Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rúði um 15 þúsund ær yfir veturinn

Einn snjallasti rúningsmaður landsins rúði um fimmtán þúsund ær síðasta vetur og ætlar gera enn betur í vetur þegar hann ferðast á milli bæja og rýir fyrir bændur. Hann er að rýja að meðaltal 300 kindur á dag.

Slegist um nýjar íbúðarlóðir á Hellu

Hella er að verða einn vinsælasti staðurinn á Suðurlandi til að búa á því rúmlega eitt hundrað lóðarumsóknir bárust um sautján lóðir, sem var úthlutað í vikunni. Í nokkrum tilfellum vorum fjórtán umsóknir um sömu lóðina.

Tíu sætir og krúttlegir Dalmatíuhvolpar

Þeir eru sætir og krúttlegir Dalmatíuhvolparnir tíu, sem voru að koma í heiminn. Mamma þeirra mjólkar vel og pabbi þeirra fylgist stoltur með afkvæmum sínum.

Hvítur Scheffer og franskur fjárhundur

Hundarnir Frídó og Meiko eiga ekki annað sameiginlegt en að vera hundar því þeir eru mjög ólíkir. Annar er hvítur Scheffer og hinn er franskur fjárhundur með mikinn felld. Báðir vöktu þeir mikla athygli á hundasýningu, sem þeir tóku þátt í.

Íslandsmeistari í járningum kemur frá Belgíu

Nýr Íslandsmeistari í járningum var krýndur um helgina en átta keppendur tóku þátt í Íslandsmótinu með því að járna nokkur hross frá Eldhestum í Ölfusi.“Gott skap og sterkur líkami þarf að einkenna góðan járningamann“, segir yfirdómari mótsins.

Búvörumerki sett á íslenskar vörur frá bændum

Nú er unnið að því að hörðum höndum innan Bændasamtakanna að koma upp nýju íslensku búvörumerki þar sem merkið verður eingöngu notað á íslenskar matvörur, matjurtir og á blóm. Það ætti því engin að velkjast í vafa um hvort viðkomandi sé að versla íslenska eða erlenda vöru með nýja merkinu.

Graðhestaskyr á Brúnastöðum: Skyrland opnað á Selfossi

„Við krakkarnir fengum alltaf graðhestaskyr á Brúnastöðum“, sagði Guðni Ágústsson, fyrrverandi mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna og fyrrverandi ráðherra þegar nýjasta upplifundarsýning, Skyrland, var opnuð á Selfossi í kvöld í Mjólkurbúinu í miðbæ Selfoss.

Söngleikur til minningar um Rúnar Júlíusson

Andi Rúnars Júlíussonar heitins svífur yfir vötnum í Keflavík þessa dagana því nú er verið að setja upp söngleikinn „fyrsti kossinn“ honum til heiðurs hjá Leikfélagi Keflavíkur. Sýningin verður sú hundraðasta í sögu félagsins, sem fagnar nú sextíu ára afmæli.

Ráðherra á glæsilegri hrútasýningu á Flúðum

Glæsileg tilþrif sáust í hrútaþukli í gær í reiðhöllinni á Flúðum þar sem hrútasýning Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna fór fram. Ráðherra í ríkisstjórninni fékk meira að segja kennslu í þukli. Rollubingóið vakti líka mikla athygli.

Um 200 kvenfélagskonur staddar í Borgarnesi

Um tvö hundruð kvenfélagskonur af öllu landinu hafa setið Landsþing Kvenfélagasambands Íslands um helgina í Borgarnesi. Öll störf kvenfélaganna eru unnin í sjálfboðavinnu en konurnar hafa styrkt ýmis verkefni um 170 milljónir króna á síðustu þremur árum.

Sjá meira