Ganverskur rappari stefnir Drake Rapparanum Drake hefur verið stefnt af ganverska rapparanum Obrafour vegna brota á höfundarétti. Obrafour segir Drake hafa notað lag sitt Ohene Remix ófrjálsri hendi þegar hann samdi smellinn Calling My Name. Obrafour krefst tíu milljóna Bandaríkjadala vegna málsins. 20.4.2023 10:15
Leiðrétta ofteknar innheimtuþóknanir vegna vangoldinna meðlagskrafa Innheimtustofnun sveitarfélaga mun leiðrétta ofteknar innheimtuþóknanir vegna vangoldinna meðlagskrafna sem stofnunin innheimti frá nóvember 2018 til desembers 2021. Leiðréttingarnar eru alls 906 og nemur heildarupphæð endurgreiðslna um 70 milljónum króna. 19.4.2023 23:37
Dönsuðu í sex klukkutíma til að safna fyrir vatnsdælum Nemendur á miðstigi í Fossvogsskóla dönsuðu í sex klukkustundir til að safna fyrir vatnsdælum hjá Unicef. Börnin ætluðu upphaflega að safna fyrir þremur dælum en þau hafa nú safnað þrefalt hærri upphæð en þau ætluðu sér og það bætist enn í. 19.4.2023 23:18
Árdís Björk nýr framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi Árdís Björk Ármannsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Hún hefur undanfarin ár verið yfirlæknir og sinnt stjórnun við Södra Älvsborgs Sjukhus í Borås í Svíþjóð. Hún tekur við af Stefáni Yngvasyni sem sagði upp störfum að eigin ósk. 19.4.2023 21:26
TikTok bregst við Benadryl-áskorun eftir andlát drengs Samfélagsmiðillinn TikTok hefur gefið út tilkynningu um hina svokölluðu Benadryl-áskorun í kjölfar andláts drengs í Ohio sem hafði tekið þátt í áskoruninni á forritinu. Áskorunin gekk út á það að innbyrða óhóflegt magn af ofnæmislyfinu Benadryl en TikTok hefur nú lokað fyrir mögulega leit notenda að áskoruninni. 19.4.2023 21:04
Notendur geta talað íslensku við gervigreindina Gestir og gangandi geta rabbað við gervigreindarforritið Emblu á íslensku á opnu húsi í Eddu, Húsi íslenskunnar, á sumardaginn fyrsta á morgun. Í viku frá og með morgundeginum geta notendur Emblu síðan spjallað ókeypis við gervigreindina GPT-4. 19.4.2023 19:13
Kendall Jenner og Bad Bunny keluðu á Coachella Fyrirsætan Kendall Jenner og tónlistarmaðurinn Bad Bunny virðast vera ástfangin upp fyrir haus ef marka má myndir og myndbönd af parinu frá tónlistarhátíðinni Coachella um helgina. Þar mátti sjá parið faðmast og vanga við tónlist Frank Ocean. 19.4.2023 18:13
Hús íslenskunnar heitir Edda Hús íslenskunnar, nýtt húsnæði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands, hefur fengið nafnið Edda. Nafnið var afhjúpað við hátíðlega athöfn í dag. Alls bárust rúmlega þrjú þúsund tillögur í nafnasamkeppni um húsið sem hefur verið í byggingu frá 2019. 19.4.2023 17:23
„Þetta er komið gott og það eru allir á því“ Allt fé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði var skorið niður í dag en hins vegar gekk illa að finna stað og verktaka til að urða hræin. Troðið var út að dyrum á upplýsingafundi um fjárskurðinn sem var haldinn á Laugarbakka. Meðal fundargesta voru kjörnir fulltrúar og ríkti þar mikil samstaða. Formaður Félags sauðfjárbænda í Húnaþingi Vestra segir komið nóg af núgildandi verkferlum. 19.4.2023 00:29
Vanvirðing stuðningsmanna hafi áhrif á óhörðnuð börn Stuðningsmenn Skallagríms tóku upp dagblöð og þóttust ekki vera að fylgjast með þegar leikmenn Hamars gengu inn á völlinn fyrir leik liðsins við Skallagrím í úrslitakeppni fyrstu deildar í körfubolta. Áhorfandi á leiknum vakti athygli á gjörningnum í Facebook-færslu sem hefur þegar verið deilt 345 sinnum. 18.4.2023 21:36
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið