Íbúum fjölgar og fjölgar í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. janúar 2022 16:30 Fjölmargar garðyrkjustöðvar eru í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum fjölgar ört í Bláskógabyggð eins og á Laugarvatni og í Reykholti. Þá hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikill uppgangur í garðyrkjunni eins og nú í sveitarfélaginu. Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag 9. júní 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga, Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. Nafn sveitarfélagsins var fengið að láni úr Þingvallasveit og tengist birkinu og bláma vatnsins. Bláskógabyggð byggir mikið á ferðaþjónustu og garðyrkju. Íbúum sveitarfélagsins er alltaf að fjölga. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Það eru líkur á því að það muni halda áfram að fjölga því það er talsvert mikið af íbúðum í byggingu og það er mikil eftirspurn eftir lóðum. Við höfum varla náð að anna henni, t.d. í Reykholti og það er líka aukinn áhugi á að byggja á Laugarvatni,“ segir Ásta. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Aðsend Hvernig skýrir þú þennan áhuga fólks? „Ég held að fólk trúi því bara og treysti að þetta sé áhugavert og gott svæði til búsetu og atvinnurekstrar. Það hefur verið uppbygging í atvinnulífinu, bæði innan ferðaþjónustunnar þrátt fyrir Covid og líka í garðyrkjunni. Í fyrra var byggt mikið af nýjum gróðurhúsum og það tekur til sín starfsfólk og það er alltaf verið að huga að einhverju nýju. Ég held að það sé bara bjartsýni á framtíð þessa svæðis,“ segir Ásta. Mjög öflug ferðaþjónusta er í Bláskógabyggð með allskonar þjónustu og afþreyingu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag eru íbúar Bláskógabyggðar um 1160. Næg atvinna er fyrir alla en þar munar m.a. mikið um öflugar garðyrkjustöðvar í sveitarfélaginu. „Íbúum á Laugarvatni, þeim er t.d. að fjölga mikið, eru nú komnir yfir 200. Þeir hafa lengið verið um 190 en núna held ég að þeir séu orðnir 206 samkvæmt síðustu talningu,“ segir Ásta sveitarstjóri. Reykholt er vinsæll staður til búsettur og þar er vagga garðyrkjunnar í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Garðyrkja Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Biggi ekki lengur lögga Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Sjá meira
Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag 9. júní 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga, Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. Nafn sveitarfélagsins var fengið að láni úr Þingvallasveit og tengist birkinu og bláma vatnsins. Bláskógabyggð byggir mikið á ferðaþjónustu og garðyrkju. Íbúum sveitarfélagsins er alltaf að fjölga. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Það eru líkur á því að það muni halda áfram að fjölga því það er talsvert mikið af íbúðum í byggingu og það er mikil eftirspurn eftir lóðum. Við höfum varla náð að anna henni, t.d. í Reykholti og það er líka aukinn áhugi á að byggja á Laugarvatni,“ segir Ásta. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Aðsend Hvernig skýrir þú þennan áhuga fólks? „Ég held að fólk trúi því bara og treysti að þetta sé áhugavert og gott svæði til búsetu og atvinnurekstrar. Það hefur verið uppbygging í atvinnulífinu, bæði innan ferðaþjónustunnar þrátt fyrir Covid og líka í garðyrkjunni. Í fyrra var byggt mikið af nýjum gróðurhúsum og það tekur til sín starfsfólk og það er alltaf verið að huga að einhverju nýju. Ég held að það sé bara bjartsýni á framtíð þessa svæðis,“ segir Ásta. Mjög öflug ferðaþjónusta er í Bláskógabyggð með allskonar þjónustu og afþreyingu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag eru íbúar Bláskógabyggðar um 1160. Næg atvinna er fyrir alla en þar munar m.a. mikið um öflugar garðyrkjustöðvar í sveitarfélaginu. „Íbúum á Laugarvatni, þeim er t.d. að fjölga mikið, eru nú komnir yfir 200. Þeir hafa lengið verið um 190 en núna held ég að þeir séu orðnir 206 samkvæmt síðustu talningu,“ segir Ásta sveitarstjóri. Reykholt er vinsæll staður til búsettur og þar er vagga garðyrkjunnar í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Garðyrkja Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Biggi ekki lengur lögga Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Sjá meira