Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Engin leiktæki eru í dag við leikskóladeild sonar Herdísar Sveinbjörnsdóttur. Sonur hennar er á leikskóladeildinni Lyngási sem er lítil og sérhæfð leikskóladeild sem rekin er af Ás styrktarfélagi. Börnin á deildinni eru öll með einhvers konar fötlun og geta því ekki notað hefðbundin leiktæki. 30.6.2025 07:33
Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Pétur Óskarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stjórn SAF ósátta við forsætisráðherrann og segir neikvæðni hennar í garð vaxtar í ferðaþjónustu valda miklum áhyggjum. Hann kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda og segir það einföldun hjá forsætisráðherra að kalla greinina láglaunagrein. 29.6.2025 23:59
Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Þingflokksformenn funduðu og áttu samtöl í allan dag til að freista þess að samkomulagi um þinglok. Búið er að birta dagskrá þingfundar á vef Alþingis fyrir morgundaginn. Ef ekki tekst að semja um þinglok í kvöld heldur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar áfram að loknum fernum atkvæðagreiðslum. 29.6.2025 23:41
Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Framkvæmdastjóri Norsk tipping, norsku getspárinnar, Tonje Sagstuen, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu á föstudag um að hafa unnið margar milljónir í Eurojackpot. 29.6.2025 22:36
„Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, er nú komin til New York þar sem hún ætlar næsta árið að stunda nám við Columbia háskóla. Áslaug er komin í níu mánaða leyfi frá þingstörfum á meðan. 29.6.2025 22:01
Hitamet slegið á Spáni um helgina Hitamet var slegið á Spáni í gær þegar hiti mældist 46 gráður í bænum El Granado. Útlit er fyrir að mánuðurinn verði sá heitasti í sögu Spánar samkvæmt veðurstofu landsins. Fjallað er um málið á vef BBC en hitabylgja gengur nú yfir í Evrópu. Víða hafa stjórnvöld gefið út viðvaranir vegna hita. 29.6.2025 21:34
Óákveðin hvort hún fari aftur fram fyrir Sósíalista: „Mér finnst þetta bara orðið bull“ Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir deilur innan flokksins orðnar „algjört bull“. Hún segist reið og vonsvikin að ný framkvæmdastjórn hafi ákveðið að kæra formann og gjaldkera Vorstjörnunnar. Þau séu öll sjálfboðaliðar og félagar þeirra. 29.6.2025 21:30
Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko John Travolta kom gestum á Grease sing-a-long sýningu á óvart í gærkvöldi þegar hann mætti þangað í gervi Danny Zuko. 29.6.2025 19:33
Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Múmínlundurinn í Kjarnaskógi verður kallaður Ævintýraskógurinn þar til Skógrækt Eyfirðinga og Akureyrarbær og Moomin Characters komast að niðurstöðu um höfundarrétt leiktækja, skilta og listar í skóginum. 29.6.2025 18:32
Sektaður fyrir að vera á 101 kílómetra hraða í 101 Einn ökumaður var sektaður fyrir of hraðan akstur í miðbænum í dag þar sem hann ók á 101 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Tveir aðrir voru sviptir ökuréttindum fyrir að aka of hratt í miðborginni. Báðir óku þeir á 88 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 40 kílómetrar á klukkustund. 29.6.2025 17:54