Britney greinir frá því hvers vegna hún snoðaði sig Bandaríska tónlistarkonan Britney Spears hefur greint frá því hvers vegna hún snoðaði sig árið 2007. Athæfið vakti heimsathygli en söngkonan segir nú í væntanlegri ævisögu sinni að það hafi verið sín viðbrögð við ofsafengnum útlitskröfum. 17.10.2023 16:31
Lík fundið við leit að sjö ára dreng í Noregi Umfangsmikil leit stendur nú yfir að sjö ára dreng sem týndist fyrir tveimur dögum síðan í óbyggðum skammt frá Lindesnes syðst í Noregi. Lögregla segir leitarsvæðið verða stækkað í dag en fjöldi sjálfboðaliða aðstoðar við leitina. 17.10.2023 14:10
Yfirgefur Taylor Swift fyrir ísraelska herinn Ísraelskur maður sem gætti bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift á tónleikum hennar í sumar hefur yfirgefið Bandaríkin og haldið aftur til síns heima, þar sem hann hyggst ganga til liðs við ísraelska herinn. 17.10.2023 13:49
Allt matvælaeftirlit fari til ríkisins Einróma niðurstaða starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælaeftirliti, er sú að þörf sé á því að færa allt eftirlit til stofnana ríkisins. Hópurinn leggur til að níu eftirlitsstofnanir, svokallaðar heilbrigðisnefndir, á vegum sveitarfélaga verði lagðar niður. 17.10.2023 13:10
„Sjö barna föður sagt upp eftir 17 ára starf“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að sér sé gjörsamlega misboðið vegna uppsagnar félagsmanns síns sem starfaði í steypuskála hjá Norðuráli. Hann segir að starfsmanninum, sem starfaði í sautján ár hjá fyrirtækinu, hafi verið sagt upp vegna þess að hann hafi talað illa um fyrirtækið og mætt á fjölskylduskemmtun án þess að skrá sig. 17.10.2023 12:45
Hamas liðar hafi verið orðnir örvæntingarfullir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir óhjákvæmilegt að Ísraelsher muni hernema Gasaströndina. Hann segir Hamas liða hafa verið farnir að fyllast áhyggjum af eigin stöðu vegna þýðu í samskiptum Ísraela við aðrar Arabaþjóðir í Miðausturlöndum. 15.10.2023 13:42
Piper Laurie er látin Bandaríska leikkonan Piper Laurie, sem þekktust er fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum The Hustler og Carrie en einnig sjónvarpsþáttaröðum líkt og Twin Peaks og Will & Grace er látin. Hún var 91 árs gömul. 15.10.2023 11:05
Sprengisandur: Úkraína, breytt ríkisstjórn og Gasa Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 15.10.2023 09:30
„Ranka við mér og átta mig á því að hún er dáin“ „Það var náttúrulega hræðilega flókið og erfitt að skilja hana eftir á spítalanum en ég er samt svo þakklát fyrir þennan tíma,“ segir Sigrún Kristínar Valsdóttir, stjórnarkona í Gleymmérei Styrktarfélagi, en hún og Lárus Örn Láruson misstu dóttur sína Ylfu Sigrúnar Lárusdóttur eftir 38 vikna meðgöngu í desember 2021. 15.10.2023 09:14
Kosningar í Póllandi: Tvísýnt hvernig fer Kjördagur er runninn upp í Póllandi þar sem þingkosningar fara fram í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun að staðartíma og verða þeir opnir þar til klukkan níu í kvöld. Samhliða ganga Pólverjar til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjögur mál. Miðað við skoðanakannanir er alls óvíst hver mun geta myndað stjórn að kosningunum loknum og eru allar líkur á að mynda þurfi samsteypustjórn. 15.10.2023 08:33