Staðan á Reykjanesi eftir daginn í dag Máni Snær Þorláksson skrifar 9. júlí 2023 00:00 Jarðskjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan 18 átti upptök sín vestan við Kleifarvatn. Vísir/Arnar Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Ísland segir að staðan á Reykjanesinu sé ennþá óbreytt frá því fyrr í kvöld. Nokkuð kröftugur jarðskjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag en ennþá er ekki byrjað að gjósa. Greint var frá því í hádeginu í dag að ný GPS gögn bendi til þess að kvikan á Reykjanesi sé aðeins á kílómetra dýpi eða jafnvel minna. Um eftirmiðdaginn var lítið sem ekkert að frétta af stöðu kvikunnar og staðan nokkuð óbreytt. „Í rauninni er staðan bara sú að kvikan virðist að öllum líkindum vera mjög grunnt og það er eiginlega ekki hægt að segja neitt meira eða nákvæmara heldur en það. Svo er bara að bíða og sjá hvort hún nái að brjótast upp þennan síðasta áfanga eða ekki,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Það dró svo til tíðinda um klukkustund síðar þegar jarðskjálfti að stærð 4,5 reið yfir. Sá skjálfti átti upptök sín rétt vestan við Kleifarvatn. Talið er að það hafi verið um svokallaðan gikkskjálfta að ræða en slíkir skjálftar verða vegna spennubreytinga á svæðinu. Eina leiðin að bíða og sjá hvað gerist Síðan sá skjálfti reið yfir hefur staðan þó verið nokkuð róleg. „Það er ekkert akkúrat núna virðist vera. Það virðist allt vera bara eins. Sjáum ekkert þannig á mælunum hjá okkur eða á vefmyndavélum,“ segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í samtali við RÚV fyrr í kvöld að hann haldi að það sé frekar stutt í gos. Það sagði hann vera vegna þéttra smáskjálfta sem hafa átt sér stað í dag. „Það eru alls konar undanfarar og svona þyrping smáskjálfta er eitt af því. Það kom smá svoleiðis í dag en það kom ekki gos strax í kjölfarið,“ segir Böðvar í tengslum við smáskjálftana. Nú þurfi bara að halda áfram að bíða og sjá hvað gerist. „Það er eiginlega eina leiðin.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Tengdar fréttir Voru stödd við upptök skjálftans: „Höfum aldrei upplifað annað eins“ Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag. Skjálftinn átti upptök sín vestan við Kleifarvatn. Hjón sem voru stödd við vatnið þegar skjálftinn kom segjast aldrei hafa upplifað annað eins. 8. júlí 2023 20:17 Bein útsending: Skjálftasvæðið á Reykjanesi Vísir hefur sett af stað beint streymi af svæðinu í Meradölum þar sem talið er líklegt er að eldgos geti hafist. 6. júlí 2023 16:42 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Greint var frá því í hádeginu í dag að ný GPS gögn bendi til þess að kvikan á Reykjanesi sé aðeins á kílómetra dýpi eða jafnvel minna. Um eftirmiðdaginn var lítið sem ekkert að frétta af stöðu kvikunnar og staðan nokkuð óbreytt. „Í rauninni er staðan bara sú að kvikan virðist að öllum líkindum vera mjög grunnt og það er eiginlega ekki hægt að segja neitt meira eða nákvæmara heldur en það. Svo er bara að bíða og sjá hvort hún nái að brjótast upp þennan síðasta áfanga eða ekki,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Það dró svo til tíðinda um klukkustund síðar þegar jarðskjálfti að stærð 4,5 reið yfir. Sá skjálfti átti upptök sín rétt vestan við Kleifarvatn. Talið er að það hafi verið um svokallaðan gikkskjálfta að ræða en slíkir skjálftar verða vegna spennubreytinga á svæðinu. Eina leiðin að bíða og sjá hvað gerist Síðan sá skjálfti reið yfir hefur staðan þó verið nokkuð róleg. „Það er ekkert akkúrat núna virðist vera. Það virðist allt vera bara eins. Sjáum ekkert þannig á mælunum hjá okkur eða á vefmyndavélum,“ segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í samtali við RÚV fyrr í kvöld að hann haldi að það sé frekar stutt í gos. Það sagði hann vera vegna þéttra smáskjálfta sem hafa átt sér stað í dag. „Það eru alls konar undanfarar og svona þyrping smáskjálfta er eitt af því. Það kom smá svoleiðis í dag en það kom ekki gos strax í kjölfarið,“ segir Böðvar í tengslum við smáskjálftana. Nú þurfi bara að halda áfram að bíða og sjá hvað gerist. „Það er eiginlega eina leiðin.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Tengdar fréttir Voru stödd við upptök skjálftans: „Höfum aldrei upplifað annað eins“ Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag. Skjálftinn átti upptök sín vestan við Kleifarvatn. Hjón sem voru stödd við vatnið þegar skjálftinn kom segjast aldrei hafa upplifað annað eins. 8. júlí 2023 20:17 Bein útsending: Skjálftasvæðið á Reykjanesi Vísir hefur sett af stað beint streymi af svæðinu í Meradölum þar sem talið er líklegt er að eldgos geti hafist. 6. júlí 2023 16:42 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Voru stödd við upptök skjálftans: „Höfum aldrei upplifað annað eins“ Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag. Skjálftinn átti upptök sín vestan við Kleifarvatn. Hjón sem voru stödd við vatnið þegar skjálftinn kom segjast aldrei hafa upplifað annað eins. 8. júlí 2023 20:17
Bein útsending: Skjálftasvæðið á Reykjanesi Vísir hefur sett af stað beint streymi af svæðinu í Meradölum þar sem talið er líklegt er að eldgos geti hafist. 6. júlí 2023 16:42