Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Bjarni Þór Logason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags. Bjarni kemur þaðan frá Heimkaupum þar sem hann var innkaupastjóri. Bjarni kom einnig að opnun verslunar Prís í Kópavogi. Áður starfaði hann sem rekstrarstjóri hjá Ölgerðinni, RJC og Líflandi. 15.5.2025 08:34
Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur Í dag verður áfram hæg og breytileg átt og víða bjartviðri, en suðlæg átt átta til fimmtán metrar á sekúndu suðvestan- og vestanlands og skýjað með köflum. Hiti verður á bilinu 13 til 23 stig, hlýjast verður væntanlega áfram á Norður- og Austurlandi, um 23-24 stig þar sem best lætur. 15.5.2025 08:16
Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Pílustaðnum Skor hefur verið meinað að hafa opið lengur á kvöldin samkvæmt úrskurði umhverfis- og auðlindamála. Þar staðfesti nefndin ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 10. janúar 2025 um að synja umsókn um aukinn opnunartíma fyrir veitingastaðinn Skor. 14.5.2025 14:23
Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Faxaflóahafnir hafa nú fjárfest í DPOL fljótandi „ruslsugu“ frá fyrirtækinu EKKOPOL í Frakklandi. DPOL er fljótandi vatnsdæla sem myndar sterkan yfirborðsstraum sem sýgur til sín yfirborðsrusl, olíubrák og fljótandi grút, sem svo safnast í áfesta netapoka og ísogspylsur. 14.5.2025 12:34
Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin ætli að ljúka málinu fyrir árslok 2027 en það sé ekki búið að ákveða neina dagsetningu. 14.5.2025 09:27
Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Dómari í Los Angeles hefur stytt dóm yfir Menendez bræðrunum sem nú afplána lífstíðardóm fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989 í Beverly Hills. Vegna þess að dómurinn var styttur eiga þeir nú möguleika á því að sækja um reynslulausn sem þeir gátu ekki gert á meðan þeir afplánuðu lífstíðardóm. 14.5.2025 07:56
Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Í dag má búast við því að það verði suðaustan fimm til 13 metrar á sekúndu og skýjað með köflum. Það verður hvassast við suðvesturströndina, en víða léttskýjað síðdegis. Hiti verður á bilinu tíu til 18 stig, hlýjast norðaustantil. 14.5.2025 07:15
Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Verslun Nettó í Glæsibæ verður að öllum líkindum opnuð á morgun. Tafir hafa verið á opnun verslunarinnar vegna þess að sækja þurfti um nýtt starfsleyfi í kjölfar þess að milliveggur var rifinn niður til að stækka verslunina. 13.5.2025 17:02
Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, bað Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“. Það gerði hann í tilefni af því að tveir þingmenn, Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, og Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, héldu ræður á þingi sem beint var að þingmanni Miðflokksins, Karli Gauta Hjaltasyni og létu hann ekki vita. 13.5.2025 15:31
Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu í dag undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta undan því að nefndarstarf gangi illa í sumum nefndum, sérstaklega í velferðarnefnd. Formaður nefndarinnar er Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sem er þingkona Flokks fólksins. 13.5.2025 14:37