Ekki hættulaust á gosstöðvunum Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að líkt og gosin árin 2021 og 2022 sé um að ræða lítið og frekar máttlaust gos. Ljóst er þó að það sé alls ekki hættulaust að vera á gosstöðvunum, þrátt fyrir stærð eldgossins. 10.7.2023 20:03
Atvinnumenn í kappáti kljást við íslenska hamborgara Þau Randy Santel og Katina Dejarnett eru þessa stundina stödd á Íslandi en þau eru bæði atvinnumenn í kappáti. Í dag tóku þau mataráskorun á Gastrotruck í Mathöll Granda en á þriðjudaginn er stefnan sett á hamborgarastaðinn 2 Guys. 9.7.2023 19:51
Kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu Um fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti. Skjálftavirknin hefur þó róast seinnipartinn. Nýjustu gögn benda til þess að kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu. 9.7.2023 16:58
Amy Poehler birtir myndband frá Íslandi Svo virðist vera sem bandaríska leikkonan og grínistinn Amy Poehler sé stödd á Íslandi. Í myndbandi sem leikkonan birtir á samfélagsmiðlinum TikTok sýnir hún frá helstu ferðamannastöðum Íslands en þó ekki sjálfa sig. 9.7.2023 16:20
Klæddu sig upp fyrir lokatónleika Elton John Lokatónleikarnir í kveðjutónleikaröð tónlistarmannsins Elton John fóru fram í Stokkhólmi í gær. Tónleikaröðin hófst árið 2018 og er ein sú söluhæsta í sögunni. Íslensk hjón sem mættu á tónleikana í gær segja að þeir hafi verið frábærir. 9.7.2023 15:03
Nokkuð kröftugir skjálftar og verið að skoða tvo möguleika Nokkuð kröftugir skjálftar mældust í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að verið sé að velta upp tveimur möguleikum í stöðunni. Þá er varað við grjóthruni á skjálftasvæðinu. 9.7.2023 12:14
Skólastjóri og fleira starfsfólk hætt vegna myglu Skólastjóri Laugarnesskóla greinir frá því í tölvupósti til foreldra barna í skólanum að hún þurfi að stíga til hliðar sökum ástandsins á húsnæði skólans. Aðstoðarskólastjóri skólans segir að fleira starfsfólk hafi þurft að grípa til sömu ráða vegna húsnæðisins. Viðgerðir taki of langan tíma. 9.7.2023 10:58
Staðan á Reykjanesi eftir daginn í dag Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Ísland segir að staðan á Reykjanesinu sé ennþá óbreytt frá því fyrr í kvöld. Nokkuð kröftugur jarðskjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag en ennþá er ekki byrjað að gjósa. 9.7.2023 00:00
„Fyrsta hugsun hjá mér var að nú væri komið stríð“ Tveir Vestmanneyingar sem upplifðu gosið í Heimaey árið 1973 minnast þess hvernig það var í nýju myndbandi 66° Norður. 8.7.2023 23:17
Rúta festist í miðri á Rúta með um það bil tuttugu ferðamönnum festist í vaði ár á hálendinu í kvöld. Svo virðist vera sem rútan hafi bilað í miðri ánni. Hvorki tókst koma rútunni í gang né að losa hana úr ánni. 8.7.2023 21:10