Takist ekki að leysa úr ágreiningi við flugfreyjur þarf að fara með málið fyrir héraðsdóm Skiptastjórar hins fallna WOW Air hafa afgreitt kröfur allra launþegahópa flugfélagsins til Ábyrgðasjóðs launa að flugfreyjum undanskyldum. Takist ekki að leysa úr ágreiningi þeirra á milli þarf að fara með málið til héraðsdóms að sögn Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra og hæstaréttarlögmanns. 6.12.2019 13:19
Gætum lært af Hollendingum í baráttunni við stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum Alþjóðleg ráðstefna um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu hófst í Háskólanum í Reykjavík í morgun en fyrirlestradagskrá verður einnig í boði á morgun. Ráðstefnan hverfist um kynferðisglæpi gegn börnum á veraldarvefnum. 5.12.2019 16:33
Verkfallið muni setja mark sitt á blað morgundagsins Jón Þórisson ritstjóri Fréttablaðsins segir að staðið verði rétt að verkfalli félagsmanna Blaðamannafélags Íslands. 5.12.2019 13:17
Sakar Trudeau um að vera tvöfaldan í roðinu Myndband sem sýnir Boris Johnson, Justin Trudeau, Mark Rutte og Emmanuel Macron gera grín á kostnað Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum í dag. 4.12.2019 14:50
Saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann Benedikt saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann. Nú sé vinnustaðurinn orðinn nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífi. 4.12.2019 12:48
Georgíska fjölskyldan flutt úr landi í morgun Georgísku hjónin, sem eiga barn sem er fætt hér á landi og annað sem er jarðað hér, voru flutt úr landi í morgun. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Útlendingastofnun við fyrirspurn fréttastofu. 4.12.2019 12:05
Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3.12.2019 14:59
Flestar kvartanir lúti að misvísandi framsetningu afsláttar Í ár hafa færri kvartanir hafa borist Neytendastofu vegna Svarta föstudagsins en undanfarin ár en Matthildur Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá neytendaréttarsviði býst þó við að einhverjar kvartanir muni bætast við í tengslum við hinn Stafræna mánudag sem er í dag. Forsvarsmenn Neytendastofu vonast til þess að þetta sé vísbending um færri brot. 2.12.2019 13:10
„Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“ Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, segir mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli bæjaryfirvalda og kennara og stjórnenda við Grunnskóla Seltjarnarness. 2.12.2019 12:30
Dæmdur í sex ára fangelsi fyrir „heiftúðuga og lífshættulega“ tilraun til manndráps Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær Sigurð Sigurðsson í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann var auk þess dæmdur til að greiða brotaþola hátt í tvær milljónir í miska- og skaðabótætur auk þess sem hann var dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. 29.11.2019 22:00