Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sundhöll Selfoss verður lokuð um helgina

Selfyssingar eru hálf súrir þessa dagana því þeir komast ekki í sund. Ástæðan er skortur á heitu vatni eftir að eldur kom upp í rafmagnsskáp, sem varð til þess að ein öflugasta heitavatns holan Selfossveitna datt út .

Mikið fjör á litlu jólunum á Sólheimum

Það var kátt á hjalla á Sólheimum í Grímsnesi í gær því þá voru litlu jólin haldin í sextugasta og fimmta sinn á vegum Lionsklúbbsins Ægis. Bjúgnakrækir mætti á svæðið og Ómar Ragnarsson skemmti íbúum staðarins.

Appelsínugulir fánar gegn ofbeldi

Víða um land má sjá þessa dagana appelsínugula fána blakta við hún á fánastöngum. En það eru ekki allir, sem átta sig á þessum fánum og hver tilgangurinn með þeim er.

Segir mikla á­nægju með heima­stjórnirnar í Múla­þingi

Forseti sveitarstjórnar Múlaþings segir að hinar svokölluðu heimastjórnir sveitarfélagsins hafa reynst einstaklega vel frá því að þeim var komið á fót. Þær eru nefndir í fjórum byggðakjörnum innan sveitarfélagsins og er markmið þeirra að tryggja áhrif og aðkomu heimamanna á hverjum stað að ýmsum ákvörðunum sveitarfélagsins, sem snúa að þeirra nærumhverfi.

“Kakókot” í Grunnskólanum á Hellu

Sá skemmtilegur siður hefur skapast í Grunnskólanum á Hellu að öllum nemendum er boðið í “Kakókot” á aðventunni þar sem krakkarnir fá heitt kakó og piparkökur. Þau launa svo boðið með fallegum jólasöng.

Efins um sameiningu Skógræktar og Landgræðslu í eina stofnun

Nýjar höfuðstöðvar Skógræktar- og landgræðslu gætu átt heima á Egilsstöðum, Selfossi, Gunnarsholti eða á Akureyri. Þetta segir skógræktarstjóri, sem situr á Egilsstöðum en Landgræðslustjóri er í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Stofnanirnar verða formlega sameinaðar um áramótin 2023 til 2024.

Mikil tilhlökkun er fyrir nýja veginum um Hornafjörð

Mikil spenna og tilhlökkun er á meðal heimamanna í Hornafirði og næsta nágrenni yfir nýjum vegi á hringveginum um Hornafjörð og nýjum fjórum tvíbreiðum brúm, sem verða byggðar þar, meðal annars yfir Hornafjarðafljót. Þegar framkvæmdum verður lokið mun hringvegurinn styttast um 12 kílómetra.

Móttaka flóttamanna á Austurlandi gengur einstaklega vel

Flóttamönnum frá Úkraínu, sem búa nú á Eiðum býðst nú allskonar atvinna á Austurlandi. Forseti sveitarstjórnar Múlaþings vonar að fólkið verði ekki lengi á Eiðum, heldur komi inn í samfélagið, sem fyrst, hvort sem það er í Múlaþingi eða Fjarðabyggð.

Sjá meira