Boðum um að aðstoða björgunarsveitir rignir yfir aðgerðarstjórn Beiðnum um að koma mat til björgunarsveita rignir yfir aðgerðarstjórn björgunarsveita í Grindavík. Aðgerðarstjórnin hefur því komið á fót sérstöku netfangi þar sem hægt er að láta björgunarsveitir vita ef viðkomandi vill leggja sitt af mörkum. 20.11.2023 19:02
Hættusvæðið í kringum Grindavík stækkað Hættusvæðið í kringum Grindavík vegna jarðhræringa hefur verið verið stækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 20.11.2023 17:20
Verðlaunaljósmyndari gáttaður á takmörkunum við Grindavík Verðlaunaljósmyndarinn Carsten Peter, sem myndað hefur náttúruhamfarir um heim allan, er staddur á Íslandi til að mynda atburðina á Reykjanesskaga. Hann kveðst gáttaður á skorti á upplýsingum frá íslenskum stjórnvöldum og takmörkunum gegn fjölmiðlum en honum hefur ekki verið hleypt inn til Grindavíkur og fær engin svör frá lögreglu. 17.11.2023 16:32
Halli sviptir hulunni af Bláa herberginu: Tekur oftast Elvis í karaokí Haraldur Þorleifsson opnar með formlegum hætti bíósal, hið svokallaða Bláa herbergi, á veitingastaðnum Önnu Jónu á Tryggvagötu í Reykjavík. Þar gefst gestum tækifæri á að halda fund, horfa á kvikmynd eða að fara í karaokí. Sjálfur segist Haraldur mikill karaokí maður. 17.11.2023 14:02
Fyrirtæki sem þiggi stuðning greiði ekki út arð Forsætisráðherra segir að frumvarp um laun til handa Grindvíkingum sé sambærilegt lögum um laun í sóttkví sem notuð voru í heimsfaraldri. Verið sé að kortleggja laust húsnæði. Fyrirtæki sem þiggi stuðning geti ekki greitt út arð nema að þau endurgreiði ríkinu. 17.11.2023 13:55
Myndir af Friðriki með Genovevu á Spáni vekja athygli Erlendir slúðurmiðlar hafa birt myndir þar sem fullyrt er að megi sjá Friðrik krónprins af Danmörku ganga götur Madríd borgar í för með mexíkönsku athafnakonunni Genovevu Casanova. Þá virðist hann einnig sjást yfirgefa hús hennar eftir fataskipti. 17.11.2023 11:23
Bein útsending: Kynningarfundur um uppbyggingu íbúða í Reykjavík Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík fer fram í Sjálfstæðissalnum á Hótel Parliament. 17.11.2023 08:45
ÖBÍ stóð fyrir gjörningi með „blankaráni“ Öryrkjabandalag Íslands stóð í gær fyrir gjörningi fyrir utan höfuðstöðvar viðskiptabankanna þriggja. Bandalagið hefur undanfarið staðið fyrir gjörningnum undir nafninu Blanka. 16.11.2023 15:54
Greiðslukortagátt Rapyd liggur niðri vegna netárásar Greiðslukortagátt Rapyd liggur nú niðri. Ekki er hægt að greiða með greiðslukortum í posum víða og í netverslun. Samkvæmt forstjóra Rapyd á Íslandi er ástæðan rakin til netárásar. 16.11.2023 14:36
Orkuverinu í Svartsengi verði fjarstýrt til áramóta Páll Kristinsson, rekstrarstjóri í orkuveri HS Orku í Svartsengi, segir að starfsmenn búist við því að þurfa að fjarstýra orkuverinu til áramóta hið minnsta. Reykjanesvirkjun geti framleitt rafmagn fari allt á versta veg en erfiðara verði með heitt og kalt vatn, þó unnið sé að lausnum. 16.11.2023 13:27