Lést áður en stóri sigurinn vannst í Hæstarétti „Þetta var rosalega erfitt fyrir hana. Hún beið lengi,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands um konu sem lagði Tryggingastofnun ríkisins fyrir öllum dómstigum í deilu um skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót vegna búsetu erlendis. 7.4.2022 12:26
Keflavíkurflugvöllur verði kolefnalaus fyrir 2030 Á aðalfundi ISAVIA var Kristján Þór Júlíusson kjörin stjórnarformaður en hann gegndi embætti sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra til ársins 2021. Nýja stjórn skipa þau Hólmfríður Árnadóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Matthías Páll Imsland og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir. 6.4.2022 12:49
Segir að orðræða XD í orkumálum sé „þreytt og hálfóþolandi“ Á fundi borgarstjórnar í dag var tekist á um orkumál en Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir tillögu sem miðar að því að borgarstjórn álykti um að hvetja Orkuveitu Reykjavíkur til að kanna virkjanamöguleika á starfssvæði OR. Fram undan væru orkuskiptin sem kölluðu á mun meiri raforkuframleiðslu auk þess sem bætt orkuöryggi væri brýnna í ljósi alþjóðamála. 5.4.2022 17:38
Segir ráðherra reyna að stjórna umræðunni Ragna Sigurðardóttir, forseti Ungra jafnaðarmanna, hefur ýmislegt við hegðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, að athuga. Bæði varðandi ummælin sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, en líka hvernig hann hefur kosið að bregðast við eftir að fréttir af atvikinu tóku að spyrjast út. 5.4.2022 14:39
„Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5.4.2022 13:36
Ótækt að innheimtufyrirtæki græði á skuldavanda borgarbúa Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, gagnrýnir harðlega að Reykjavíkurborg noti innheimtufyrirtæki til að innheimta reikninga og gjöld. Það sé ómanneskjuleg aðferð sem auki á vanda fólks í fátækt. 1.4.2022 13:09
„Nú er kominn tími til að hafa aftur gaman“ Snjóbretta-og tónlistarhátíðin AK Extreme er snúin aftur eftir margra ára fjarveru. Hátíðin fer af stað með miklum látum en í dag verður brunkeppni og grillveisla í Hlíðarfjalli og er öllum boðið. 1.4.2022 12:43
Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31.3.2022 17:16
Fjárfestahátíð á Siglufirði kemur Norðurlandi á „nýsköpunarkortið“ Í dag verður haldin fjárfestahátíð á Siglufirði þar sem frumkvöðlar geta kynnt verkefni sín fyrir fjárfestum. Hugmyndin er að skapa vettvang á Norðurlandi til að leiða saman þessa hópa, sýna gróskuna og öll tækifærin á Norðurlandi. 31.3.2022 14:41
Gefa út viðvörun og biðja Þjóðverja um að fara sparlega með gasið Yfirvöld í Þýskalandi hafa gefið út snemmbúna viðvörun vegna mögulegrar skerðingar á afhendingu gass vegna deilu við rússnesk yfirvöld sem vilja fá greitt í rúblum vegna refsiaðgerða Vesturlanda. 30.3.2022 15:47