Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér

Engin leiktæki eru í dag við leikskóladeild sonar Herdísar Sveinbjörnsdóttur. Sonur hennar er á leikskóladeildinni Lyngási sem er lítil og sérhæfð leikskóladeild sem rekin er af Ás styrktarfélagi. Börnin á deildinni eru öll með einhvers konar fötlun og geta því ekki notað hefðbundin leiktæki.

Ein­földun að segja að ís­lensk ferða­þjónusta sé lág­launa­grein

Pétur Óskarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stjórn SAF ósátta við forsætisráðherrann og segir neikvæðni hennar í garð vaxtar í ferðaþjónustu valda miklum áhyggjum. Hann kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda og segir það einföldun hjá forsætisráðherra að kalla greinina láglaunagrein.

Ekkert sam­komu­lag í höfn enn um þing­lok

Þingflokksformenn funduðu og áttu samtöl í allan dag til að freista þess að samkomulagi um þinglok. Búið er að birta dagskrá þingfundar á vef Alþingis fyrir morgundaginn. Ef ekki tekst að semja um þinglok í kvöld heldur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar áfram að loknum fernum atkvæðagreiðslum.

„Það eru smá blendnar til­finningar að vera farin“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, er nú komin til New York þar sem hún ætlar næsta árið að stunda nám við Columbia háskóla. Áslaug er komin í níu mánaða leyfi frá þingstörfum á meðan. 

Hitamet slegið á Spáni um helgina

Hitamet var slegið á Spáni í gær þegar hiti mældist 46 gráður í bænum El Granado. Útlit er fyrir að mánuðurinn verði sá heitasti í sögu Spánar samkvæmt veðurstofu landsins. Fjallað er um málið á vef BBC en hitabylgja gengur nú yfir í Evrópu. Víða hafa stjórnvöld gefið út viðvaranir vegna hita.

Sektaður fyrir að vera á 101 kíló­metra hraða í 101

Einn ökumaður var sektaður fyrir of hraðan akstur í miðbænum í dag þar sem hann ók á 101 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Tveir aðrir voru sviptir ökuréttindum fyrir að aka of hratt í miðborginni. Báðir óku þeir á 88 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 40 kílómetrar á klukkustund.

Sjá meira