Niðurrif í Grindavík og fegnir leigubílstjórar Grindvíkingar syrgja nýlegt íþróttahús bæjarins sem þarf að rífa en segja það einnig nauðsynlegt til að tryggja öryggi. Slökkvilið og verktakar hafa staðið í ströngu við að halda hraunflæði í skefjum við Svartsengi síðasta sólarhringinn. 19.6.2024 17:50
Ungur breskur maður týndur á Tenerife Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG. 19.6.2024 17:47
Telja lifrarbólgu E mögulega vera kynsjúkdóm Teymi bandarískra vísindamanna telur að þeir hafi fundið nýjan kynsjúkdóm sem geti leitt til banvænnar lifrabilunar eða ófrjósemi ef fólk fær ekki viðeigandi meðferð. Rannsakendur við Ohio-háskóla í Bandaríkjunum fundu lifrarbólgu E í sæðisfrumusýnum svína sem þeir telja geta gefið til kynna að veiran smitist með kynlífi. 18.6.2024 23:00
„Það er þetta viðvarandi ólögmæti“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fylkja sér um vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir stjórnsýslu hvalveiðimálsins, allt frá því að Svandís Svavarsdóttir tók ákvarðanir í málinu sem matvælaráðherra, hafa verið óboðlega. 18.6.2024 20:45
Slökkvilið undirbýr hraunkælingu við varnargarð við Svartsengi Í dag fór lítil spýja úr eldgosinu við Sundhnúk yfir varnargarð við Sýlingafell. Varnargarðurinn ver orkuverið í Svartsengi. Slökkvilið Grindavíkur vinnur á vettvangi auk ýmissa verktaka á vegum almannavarna á vinnutækjum sem eru reyna að reyna að stöðva flæði yfir varnargarðinn. Ekki hefur sú aðferð verið notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu 1973. 18.6.2024 18:36
Hryðjuverkasamtökin Norðurvígi og raunveruleg skoðun túrista Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur formlega skilgreint nýnasistasamtökin Norðurvígi, sem eru meðal annars starfrækt hér á landi, sem hryðjuverkasamtök. Lektor í lögreglufræðum segir ástæðu til að ætla að samtökin geti falið í sér ógn við samfélagið. 18.6.2024 17:52
Öryggisbúnaður ekki til staðar í tugum leigubíla Öryggisbúnað skorti í leigubíla hjá tugum leigubílstjóra sem lögreglan hafði eftirlit með um helgina. Einhverjir þeirra leigubílstjóra sem lögreglan talaði við óku án leyfis og einn leigubílstjóri ók á ökutæki sem ekki var skráð sem leigubíll. 18.6.2024 17:37
Fyrsti rampurinn vígður á Vestfjörðum í Römpum upp Ísland Fyrsti rampurinn á Vestfjörðum í átakinu Römpum Upp Ísland var vígður í síðustu viku. Rampurinn er sá tólfhundraðasti í röðinni en stefnt er að því að reisa alls 1.500 rampa í átakinu í þágu hreyfihamlaðra fyrir 11. mars 2025. 18.6.2024 16:41
Tæplega fimmtíu leigubílstjórar eiga von á kæru Alls eiga nú 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru vegna grunsemda um brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði um helgina með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. Niðurstaðan var sú að í nærri helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir. 18.6.2024 15:48
Leita að nýju húsnæði fyrir kaffistofu Samhjálpar Samhjálp leitar nú að nýju húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar. Kaffistofan hefur verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007 en opnaði upprunalega árið 1981 á Hverfisgötu og hefur Kaffistofan því verið starfrækt í meira en 40 ár. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga, allan ársins hring. 15.6.2024 11:00