Hjólastólavinir leigðu sér þyrlu til að hitta mótorhjólavini sína Tveir vinir í hjólastólum, sem báðir slösuðust í sitt hvoru slysinu á mótorhjólum í byrjun sumars komu vinum sínum í BMW mótorhjólaklúbbnum heldur betur á óvart í gærkvöldi þegar þeir mættu á þyrlu í Galtalækjarskóg til að taka þátt í veislu klúbbsins. 20.8.2023 21:00
Hrútar þuklaðir á Íslandsmeistaramóti í hrútadómum Það verður mikið um þukl á Sauðfjársetrinu á Ströndum í dag því þar fer fram árlegt Íslandsmót þar sem hrútar eru þuklaðir í bak og fyrir. Þá verða nokkur úrvals líflömb frá bændum á Ströndum og í Reykhólasveit í vinning í happdrætti dagsins. 20.8.2023 12:31
Lundi með gigt í Vestmannaeyjum Lundi í Vestmannaeyjum, sem heitir Karen er nú í sérstakri meðferð því hún er með gigt og líður oft illa vegna þess. Á milli verkja fær hún að fara í dagdvöl með hinum lundunum en hún er einstaklega klár að synda. 19.8.2023 20:30
Beint frá býli bændur bjóða landsmönnum heim Bændur á sex stöðum á landinu ætla að bjóða landsmönnum í heimsókn til sín á morgun en þá er “Beint frá býli dagurinn” í tilefni af fimmtán ára afmæli samtakanna. Afmæliskaka, kaffi og djús verður í boði á öllum stöðunum, auk þess sem bændur og búalið munu kynna og selja vörur sínar. 19.8.2023 13:31
Amalía Ósk keppir í Sádi-Arabíu á heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum Þrjár konur frá Íslandi eru nú að undirbúa sig að fara til Saudi Arabíu þar sem þær munu keppa á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum fyrir íslenska landsliðið. 19.8.2023 07:31
Apinn Bóbó heiðursgestur í Hveragerði um helgina Það var mikill fögnuður í Hveragerði í dag þegar apinn Bóbó kom með sendibíl úr Reykjavík til að taka þátt í bæjarhátíðinni “Blómastrandi dagar” um helgina. Hér erum við að tala um arftaka apa, sem margir muna eftir úr Eden. 18.8.2023 20:29
Búa hæstu tvíburar heims í Hveragerði? Þúsundir tvíbura alls staðar úr heiminum hittust nýlega á sérstakri tvíburahátíð í Bandaríkjunum, meðal annars tvennir tvíburar úr Hveragerði. Þau segja frábært að hitta aðra tvíbura og geta deilt með þeim reynslu sinni af tvíburalífinu. 17.8.2023 20:06
Glæsilegur fornbíll og fornhjólhýsi í Keflavík Eigendur fornbíls í Keflavík vekja alls staðar mikla athygli þar sem þau eru á ferðinni, ekki síst þegar hjólhýsið er aftan í bílnum en það er 58 ára gamalt. „Það eru allir símar á lofti,“ segir eigandinn. 15.8.2023 20:07
Fallegasta gatan í Árborg er Suðurengi á Selfossi Íbúar í Suðurengi á Selfossi þurfa ekki að skammast sín fyrir götuna sína því hún var um helgina valin fallegasta gatan í Sveitarfélaginu Árborg. Elsti og yngsti íbúi götunnar afhjúpuðu sérstakt skilti þess efnis. 13.8.2023 20:06
Vaskar konur safna fyrir endurbótum á Riishúsinu á Borðeyri Vaskur hópur kvenna hefur rekið kaffihús og markað í Riishúsinu á Borðeyri við Hrútafjörð á Ströndum í sumar og safna með því fé til reksturs og endurbyggingar hússins. Í dag búa aðeins tíu íbúar á Borðeyri. 12.8.2023 20:31