Byggt og byggt á Kirkjubæjarklaustri Átta nýjar íbúðir eru nú í byggingu á Kirkjubæjarklaustri enda mikil vöntun á húsnæði á staðnum. 11.10.2023 20:31
Verða stundum pirraðar á hvor annarri í Vestmannaeyjum Mjaltrasysturnar Litla Hvít og Litla Grá í Vestmannaeyjum þurfa ekki að kvarta undan svengd því þær fá 60 kíló af fisk á hverjum degi. Þær eru orðnar 15 ára og leika við hvern sinn fingur í Vestmannaeyjum þó þær verði stundum pirraðar á hvor annarri. 9.10.2023 20:31
Ástarlífið blómstrar í Fjallabyggð Íbúum í Fjallabyggð fjölgar og fjölgar enda segir bæjarstjórinn að ástarlífið blómstri í sveitarfélaginu. Þá er verið að byggja mikið af nýju húsnæði í Fjallabyggð eins og á Siglufirði og í Ólafsfirði. 8.10.2023 13:30
Fitubjúgur fær litla athygli hér á land Fitubjúgur er sjúkdómur, sem fær litla athygli hér á landi á sama tíma og tíðni hans er um 11 prósent í löndunum í kringum okkur en hann leggst aðallega á konur. Geitabóndi í Borgarfirði hefur þurft að fara í tvær aðgerðir á sjúkrahúsi í Svíþjóð til að láta „tappa“ af sér 23 kílóum af fitu og er á leiðinni í þriðju ferðina. 7.10.2023 20:06
Risa bjórhátíð í Hveragerði um helgina Þrjátíu og tvö brugghús af öllu landinu taka þátt í Bjórhátíð Ölverks í Hveragerði um helgina, sem fer fram í gömlu heitu ylræktargróðurhúsi í bæjarfélaginu. 7.10.2023 13:30
Áheitaganga með hátalara og rusl í sjúkrabörum Þeir voru einstaklega duglegir unglingarnir í Björgunarsveit Biskupstungna í gær þegar þau tóku þátt í áheitagöngu frá Reykholti í Bláskógabyggð á Borg í Grímsnesi. 7.10.2023 08:31
Crossfitæði á Snæfellsnesi Crossfitæði hefur gripið um sig í Snæfellsbæ en ungar konur á staðnum setti upp stöð á Rifi, sem hefur algjörlega slegið í gegn. Vinsælast er þegar æfingarnar fara fram við bryggju staðarins með bátana og sjóinn við hlið líkamsræktartækjanna. 4.10.2023 20:31
Perlumöl frá Austfjörðum slær í gegn í Ameríku Perlumöl frá Austfjörðum hefur slegið í gegn í Arisona í Bandaríkjunum þar sem hún er notuð í klæðningar í sundlaugar. Efnið, um tuttugu þúsund tonn er flutt sjóleiðina úr landi Horns í Hornafirði. 4.10.2023 10:30
Skóreimum stolið á Höfn í Hornafirði Heimamenn á Höfn í Hornafirði kippa sér ekkert upp við öll stígvélin og skóna sem íbúi á staðnum er með sýnis á steinvegg við garð sinn en ferðamenn, sem sækja staðinn heim verða alltaf jafn hissa og mynda stígvélin og skóna í gríð og erg. Reimunum er þó oft stolið. 2.10.2023 20:05
Nýtt 200 manna hverfi verður byggt í Flóahreppi Framkvæmdir eru nú að hefjast við nýja tvö hundruð manna íbúabyggð í Flóahreppi með 65 íbúðalóðum þar sem hver lóð er um einn hektari að stærð. Sveitarstjóri Flóahrepps segir verkefnið mjög spennandi fyrir lítið sveitarfélag. 1.10.2023 20:05