Umsjónarmaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fóru líka upp á eigin­konuna fyrir besta út­sýni landsins

Garpur og félagar fóru í þetta skiptið upp á báða toppa Tindfjalla í Okkar eigið Ísland, toppa sem kenndir eru við hjónin Ýmu og Ými. Í þættinum má sjá stórbrotið útsýni sem Garpur segir besta útsýni sem hann hefur fengið á Íslandi.

Ekki lengur undir sér­stöku eftir­liti

Tónlistarmaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, er ekki lengur undir sérstöku eftirliti, svokallaðri sjálfsvígsvakt. Þetta segir lögmaður tónlistarmannsins sem nú er í haldi lögreglu vestanhafs vegna meintrar skipulagðrar glæpastarfsemar, mansals, mútuþægni og kynferðisbrota.

Úti­lokar ekki að bjóða sig aftur fram

Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segist hafa þykkan skráp og að hún hafi aldrei tekið gagnrýni persónulega þegar hún var í stjórnmálum. Sigríður, sem er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir að það sem gerðist í Covid-faraldrinum megi ekki endurtaka sig, hún segist sjálf hafa verið með „underground“ ræktaraðstöðu á þeim tíma og óttast lögreglu. Þá útilokar hún ekki að bjóða sig aftur fram til þings.

Inga Lind gengin út

Inga Lind Karlsdóttir eigandi Skot Productions er gengin út. Sá heppni heitir Sigurður Viðarsson og er viðskiptamaður.

Lítil tengsl við okkar innri kynveru koma niður á kyn­lífinu

Íris Stefanía Skúladóttir listakona segir allt of marga ekki vera í tengslum við sína innri kynveru hér á landi. Hún segir það mikinn misskilning að það að vera kynferðislegur sé það sama og að hafa náð góðum tengslum við kynveruna.

Mamma byrjuð að undir­búa stúdents­veislu þegar fregn barst af falli

Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segir það hafa verið foreldrum sínum talsvert áfall þegar hann féll á stúdentsprófi í Versló og þá sérstaklega móður hans sem var búin að skipuleggja stúdentsveisluna. Hann segist enn vera spurður að því af stöku leigubílstjóra hvernig honum hafi dottið í hug að ráða eiginkonu sína í vinnu, þrátt fyrir að það hafi alls ekki verið raunin.

Þriðja barnið á leiðinni

Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu og lögfræðingurinn Hólmfríður Björnsdóttir eiga von á sínu þriðja barni. Þau greina frá þessu á samfélagsmiðlum.

Kallaður hinn ís­lenski Forrest Gump af stóra bróður

Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq Minerals, segir að hann hafi lagt lítið á sig í námi allt þar til að hann skráði sig í nám í jarðfræði í Háskóla Íslands. Þar hafi hann fundið fjölina sína en hann átti lengi vel þann draum að verða landsliðsmaður í körfubolta. Sá draumur rann út í sandinn en þar hafði það sín áhrif að Eldur fæddist með klumbufót.

Sjá meira