Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum

Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist í Vatnafjöllum suðaustur af Heklu rétt fyrir klukkan tvö í dag. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst þar frá því í janúar.

Ó­sáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis varð fyrir djúpum vonbrigðum með framkomið fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að skattar verði ekki hækkaðir þá hafi hann komið auga á skattahækkanir upp á 28 milljarða eftir grúsk í frumvarpinu. Þá hefði hann viljað sjá ríkisstjórnina loka fjárlagagatinu.

Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð

Tími stórframkvæmda er hafinn að nýju. Þetta segir forsætisráðherra sem greindi frá nokkrum atriðum nýrrar atvinnustefnu. Ríkisstjórnin hyggst beita sér sérstaklega fyrir svæðisbundnum hagvexti út á landi. Þá verði ráðist í einföldun leyfisveitingaferlis og byggingareglugerðar.

Nálgunarbannið of tor­sótt og mátt­laust án ökklabands

Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins fagnar fyrirætlunum dómsmálaráðherra um að skylda þá sem brjóta gegn nálgunarbanni til að bera ökklaband. Án rafræns eftirlits sé nálgunarbannið allt of máttlaust enda sé ítrekað brotið gegn því. Skjólstæðingar hennar í Kvennaathvarfinu þekki það of vel á eigin skinni.

Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd

Dómsmálaráðherra vill að þeir sem sæta nálgunarbanni beri ökklaband með staðsetningarbúnaði til að tryggja að banninu sé framfylgt. Áform um lagabreytingu þess efnis hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en ráðherrann segir málið forgangsmál og bindur vonir við að það verði orðið að lögum fyrir jól.

Þess sem stýrir rann­sókn að á­kveða lengd símabanns fanga

Sá sem stýrir sakamálarannsókn ræður því hvort og þá hversu lengi gæsluvarðhaldsfangar sæta símabanni. Þetta segir fangelsismálastjóri, almennt um aðgang sakborninga að símum í fangelsum. Þá hafi lögregla heimild til að hlusta á samtölin sem fangar eiga í fangelsissíma þó það sé afar sjaldgæft að það sé gert.

Sjá meira