Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Í­búar vilja fella úr gildi starfs­leyfi Hyg­ge vegna mengunar

Íbúar við Hverfisgötu 94 til 96 og Barónsstíg 6 hafa lagt fram stjórnvaldskæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og krefjast þess að starfsleyfi kaffihússins og bakarísins Hygge við Barónsstíg 6 verði afturkallað. Í kærunni er vísað til þess að sorphirðumál séu í ólestri og að mikil mengun sé frá rekstrinum.

Á­rásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þre­faldast

Oleksii Kuleba, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu með ábyrgð á innviðum, segir að yfir 800 árásir hafi verið skráðar frá áramótum á lestarkerfi landsins. Það sé tilraun Rússa til að eyðileggja eða takmarka flutningsgetu. Hann segir árásir á innviði, frá upphafi árs, hafa valdið tjóni sem nemur einum milljarði dollara.

Trump fellir niður tolla á tugi mat­væla

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað tilskipun um að ýmsar matvörur, þar á meðal kaffi, bananar og nautakjöt, verði undanskildar víðtækum tollum hans.

Skýjað og dá­lítil él

Hæðir suður af landinu og yfir Grænlandi, ásamt lægð norðaustur af Jan Mayen, beina vestlægum áttum yfir okkur í dag með norðvestan strekkingi bæði syðst og austantil fram eftir degi.

Ölvun og há­vaði í heima­húsi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti að vanda fjölbreyttum verkefnum í gær og í nótt. Í dagbók kemur fram að lögregla hafi haft afskipti af nokkrum fjölda vegna ölvunar og gruns um akstur undir áhrifum. Þá var í þó nokkrum tilfellum tilkynnt um hávaða í heimahúsi sem lögregla hafði einnig afskipti af með því að biðja húsráðanda að hætta.

Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur

Niðurstöður úr nýrri lestrarkönnun, meðal Íslendinga 18 ára og eldri, sýna að þjóðin ver að jafnaði um klukkustund á dag í að lesa og/eða hlusta á bækur. Heildartíminn sem fólk ver í lestur hefur minnkað síðustu ár. Fleiri segjast ekki verja neinum tíma í lestur en áður, fleiri karlar en konur.

Bregðast ekki við bíla­stæða­vanda við skíða­svæði í Reykja­vík

Formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir ekki til fjármagn til að bregðast við óþægindum sem íbúar í Dalhúsum í Grafarvogi verða fyrir vegna mikillar aðsóknar að skíðasvæðinu í Húsahverfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að tillaga þeirra um úrbætur á svæðinu hafi verið felld á fundi ráðsins. 

Fagnar fimm­tugs­af­mæli með fyrstu tón­leikum Am­pop í á­tján ár

Hljómsveitin Ampop ætlar að koma fram í fyrsta sinn í 18 ár á morgun í fimmtugsafmæli trommuleikarans Jóns Geirs Jóhannssonar. Auk Ampop koma fram Skálmöld, Bris, Urmull, Klamedía X og Atarna sem eru allt hljómsveitir sem hann hefur verið í eða spilað með. Allur ágóði af miðasölu rennur til Vonarbrúar en tónleikarnir, og afmælið, fara fram í Austurbæjarbíó.

ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna

Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, segir kostnað við íþróttir barna til skoðunar innan sambandsins. Litið verði til Noregs við þá skoðun en nýlega kom út skýrsla í Noregi um kostnað við íþróttir barna. Willum segir félagsgjöld og ferðakostnað stærsta útgjaldaliðinn. Ábyrgð sjálfboðaliða sé meiri en áður og meiri kröfur gerðar til fagmennsku þjálfara.

Sjá meira