Samskiptaleysi olli því að farþegaþotan lenti á sömu braut Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. desember 2023 08:16 Um var að ræða Boeing farþegaþotu Icelandair sem kom inn til lendingar í Keflavík. Vísir/Vilhelm Kerfisbundin mistök og skortur á samskiptum urðu til þess að farþegaþota Icelandair á leið frá Seattle lenti í október árið 2019 á flugbraut í Keflavík þar sem önnur flugvél var fyrir. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um málið. Þann 28. október 2019 hafnaði tveggja manna flugvél í kanti við enda flugbrautar í Keflavík. Farþegavél Icelandair hafði ekki nægilegt eldsneyti til að fljúga til Akureyrar og lenti því á sömu braut og vélin. Samskiptaleysi um Reykjavíkurflugvöll Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur meðal annars fram að farþegaþota Icelandair hafi verið í aðflugi að Keflavíkurflugvelli þegar litla vélin rann af flugbrautarendanum. Reykjavíkurflugvöllur hafi verið skráður sem varaflugvöllur flugsins og bað áhöfn farþegavélarinnar flugumferðarstjóra í aðflugsstjórn Keflavíkurflugvallar um síðustu bremsumælingu fyrir Reykjavíkurflugvöll. Flugumferðarstjórinn hefði svarað því að það tæki hálftíma að fá bremsumælingu þar. Fram kemur í skýrslunni að flugumferðarstjórar í Keflavík hafi hins vegar ekki vitað að þá var þegar verið að undirbúa Reykjavíkurflugvöll fyrir opnun og búið að bremsumæla flugbrautina tvisvar þennan morgun. Rannsóknin hafi leitt í ljós samskiptaleysi á milli aðflugsstjórnar Keflavíkurflugvallar og flugradíóþjónustu Reykjavíkurflugvallar. Vegna þessa komust flugmenn farþegaþotu Icelandair að þeirri niðurstöðu að þeir gætu ekki beðið eftir Reykjavíkurflugvelli og eins að Keflavíkurflugvöllur væri þeirra eini kostur til lendingar. Rannsóknarnefndin kemst á sama tíma á þá niðurstöðu að Reykjavíkurflugvöllur hafi ekki verið heppilegur varaflugvöllur fyrir flugið. Það er með tilliti til veðurspár, opnunartíma flugvallarins, þess tíma sem tekur að hækka neyðarviðbragðsstig flugvallarins og afkastagetu flugvélarinnar í lendingu. Farþegar í litlu flugvélinni ekki látnir vita Fram kemur í skýrslunni að áhöfn farþegavélarinnar hafi loks lýst yfir neyðarástandi til að geta lent á Keflavíkurflugvelli en þá var eldsneyti um borð í vélinni komið niður í 2,8 tonn. Þegar vélin lenti kl. 06:26 þennan dag var eldsneytismagnið 2,6 tonn. Þá segir að flugáhöfn og farþegar flugvélarinnar sem stödd hafi verið á brautinni þegar farþegavél Icelandair lenti þar hafi ekki verið látnir vita að vélin væri að lenda á þeirri braut þar sem þeir voru staddir. Skorti heildarsýn Meðal þess sem rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur til í skýrslu sinni til að draga úr líkum á því að slíkt atvik geti gerst aftur er að allar farþegaþotur á leið til landsins, auk farþegaþota í innanlandsflugi, hafi nægilegt eldsneytismagn til þess að fljúga til varaflugvallar og að tekið sé tillit til þess tíma sem það taki að undirbúa flugvöllinn. Þá komst rannsóknarnefndin á þá niðurstöðu að þrátt fyrir að viðeigandi aðilar hefðu öryggisnet í kringum sína starfsemi, þá væri hver þeirra einungis að líta á það frá sínu sjónarhorni og að yfirsýn skorti á heildaröryggiskerfið. Nefndin leggur meðal annars til við Isavia að gæta að samskiptaleiðum á milli Keflavíkurflugvallar og annarra flugvalla utan opnunartíma þeirra. Þá er lagt til að búnir verði til sérstakir ferlar um upplýsingagjöf þeirra á milli, komi til þess að einum þeirra sé lokað. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Samgönguslys Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um málið. Þann 28. október 2019 hafnaði tveggja manna flugvél í kanti við enda flugbrautar í Keflavík. Farþegavél Icelandair hafði ekki nægilegt eldsneyti til að fljúga til Akureyrar og lenti því á sömu braut og vélin. Samskiptaleysi um Reykjavíkurflugvöll Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur meðal annars fram að farþegaþota Icelandair hafi verið í aðflugi að Keflavíkurflugvelli þegar litla vélin rann af flugbrautarendanum. Reykjavíkurflugvöllur hafi verið skráður sem varaflugvöllur flugsins og bað áhöfn farþegavélarinnar flugumferðarstjóra í aðflugsstjórn Keflavíkurflugvallar um síðustu bremsumælingu fyrir Reykjavíkurflugvöll. Flugumferðarstjórinn hefði svarað því að það tæki hálftíma að fá bremsumælingu þar. Fram kemur í skýrslunni að flugumferðarstjórar í Keflavík hafi hins vegar ekki vitað að þá var þegar verið að undirbúa Reykjavíkurflugvöll fyrir opnun og búið að bremsumæla flugbrautina tvisvar þennan morgun. Rannsóknin hafi leitt í ljós samskiptaleysi á milli aðflugsstjórnar Keflavíkurflugvallar og flugradíóþjónustu Reykjavíkurflugvallar. Vegna þessa komust flugmenn farþegaþotu Icelandair að þeirri niðurstöðu að þeir gætu ekki beðið eftir Reykjavíkurflugvelli og eins að Keflavíkurflugvöllur væri þeirra eini kostur til lendingar. Rannsóknarnefndin kemst á sama tíma á þá niðurstöðu að Reykjavíkurflugvöllur hafi ekki verið heppilegur varaflugvöllur fyrir flugið. Það er með tilliti til veðurspár, opnunartíma flugvallarins, þess tíma sem tekur að hækka neyðarviðbragðsstig flugvallarins og afkastagetu flugvélarinnar í lendingu. Farþegar í litlu flugvélinni ekki látnir vita Fram kemur í skýrslunni að áhöfn farþegavélarinnar hafi loks lýst yfir neyðarástandi til að geta lent á Keflavíkurflugvelli en þá var eldsneyti um borð í vélinni komið niður í 2,8 tonn. Þegar vélin lenti kl. 06:26 þennan dag var eldsneytismagnið 2,6 tonn. Þá segir að flugáhöfn og farþegar flugvélarinnar sem stödd hafi verið á brautinni þegar farþegavél Icelandair lenti þar hafi ekki verið látnir vita að vélin væri að lenda á þeirri braut þar sem þeir voru staddir. Skorti heildarsýn Meðal þess sem rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur til í skýrslu sinni til að draga úr líkum á því að slíkt atvik geti gerst aftur er að allar farþegaþotur á leið til landsins, auk farþegaþota í innanlandsflugi, hafi nægilegt eldsneytismagn til þess að fljúga til varaflugvallar og að tekið sé tillit til þess tíma sem það taki að undirbúa flugvöllinn. Þá komst rannsóknarnefndin á þá niðurstöðu að þrátt fyrir að viðeigandi aðilar hefðu öryggisnet í kringum sína starfsemi, þá væri hver þeirra einungis að líta á það frá sínu sjónarhorni og að yfirsýn skorti á heildaröryggiskerfið. Nefndin leggur meðal annars til við Isavia að gæta að samskiptaleiðum á milli Keflavíkurflugvallar og annarra flugvalla utan opnunartíma þeirra. Þá er lagt til að búnir verði til sérstakir ferlar um upplýsingagjöf þeirra á milli, komi til þess að einum þeirra sé lokað.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Samgönguslys Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira