„Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams og Dýrfinna Benita Basalan standa fyrir sýningunni „Afbygging/Deconstruction“ sem opnar í dag í Gallery Port. Þau eru bæði þekktari fyrir umsvif sín í íslensku tónlistarlífi en leiða hér saman hesta sína í blýantsteiknaðri afbyggingu á borgarlandslaginu. 5.10.2024 11:03
Kertavaka til minningar um konur sem hafa dáið vegna kynbundins ofbeldis Félagasamtökin Öfgar og Hagsmunasamtök brotaþola boða til kertavöku 9. október næstkomandi til minningar um konur sem hafa látið lífið vegna afleiðinga kynbundins ofbeldis. 4.10.2024 23:47
Munu hlýða kröfu landsfundar verði tillaga um stjórnarslit samþykkt Varaformannsefnin tvö í Vinstri grænum eru sammála um að verði tillaga um stjórnarslit samþykkt á landsfundi flokksins geti nýkjörin forysta ekki annað en slitið stjórnarsamstarfinu. 4.10.2024 23:13
Munu ekki láta af herferð vegna launaþjófnaðarins Starfsfólk veitingastaðarins Ítalíu gekk í dag inn á skrifstofur Eflingar, til að krefjast þess að stéttarfélagið léti af aðgerðum sínum í garð staðarins. Formaður Eflingar segir af og frá að látið verði af aðgerðum vegna launaþjófnaðar, sem eigandi Ítalíu segir ekki eiga stoð í raunveruleikanum. 4.10.2024 21:16
Áslaug Arna fór í meðferð til að vinna bug á köngulóafælni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fór í köngulóafælnimeðferð sem virðist hafa borið árangur. 4.10.2024 20:05
Ákveðinn hópur hafi unnið að niðurstöðunni undir yfirborðinu Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, felldi Þórarin Eyfjörð, formann Sameykis, í kjöri um 1. varaformann BSRB á þingi bandalagsins í dag. Þórarinn heldur að ákveðnir þingfulltrúar hafi unnið að niðurstöðunni undir yfirborðinu. 4.10.2024 19:20
Fimm bíla árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra bíla og eins strætisvagns árekstur varð á Vesturlandsvegi við Orkuna um fimmleytið í dag. 4.10.2024 17:49
Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Ingu Sæland er tíðrætt á Alþingi um froðu sem flæðir „um allar koppagrundir“ en hún er þó ekki ein um koppagrundirnar og nota nokkrir aðrir þingmenn orðið óspart. Þeir tveir sem nota orðið langmest hafa báðir alist upp eða búið í áratugi á Ólafsfirði. En hvað eru koppagrundir? 1.10.2024 07:03
Umdeild sameining sánuklefa: „Mér finnst allir vera óánægðir með þetta“ Vesturbæingar eru margir ósáttir með sameiningu sánuklefa karla og kvenna í Vesturbæjarlauginni. Einhverjar segja að verið sé að fæla fastagesti í burtu. Aðrir telja breytinguna til bóta í ljósi þess að innrauð sána komi í stað gömlu karlasánunnar. 1.10.2024 00:21
Ísraelsher ræðst inn í Líbanon Ísraelsher hefur sent hermenn inn í Líbanon og lokað þar af ýmis svæði. Herinn segir áhlaupin beinast gegn hernaðarmannvirkjum Hezbollah í nokkrum þorpum nærri landamærunum. 30.9.2024 23:28
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent