Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Nýr og glæsilegur göngustígur í Vestmannaeyjum

Mikil ánægja er með nýjan göngustíg í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum, sem unninn var í sjálfboðavinnu. Í stígnum eru 153 tröppur og þar efst uppi er hægt að fylgjast með lundanum og kindum.

Skólabörnum boðið upp á hrikalegan veg í skólabílum

„Okkur finnst ástandið algjörlega óþolandi og við viljum fá skýr svör um endurbætur. Ástandið getur ekki verið svona lengur og sinnuleysi gagnvart svörum er komið að algjörum þolmörkum hjá okkur, það verður eitthvað að gerast í málinu,“ segir Guðrún Óska Steinbjörnsdóttir, bóndi á bænum Sauðadalsá í Húnaþingi vestra, en á bænum eru fimm börn á leik-og grunnskólaaldri.

Kýr sem heitir Kartöfluupptökuvél

Skrauta, Blíða, Rósa, Gola, Skessa, Búkolla, Perla, Toppa, Rauðka, Katla og Blíða. Allt eru þetta nöfn á kúm en nú er búið að taka saman lista yfir algengustu nöfn núlifandi kúa.

Stálu senunni á kjör­stað

Fjölskylda á Selfossi stal senunni í gær þegar hún fór að kjósa uppáklædd faldbúningi frá 17. öld og herrabúningi frá 18. öld. Þá var barnabarnið í 19. aldar upphlut.

Verður Sveitarfélagið Suðurland til eftir 25. september?

Íbúar í fimm sveitarfélögum í Rangárvalla og Vestur-Skaftafellssýslu munu kjósa um sameiningu sveitarfélaganna samhliða alþingiskosningunum 25. september. Verði sameiningin samþykkti verður til víðfeðmasta sveitarfélag landsins, sem myndi ná yfir sextán prósent af flatarmáli landsins

„Trén hafa virkilega miklar tilfinningar“

Bæjarfulltrúi minni hlutans í Árborg undrast mjög aðgerðir bæjaryfirvalda í gærkvöldi þegar níu aspir við þjóðveg eitt, á Austurvegi á Selfossi, voru felldar. Bæjarstjórinn segir málið snúast fyrst og fremst um umferðaröryggi og um ósk Vegagerðarinnar að trén yrðu felld.

Skrautlegar ruslatunnur í Vestmannaeyjum

Vestmanneyingar dóu ekki ráðalausir í byrjun sumars þegar þeir fóru að skoða ruslaföturnar í bænum og fannst eitthvað vanta upp útlit þeirra á ljósastaurunum. Þeir brugðu því á það ráð að myndskreyta allar ruslatunnur bæjarins í sumar.

Starfsmenn Marels „ganga“ í kringum jörðina

Tæplega sjö þúsund starfsmenn Marels í þrjátíu löndum eru nú að „ganga“, sem svarar hringnum í kringum jörðina í þeim tilgangi að safna áheitum fyrir alþjóðaverkefni Rauða krossins. Sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir verkefnið stórkostlegt.

Sjá meira