Dimma gæðir sér á pönnuköku úr munni eiganda síns Pönnukökur eru í mestu uppáhaldi hjá Dimmu, sem er taminn hrafn, sem býr í Heiðmörk í Reykjavík. Dimma er ánægðust þegar eigandinn heldur á henni og biður hana að gera ýmsar æfingar. Á heimilinu er líka risa hundur, sem heitir Rjúpa. 11.6.2023 20:31
Ölgerðin vinnur að því að fá vottun sem hinsegin vænn vinnustaður Forstjóri Ölgerðarinnar er stoltur af því að fyrirtækið sé það fyrsta hér á landi, sem vinnur að því að fá vottun sem hinsegin vænn vinnustaður. 11.6.2023 13:32
Fyrsti leiðsöguhundurinn á Selfossi Fyrsti blindrahundurinn á Selfossi er nú komin til starfa en það er hún Hilda, sem er labrador og fjórtándi leiðsöguhundurinn á Íslandi. Hilda þarf að læra tuttugu og sex skipanir hjá notenda sínum. Fullþjálfaður leiðsöguhundur kostar um sex milljónir króna. 10.6.2023 20:31
Horfa þurfti á stöðu íslenskra kjúklingabænda Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segist skilja vel þá miklum umræðu, sem hefur átt sér stað á Alþingi síðustu daga og víða í þjóðfélaginu um kjúklingabringurnar frá Úkraínu. Hún segir að það hafi þurft að horfa á stöðu kjúklingabænda hér á landi gagnvart innflutningi. 10.6.2023 13:32
Þriggja ára fiðlusnillingur á Fiðlufjöri á Hvolsvelli Þriggja ára upprennandi fiðlusnillingur er nú staddur á Hvolsvelli á „Fiðlufjöri“, sem er nokkurra daga námskeið fyrir börn og unglinga af öllu landinu í fiðluleik. 8.6.2023 20:31
Ala upp hrafnsunga sem elskar kattamat Það er mikil hamingja á heimili í Árborg eftir að fjölskyldan bjargaði hrafnsunga eftir að laupurinn, sem hann var í fauk úr tré í miklu roki. Unginn hefur það gott innan um hænurnar á heimilinu en stefnt er að því að sleppa honum um leið og hann verður fleygur. 6.6.2023 21:04
Að vera sauðfjárbóndi er best í heimi Íslensku sauðkindinni er gert hátt undir höfði á eina Sauðfjársetri landsins, sem er í Sævangi við Steingrímsfjörð. Sauðfjárbóndi á Suðurlandi segir það að vera fjárbóndi sé það er bara best í heimi. Magnús Hlynur fræddi okkur um allt það helsta um sauðfjárrækt og stemminguna í kringum kindurnar í þætti sínum „Mig langar að vita“ á Stöð 2 í kvöld. 5.6.2023 20:31
Með 40 þúsund kjúklinga í ræktun í Flóanum „Það er bara að sofa, drekka, borða og leika sér“, segir kjúklingabóndi í Flóahreppi, sem lýsir áhyggjulausi lífi kjúklinga á bænum, sem fá bara að lifa í fimm vikur. Velferð fuglanna er alltaf númer eitt, tvö og þrjú á búinu á þessum stutta líftíma þeirra. 4.6.2023 20:06
Silver Cross barnavagnar til sýnis á Skagaströnd Þrettán Silver Cross barnavagnar eru nú til sýnis á Skagaströnd en kona á staðnum hefur safnað vögnunum saman og skrifað sögu hvers og eins. Hún segir glæsileikann verða merkilegast við Silver Cross vagna. 4.6.2023 12:31
Alþjóðleg drengjakórahátíð á Íslandi í fyrsta sinn Þessa dagana fer alþjóðlega drengjakórahátíðin „The Boys are Singing“ fram á Íslandi í fyrsta sinn. Á hátíðinni tekur Drengjakór Reykjavíkur á móti „Sofia Boys Choir“ frá Búlgaríu sem er meðal virtustu drengjakóra Evrópu. Drengjakór Reykjavíkur skipa um 20 drengir á aldrinum 8-15 ára sem syngja fjölbreytta tónlist af ýmsum toga, trúarlega og veraldlega, gamla og nýja. 3.6.2023 12:04