Jóladagatal Vísis: Gæsahúðarflutningur Jóhönnu Guðrúnar á laginu Vetrarsól Það er óumflýjanleg staðreynd að Jóhanna Guðrún er ein allra færasta söngkona landsins og þótt víðar væri leitað. Hér er hún með gæsahúðarflutning á laginu Vetrarsól á jólatónleikum Fíladelfíu árið 2016. 22.12.2022 07:00
Björgunarsveitir fluttu líffæri, krabbameinssjúkling, ófríska konu og lyf fyrir langveikt barn Mikið hefur mætt á björgunarsveitum landsins síðustu daga vegna óveðurs og ófærðar. Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að frá 17. desember hafi verið skráðar 83 aðgerðir sem 633 félagar björgunarsveita tóku þátt í, frá 63 björgunarsveitum. Meðal verkefna voru líffæraflutningur, flutningur krabbameinssjúklings til læknis og flutningur á lyfjum fyrir langveikt barn. 21.12.2022 13:52
„Dagurinn verður ekki dimmari en í dag en á morgun fer að birta“ Í kvöld, 21. desember fer fram árleg Vetrarsólstöðuganga Píetasamtakanna. Aðstandendur og syrgjendur koma saman og minnast ástvina sinna sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Gangan er tákræn að því leiti að dimmasti dagur ársins er í dag en á morgun fer að birta til. 21.12.2022 11:22
Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. 21.12.2022 09:35
Jóladagatal Vísis: Bríet léttir lundina með prumpulyktarlagi Eftir þunga daga undanfarið teljum við þörf á því að létta lund landans. Lag dagsins í Jóladagatali Vísis er líklega ekki það jólalegasta né hátíðlegasta, en það gleður. Það ætti í það minnsta að gleðja alla í kringum fimm ára aldurinn og vonandi fleiri. 21.12.2022 07:01
Ormsson, Ilva og Heimkaup sektuð fyrir Taxfree auglýsingar Neytendastofa hefur sektað Heimkaup, Ormsson og Ilvu fyrir að tilgreina ekki prósentuhlutfall verðlækkunar þegar fyrirtækin auglýstu taxfree afslátt af vörum sínum. Ormsson var auk þess sektað fyrir að auglýsa sjónvörp á afslætti í lengri tíma en sex vikur þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið seld á tilgreindu fyrra verði. 20.12.2022 16:13
Jóladagatal Vísis: Skítamórall meðal ferðalanga Upp er runninn 20. Desember. Óveðrið síðustu daga hefur líklega ekki farið fram hjá nokkrum landsmanni, en ein af afleiðingum þess var sú að fjölmargir sátu eftir með sárt ennið og komust ekki í flug. Spenntir strandaglópar sem þyrsti í sól og sumaril eiga hug okkar allan og lag dagsins í Jóladagatali Vísis er tileinkað þeim. Við vonum að veðurguðirnir veiti þeim vægð og allir komist á áfangastað. 20.12.2022 07:00
Jóladagatal Vísis: Gamlir og nýir tímar mætast í myndbandi við lag Klöru Þjóðhátíð er landsmönnum mögulega ekki efst í huga korter í jól, en það kom ekki annað til greina en að leyfa einu vinsælasta lagi ársins, Eyjanótt með Klöru Elías, að vera partur af Jóladagatali Vísis. 19.12.2022 07:01
Jóladagatal Vísis: Mugison tekur lagið með sjúskaðan, forláta gítar Mugison á lag dagsins í Jóladagatali Vísis. Lagið sem um ræðir er Kletturinn, sem hann tók á tónleikunum Bylgjan órafmögnuð fyrir rétt rúmu ári. 18.12.2022 07:01
Jóladagatal Vísis: Jólalagið sem allir og amma þeirra elska Lag dagsins í Jóladagatali Vísis er klassískt, fallegt jólalag sem hefur fylgt kynslóðum áratugum saman eða réttara sagt frá árinu 2009.Lagið sem um ræðir er Það snjóar. 17.12.2022 07:01