Guðrún Ása frá heilbrigðisráðherra til Kliníkurinnar Guðrún Ása Björnsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Kliníkurinnar Ármúla. Guðrún Ása hefur undanfarið eitt og hálft ár gegnt stöðu faglegs aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra en lætur nú af þeim störfum. 10.11.2023 14:08
Mótmæla breytingum á leikskólagjöldum á Akureyri Stéttarfélög á Akureyri saka meirihlutann í bænum um sjónhverfingar í leikskólamálum vegna breytinga á fyrirkomulagi leikskólagjalda fyrir árið 2024. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu sem sjö stéttarfélög skrifa undir. 10.11.2023 13:40
Sjúklingar biðu í sjúkrabíl fyrir utan spítalann Sjúklingar sem fluttir voru með sjúkrabíl á slysadeild undanfarinn sólarhring þurftu á tímabili í gær að bíða fyrir utan slysadeild í rúmar þrjátíu mínútur í sjúkrabílunum, svo hægt væri að taka á móti þeim á deildinni. 10.11.2023 11:20
Ásta Guðmundsdóttir í framkvæmdastjórn Icelandia Kynnisferðir, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, hafa ráðið Ástu Guðmundsdóttur sem framkvæmdastjóra ferðasviðs en fyrirtækið er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. 10.11.2023 10:58
Slökkviliðið losaði fingur stúlku með kúbeini Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft mikið að gera síðasta sólarhring og undanfarna daga, þar sem eitt verkefna var að losa fingur átján mánaða stúlku úr lukt. 10.11.2023 10:31
Hefur enn ekki fengið svör um byssukaup Þingmaður Pírata furðar sig á því að sér hafi ekki borist svör frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn sinni um vopnakaup lögreglu. Fyrirspurnin var lögð fram í maí og svo aftur á nýju þingi. Ráðuneytið segir svara að vænta 15. nóvember, degi eftir sérstaka umræðu um málið á þingi. 10.11.2023 06:45
Hafnar því að hafa útilokað Önnu Formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar hafnar því að hafa útilokað formann verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju á fræðslufundi á Microsoft Teams fjarskiptaforritinu um breytingar á gjaldskrá leikskóla Akureyrarbæjar sem haldinn var síðastliðinn þriðjudag. 9.11.2023 16:16
Fólk verði á varðbergi á Singles Day og Svörtum föstudegi Netöryggis-og viðbragðsteymi CERT-IS hvetur fólk til að vera á varðbergi næstu vikur í tilefni af tilboðsdögum sem framundan eru. Sérstaklega gagnvart öllum smáskilaboðum tengdum kaupum á netinu. 9.11.2023 15:19
Öryrkjar megi eiga von á desemberuppbót Gert verður ráð fyrir desemberuppbót til handa örorku-og endurhæfingarlífeyrisþegum auk eillilífeyrisþega í nýju fjáraukafrumvarpi. Forsætisráðherra á von á því að frumvarpið verði kynnt á næstu tveimur vikum. 9.11.2023 14:23
Skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við krísunni á Gasa Íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sent íslenskum stjórnvöldum sitthvort opinbera bréfið vegna ástandsins á Gasa. Undirrituð krefjast þess að íslensk stjórnvöld bregðist við atburðunum og krefjist þar vopnahlés og þrýsti á Ísrael um að stöðva árásir. 9.11.2023 13:47