Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Langvarandi og víðtækt rafmagnsleysi sem hlaust af óveðrinu dagana 11. og 12. desember höfðu mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á landsmenn, sérstaklega á landinu norðanverðu. 13.12.2019 14:17
Aðstæður í Sölvadal „eins krefjandi og erfiðar“ og hugsast getur Hátt í áttatíu manns taka þátt í björgunaraðgerðunum í Sölvadal. 12.12.2019 13:26
Svona eru veðurhorfur framundan á landinu Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hámarki náð hvað verður varðar ef frá er talið Suðausturland þar sem von er á miklum vindi á næstu klukkustundum. 11.12.2019 16:22
Þrjú snjóflóð fundin og væntanlega fleiri fallið Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið undanfarin sólarhring. Líkur séu á því að þau séu fleiri en eigi eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofar til. 11.12.2019 13:46
Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11.12.2019 12:15
Hafa áhyggjur af mjólkurbændum í Svarfaðardal í rafmagnsleysinu Sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar segist hafa mestar áhyggjur af bændum í rafmagnsleysinu. 11.12.2019 12:13
Segir það hafa skipt sköpum að fólk hafi farið að tilmælum viðbragðsaðila "Það sem af er degi hafa björgunarsveitir á landinu öllu sinnt rúmlega tvö hundruð verkefnum og þetta er allt frá því að vera þessi hefðbundnu foktjón, sem er þá fok sérstaklega á klæðningum á húsum, þakplötum og veggklæðningu og svo fok á lausamunum,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu Vísis. 10.12.2019 20:30
Almenningur muni ekki leyfa stjórnmálastéttinni að þagga Samherjamálið niður Á fundinum hyggjast skipuleggjendur halda fyrri kröfum sínum til streitu en mótmælendur krefjast þess að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér, að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda renni í sjóði til almennings. 6.12.2019 18:04
Játaði að hafa hrint sex ára dreng fram af Tate Modern Jonty Bravery, 18 ára táningur sem hrinti sex ára dreng fram af tíundu hæð listasafnsins Tate Modern í Lundúnum í haust, játaði í dag fyrir dómi að vera sekur um tilraun til manndráps. 6.12.2019 16:36
Skotárás í flotastöð í Flórída Tveir létu lífið og nokkrir særðust í skotárás í herstöð bandaríska flughersins í bænum Pensacola í Flórída í Bandaríkjunum á þriðja tímanum í dag. 6.12.2019 14:31