Dæmi um að foreldrar borgi hátt í milljón fyrir fermingarveislur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. mars 2023 20:59 Fermingarveislur í dag eru orðnar allt of umfangsmiklar og þær kosta of mikið. Þetta segir einstæð móðir sem nú stendur í fermingarundirbúningi. Dæmi séu um að foreldrar hafi borgað hátt í eina milljón króna fyrir fermingarveislu barna sinna. Leiðari blaðakonunnar Birnu Drafnar Jónasdóttur hefur vakið mikla athygli en þar fjallaði hún um svokallaðan fermingarkvíða og umfangsmiklar fermingarveislur samtímans. „Hvað það eru orðnar miklar kröfur á fermingar. Það fermast rosalega mörg börn á Íslandi og þeim fylgir alltaf veisla og þær eru orðnar svo rosalega stórar og börnin farin að miða sig saman, foreldrarnir farnir að miða sig saman og greinilega er fólk sammála um að þetta sé orðið svolítið mikið.“ Birna skráði sig í alla þá Facebookhópa sem hún fann um fermingu til að fá góð ráð en það runnu á hana tvær grímur þegar hún las umræðurnar. „Vegna þess að þar voru allir að tala um hvernig skemmtiatriði þau ætluðu að hafa; hvort þau ætluðu að leigja bingóvél eða krapvél eða hitt og þetta og alls konar skemmtilegt en sumt varð bara svo rosalega mikið. Svo sé ég póst frá einni einstæðri móður sem skrifaði beint út, vá, ég hélt ég væri að koma hingað til að fá ráð en ég fékk bara kvíðahnút í staðinn af því þetta varð svo mikið og líkti þá fermingum við brúðkaup, þetta væri orðið svo stórt að þetta væru bara eins og brúðkaupsveislur.“ Í einum Facebookhópnum var gerð könnun um kostnað við fermingu. „Þar var verið að tala um fjárhæðir upp í heila milljón, flestir voru kannski svona hálf milljón, eitthvað svoleiðis.“ Birna segist eingöngu vilja vekja fólk til umhugsunar - hún hafi ekki skrifað leiðara sinn með það að markmiði að dæma aðra sem gera vel við börnin sín. „En um leið og þetta fer að snúast um það að börnin séu að miða sig saman og stéttaskipting verður svona ótrúlega sýnileg. Þetta er nákvæmlega sama umræðan og kemur upp um hver einustu jól, hvort að sami jólasveinninn komi í öll hús,“ segir Birna. Sum börn fái mandarínur á meðan önnur fái Ipad. Börn og uppeldi Fermingar Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Sárt að bera sig saman við sífellt dýrari fermingar Varaformaður Pepp Ísland, samtaka fólks í fátækt, segir slæmt hversu mikið fermingarveislur kosta í dag. Hún segir að dæmi séu um að veislurnar kosti hálfa milljón þrátt fyrir að fólk reyni að halda kostnaðinum í lágmarki. 29. mars 2023 21:36 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Leiðari blaðakonunnar Birnu Drafnar Jónasdóttur hefur vakið mikla athygli en þar fjallaði hún um svokallaðan fermingarkvíða og umfangsmiklar fermingarveislur samtímans. „Hvað það eru orðnar miklar kröfur á fermingar. Það fermast rosalega mörg börn á Íslandi og þeim fylgir alltaf veisla og þær eru orðnar svo rosalega stórar og börnin farin að miða sig saman, foreldrarnir farnir að miða sig saman og greinilega er fólk sammála um að þetta sé orðið svolítið mikið.“ Birna skráði sig í alla þá Facebookhópa sem hún fann um fermingu til að fá góð ráð en það runnu á hana tvær grímur þegar hún las umræðurnar. „Vegna þess að þar voru allir að tala um hvernig skemmtiatriði þau ætluðu að hafa; hvort þau ætluðu að leigja bingóvél eða krapvél eða hitt og þetta og alls konar skemmtilegt en sumt varð bara svo rosalega mikið. Svo sé ég póst frá einni einstæðri móður sem skrifaði beint út, vá, ég hélt ég væri að koma hingað til að fá ráð en ég fékk bara kvíðahnút í staðinn af því þetta varð svo mikið og líkti þá fermingum við brúðkaup, þetta væri orðið svo stórt að þetta væru bara eins og brúðkaupsveislur.“ Í einum Facebookhópnum var gerð könnun um kostnað við fermingu. „Þar var verið að tala um fjárhæðir upp í heila milljón, flestir voru kannski svona hálf milljón, eitthvað svoleiðis.“ Birna segist eingöngu vilja vekja fólk til umhugsunar - hún hafi ekki skrifað leiðara sinn með það að markmiði að dæma aðra sem gera vel við börnin sín. „En um leið og þetta fer að snúast um það að börnin séu að miða sig saman og stéttaskipting verður svona ótrúlega sýnileg. Þetta er nákvæmlega sama umræðan og kemur upp um hver einustu jól, hvort að sami jólasveinninn komi í öll hús,“ segir Birna. Sum börn fái mandarínur á meðan önnur fái Ipad.
Börn og uppeldi Fermingar Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Sárt að bera sig saman við sífellt dýrari fermingar Varaformaður Pepp Ísland, samtaka fólks í fátækt, segir slæmt hversu mikið fermingarveislur kosta í dag. Hún segir að dæmi séu um að veislurnar kosti hálfa milljón þrátt fyrir að fólk reyni að halda kostnaðinum í lágmarki. 29. mars 2023 21:36 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Sárt að bera sig saman við sífellt dýrari fermingar Varaformaður Pepp Ísland, samtaka fólks í fátækt, segir slæmt hversu mikið fermingarveislur kosta í dag. Hún segir að dæmi séu um að veislurnar kosti hálfa milljón þrátt fyrir að fólk reyni að halda kostnaðinum í lágmarki. 29. mars 2023 21:36