Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum að því sótt sé að grundvallarstoðum háskólastarfs víða um heim. Í sameiginlegri yfirlýsingu staðfesta þeir grundvallarmikilvægi akademísks frelsis og sjálfstæði stofnana fyrir framgang þekkingar, eflingu lýðræðis og þróun samfélaga. 29.6.2025 17:43
„Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum, segir samtökin haf einbeitt sér að því að styðja við Grindvíkinga þar sem þeir eru og búa. Langflestir þeirra búi utan bæjarins. Íbúi í Grindavík gagnrýndi í dag að styrkir færu aðeins til verkefna utan bæjarins. Aðalheiður segir standa til að funda með bæjarstjórn um áframhaldandi stuðning. 28.6.2025 23:19
Sonur Rögnu og Árna fæddur Sonur Rögnu Sigurðardóttur, læknis og þingmanns Samfylkingar, og Árna Steins Viggósonar fæddist þann 23. júní. Árni og Ragna tilkynntu um fæðinguna í kvöld á samfélagsmiðlum. 28.6.2025 22:27
Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Sara Stef Hildardóttir starfandi gjaldkeri Vorstjörnu, Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnu og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins, hafa öll verið kærð til lögreglu af nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins fyrir efnahagsbrot. 28.6.2025 22:20
Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, þingmaður Samfylkingar og formaður íbúasamtakanna Átaks, hverfisráðs Ísafjarðarbæjar á Þingeyri, segja það sorglegt og mikið áfall fyrir íbúabyggð á Þingeyri að flytja eigi fóðurstöð Arctic Fish á Ísafjörð. Alls starfa níu í fóðurstöðinni. 28.6.2025 21:02
Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Einn heppin Lottó-spilari var einn með fjórfaldan fyrsta vinning í Lottó kvöld og fær rúmar 53,8 milljónir króna í sinn hlut. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að mið vinningshafans hafi verið í áskrift. 28.6.2025 20:13
Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Ölgerðin, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur ákveðið að innkalla Lay´s Nacho Cheese snakk og Lay´s Bugles Original, með best fyrir merkingu: BF 22.11.2025. 28.6.2025 20:11
Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Egill Karlsson, afbrotafræðingur og meistaranemi við Roskilde-háskóla í Hróarskeldu, segir í nýrri fræðigrein um „strokufangann“ að umfjöllun í fjölmiðlum hafi verið römmuð inn um leið og honum var lýst sem hættulegum manni. Þannig hafi almenningur verið virkjaður til þátttöku sem hafi svo aftur leitt til þess að lögregla fór mannavillt í tvígang og stöðvaði, í fylgd sérsveitar, ungan dreng sem svipaði í útliti til „strokufangans“. 28.6.2025 07:33
Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Framhaldsskólarnir fjölguðu flestir innrituðum nemendum um tíu prósent miðað við fyrri ár til að koma öllum að í haust. Skólameistarar segja það hafa verið ærið verkefni en hafi tekist með því að fjölga í bekkjum og hópum. Innritunarárgangurinn fæddist árið 2009. Þá fæddust 5.026 börn á Íslandi og hafa aldrei fæðst jafn mörg börn á einu ári hérlendis. 27.6.2025 09:17
Áætla að húsnæði á Íslandi sé verulega vantryggt fyrir bruna Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, segir húsnæði almennt verulega vantryggt fyrir bruna á Íslandi. Það kemur fram í nýju mati stofnunarinnar á brunabótatryggingum Íslendinga. Í tilkynningu kemur fram að athugunin hafi verið sett af stað í kjölfar endurmats á brunabótamat í Grindavík vegna uppkaupa ríkisins á eignum í Grindavík. 26.6.2025 09:33