónvarpinu og spila leik í símanum á meðan,“ segir Athena Freyja Eyfeld Sólveigardóttir, fulltrúi í ungmennaráði Samfés, í tilkynningunni. „Það væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft...Practice what you preach,“ bætir Styrmir við. Í tilkynningu Netvís hvetja ungmennin fullorðið fólk til að horfast í raunverulegar hættur og skaðlegt efni á netinu. Fjöldi var á málþinginu. Aðsend Í tilkynningu rifjar Hilmar Elías Hermannsson, jafningjafræðari hjá Hinu Húsinu, upp þegar hann var yngri og sá fólk vera myrt á hrottalegan hátt á samfélagsmiðlum. „Til dæmis sá ég konu sem var bundin niður ásamt börnunum sínum og svo afhausuð fyrir framan þau. Einnig sá ég minn skerf af klámi, bæði frá jafningjum og eldra fólki. Ég gæti opnað símann minn núna, skrifað Charlie Kirk og fyrsta myndbandið sem ég myndi sjá er af honum vera skotinn í hálsinn.“ Foreldrar eigi að vera meðvitaðir um þetta þegar þau taka ákvörðun um að afhenda börnum sínum snjallsíma. Þá kemur einnig fram að á málþinginu hafi verið rætt um fræðslu og ungmennin kallað eftir meiri fræðslu. Fræðslan takmörkuð „Mér finnst fræðslan sem ég hef fengið um samfélagsmiðla og símanotkun alltaf vera það sama, alltaf verið að segja sama hlutinn, Það er eiginlega aldrei verið að útskýra stærri myndina,“ segir Snædís í tilkynningunni. „Ekki tala við ókunnuga. Ekki trúa öllu sem þú sérð á netinu. Maður er búinn að heyra þetta síðan maður var sex ára með takkasíma,“ bætir Athena við. Ungmennin ræddu málið í pallborðsumræðum. Aðsend Þá kemur einnig fram í tilkynningu Netvís að ungmennin hafi kallað eftir meiri jafningjafræðslu. Hún byggi á samtali, trausti og jafnræði. „Við erum jafnaldrar þeirra og þess vegna treysta þau okkur. Þau koma stundum upp til okkar eftir fræðslu og segja: Ég hef aldrei sagt þetta við neinn áður. Það eitt og sér ætti að sýna ykkur hversu mikil þörf er á þessari fræðslu. Við í jafningjafræðslunni þráum ekkert heitar en að fá að láta gott af okkur leiða en eins og staðan er núna þá höfum við einfaldlega ekki fjármagnið til þess. Það er sorglegt að úrræði sem ungmennin sjálf kalla eftir og sem þau treysta mest fái ekki þann stuðning sem það þarf,“ segir Úlfhildur. Tækni Símanotkun barna Börn og uppeldi Netöryggi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Þetta kom fram í ákalli þeirra á málþingi um félagslegt netöryggi, miðlalæsi og stafræna borgaravitund sem fór fram í Grósku 22. október síðastliðinn. Á málþinginu sögðu ungmennin frá eigin reynslu og óskum og lögðu áherslu á að þau séu ekki vandamálið heldur hluti af lausninni. „Við erum fyrsta kynslóðin sem elst upp í heimi þar sem raunveruleg samskipti víkja fyrir skjám,“ segir Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir, jafningjafræðari hjá Hinu Húsinu. „Það er ekki sanngjarnt að ætlast til þess að við finnum allar lausnirnar sjálf,” segir Úlfhildur í tilkynningu frá Netvís þar sem niðurstaða málþingsins er tekin saman. Vilja taka þátt í umræðunni Í tilkynningu kemur fram að hópurinn hafi á fundinum lýst yfir skýrum vilja um að þau fái betur að taka þátt í umræðu og stefnumótun. Það sé sjaldan raunin en þau séu bæði tilbúin til og fullfær um að taka þátt í umræðunni á eigin forsendum en til þess þurfi þau áheyrn og stuðning fullorðna fólksins. „Mér finnst fullorðnir oft ákveða einhverjar reglur og svo eigum við að segja annaðhvort já eða nei en svo skiptir mjög litlu máli hvað við segjum því það er bara búið að taka ákvörðunina,“ segir Snædís Gróa Björgvinsdóttir, fulltrúi í ungmennaráði Samfés, í tilkynningunni og að henni þyki raddir ungmenna ekki fá að heyrast nægilega vel. Fulltrúar Hins hússins á málþinginu. Aðsend Styrmir Steinn Sigmundsson, fulltrúi í ungmennaráði Samfés, tekur undir það. „Þótt við getum verið smá vitlaus stundum þá er gott að fá okkar skoðun,“ segir hann. Þá ítreka ungmennin einnig mikilvægi þess að fullorðnir sýni sjálfir ábyrgð og sýni gott fordæmi þegar komi að eigin skjátækjanotkun. Ekki nota tvo skjái á sama tíma „Þegar ég var ung var mamma alltaf að segja mér að nota aldrei tvo skjái á sama tíma. Svo horfði maður á hana í sófanum að horfa á eitthvað í sjónvarpinu og spila leik í símanum á meðan,“ segir Athena Freyja Eyfeld Sólveigardóttir, fulltrúi í ungmennaráði Samfés, í tilkynningunni. „Það væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft...Practice what you preach,“ bætir Styrmir við. Í tilkynningu Netvís hvetja ungmennin fullorðið fólk til að horfast í raunverulegar hættur og skaðlegt efni á netinu. Fjöldi var á málþinginu. Aðsend Í tilkynningu rifjar Hilmar Elías Hermannsson, jafningjafræðari hjá Hinu Húsinu, upp þegar hann var yngri og sá fólk vera myrt á hrottalegan hátt á samfélagsmiðlum. „Til dæmis sá ég konu sem var bundin niður ásamt börnunum sínum og svo afhausuð fyrir framan þau. Einnig sá ég minn skerf af klámi, bæði frá jafningjum og eldra fólki. Ég gæti opnað símann minn núna, skrifað Charlie Kirk og fyrsta myndbandið sem ég myndi sjá er af honum vera skotinn í hálsinn.“ Foreldrar eigi að vera meðvitaðir um þetta þegar þau taka ákvörðun um að afhenda börnum sínum snjallsíma. Þá kemur einnig fram að á málþinginu hafi verið rætt um fræðslu og ungmennin kallað eftir meiri fræðslu. Fræðslan takmörkuð „Mér finnst fræðslan sem ég hef fengið um samfélagsmiðla og símanotkun alltaf vera það sama, alltaf verið að segja sama hlutinn, Það er eiginlega aldrei verið að útskýra stærri myndina,“ segir Snædís í tilkynningunni. „Ekki tala við ókunnuga. Ekki trúa öllu sem þú sérð á netinu. Maður er búinn að heyra þetta síðan maður var sex ára með takkasíma,“ bætir Athena við. Ungmennin ræddu málið í pallborðsumræðum. Aðsend Þá kemur einnig fram í tilkynningu Netvís að ungmennin hafi kallað eftir meiri jafningjafræðslu. Hún byggi á samtali, trausti og jafnræði. „Við erum jafnaldrar þeirra og þess vegna treysta þau okkur. Þau koma stundum upp til okkar eftir fræðslu og segja: Ég hef aldrei sagt þetta við neinn áður. Það eitt og sér ætti að sýna ykkur hversu mikil þörf er á þessari fræðslu. Við í jafningjafræðslunni þráum ekkert heitar en að fá að láta gott af okkur leiða en eins og staðan er núna þá höfum við einfaldlega ekki fjármagnið til þess. Það er sorglegt að úrræði sem ungmennin sjálf kalla eftir og sem þau treysta mest fái ekki þann stuðning sem það þarf,“ segir Úlfhildur.
Tækni Símanotkun barna Börn og uppeldi Netöryggi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira