„Þá sprakk bara veggurinn“ Kona sem var inni á veitingastaðnum Pure Deli í Ögurhvarfi í Kópavogi í kvöld þegar eldur kom upp segir litlu hafa munað að stórslys yrði þegar veggur veitingastaðarins sprakk að hluta til. Eldurinn kom upp í húsnæði Zo-On, við hlið Pure Deli. 11.9.2023 21:14
Mikill eldsmatur á fatalagernum þar sem eldurinn kom upp Slökkvilið telur að eldurinn sem kom upp í Urðarhvarfi í Kópavogi hafi átt upptök sín í lager- og verslunarhúsnæði Zo-On. Búið er að slökkva eldinn að mestu en hann hefur blossað nokkrum sinnum upp að nýju, þar sem mikill eldsmatur er inni á lagernum. 11.9.2023 20:11
Unglingur sniffaði gashylki allt að fimmtán sinnum á dag Dæmi eru um að börn á grunnskólaaldri sniffi gashylki úr svitalyktareyðum í þeim tilgangi að komast í vímu. Faraldur af þeim toga hefur ríkt á Norðurlöndum. Unglingur hér á landi var svo langt leiddur að hann sniffaði allt að fimmtán sinnum á dag. Afleiðingarnar geta verið afar alvarlegar. 8.9.2023 20:00
Fangar í hungurverkfalli hætt komnir: „Mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma“ Hungurverkföllum fanga hér á landi hefur fjölgað undanfarin ár. Fangelsismálastjóri segir tilfellin nú alvarlegri og sláandi en dæmi eru um að menn hafi orðið mjög alvarlega veikir vegna næringarskorts. 3.9.2023 19:31
Dagbjört tekur við af Helgu Völu: „Ég ætla að láta til mín taka“ Dagbjört Hákonardóttir mun taka við þingmennsku af Helgu Völu Helgadóttur, sem tilkynnti í gær að hún ætli að snúa sér að lögmennsku á ný. Dagbjört, sem að sögn tekur hlutverkinu alvarlega og af auðmýkt, segir það hafa verið átakanlegt að fylgjast með samstarfi ríkisstjórnarflokkana að undanförnu. 3.9.2023 15:43
Fékk ekkert nema jákvæð viðbrögð þegar hún kynnti ákvörðunina Matvælaráðherra segist ekki hafa fengið neitt annað en jákvæð viðbrögð og stuðning frá öðrum ráðherrum þegar hún kynnti ákvörðun sína að aflétta veiðibanni á langreyðum. Ákvörðunin hafði ekki verið rædd innan ríkisstjórnarinnar áður en Svandís kynnti hana. Hún segir ríkisstjórnina hafa skýrt erindi og eðlilegt sé að stuðningur dragist saman eftir því sem árin líða. 3.9.2023 13:41
Töldu í fyrstu að kona væri í húsinu Björgunarsveitir á Suðurnjesjum voru kallaðar út í gærkvöldi þegar varnargarður brast og sjór umlukkti íbúðarhús. Í fyrstu var talið að kona væri föst í húsinu en svo reyndist ekki vera. 3.9.2023 11:53
Óð út í Reynisfjöru með göngugrind Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu. 3.9.2023 10:15
„Það styttist í gos“ Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sérfræðings í jarðskorpuhreyfingum er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. 2.9.2023 16:23
Bakslagið raungerðist í beinni útsendingu Hatursorðræða átti sér stað í beinni útsendingu í símatíma í þættinum Félagsheimilið á Rás 2 í gær. Þáttastjórnendurnir Siggi Gunnars og Friðrik Ómar brugðust skjótt við en Siggi segist sleginn vegna atviksins. Friðrik segir það hafa minnt sig á Klaustursmálið. 2.9.2023 14:51