Ummæli forseta COP28 um jarðefnaeldsneyti vekja áhyggjur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. desember 2023 16:03 Ahmed Al Jaber á setningarathöfn COP28. EPA-EFE/ALI HAIDER Al Jaber, forseti loftlagsráðstefnunnar COP28, segir vísindin ekki styðja fullyrðingar um það að ríki heims þurfi að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti til þess að koma í veg fyrir hlýnun jarðar um 1,5 gráður. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur af vísindamönnum sem segja fullyrðingar hans beinlínis rangar. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að forsetinn hafi látið ummælin falla á fjarfundi sem haldinn var í aðdraganda ráðstefnunnar þann 21. nóvember síðastliðinn. Al Jaber er ráðherra í ríkisstjórn Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem halda ráðstefnuna. Á fundinum lýsti Mary Robinson, fyrrverandi erindreki Sameinuðu þjóðanna í loftlagsmálum, yfir áhyggjum af því að ríki heims hefðu ekki komið sér saman um að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Skoraði hún á Al Jaber að beita sér fyrir því. „Ég samþykkti að mæta til þessa funda til að eiga í uppbyggilegum samræðum. Ég mun ekki taka þátt í umræðum sem byggja á hræðsluáróðri,“ svaraði Al Jaber þá. „Það eru engin vísindi til staðar sem benda til þess að það að hætta notkun jarðefnaeldsneytis sé það sem mun stöðva 1,5 gráðu hækkun.“ Þá kom til frekari orðaskipta á milli þeirra en Al Jaber skipti ekki um skoðun. Hann sagði að ekki væri hægt að hætta notkun jarðefnaeldsneytis en tryggja á sama tíma sjálfbæra þróun, nema fólk hafi í hyggju að gera menn aftur að hellisbúum, eins og hann orðaði það. Guardian hefur eftir vísindamönnum að ummæli Al Jaber valdi þeim miklu hugarangri. Þau séu beinlínis röng en Guardian ræðir meðal annars við Friederike Otto, prófessor við Imperial College í London og Sir David King, ráðgjafa breskra stjórnvalda í loftlagsmálum. Sá segir það koma sér á óvart að forseti COP28 tali með slíkum hætti. Það sé alveg ljóst að notkun jarðefnaeldsneytis hafi bein áhrif á hnattræna hlýnun. Vísindin hafi legið fyrir í áratugi. Þá sagði Antonio Guiterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í setningarræðu COP28 að vísindin væru á hreinu, mannkynið yrði að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Loftslagsmál Bensín og olía Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að forsetinn hafi látið ummælin falla á fjarfundi sem haldinn var í aðdraganda ráðstefnunnar þann 21. nóvember síðastliðinn. Al Jaber er ráðherra í ríkisstjórn Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem halda ráðstefnuna. Á fundinum lýsti Mary Robinson, fyrrverandi erindreki Sameinuðu þjóðanna í loftlagsmálum, yfir áhyggjum af því að ríki heims hefðu ekki komið sér saman um að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Skoraði hún á Al Jaber að beita sér fyrir því. „Ég samþykkti að mæta til þessa funda til að eiga í uppbyggilegum samræðum. Ég mun ekki taka þátt í umræðum sem byggja á hræðsluáróðri,“ svaraði Al Jaber þá. „Það eru engin vísindi til staðar sem benda til þess að það að hætta notkun jarðefnaeldsneytis sé það sem mun stöðva 1,5 gráðu hækkun.“ Þá kom til frekari orðaskipta á milli þeirra en Al Jaber skipti ekki um skoðun. Hann sagði að ekki væri hægt að hætta notkun jarðefnaeldsneytis en tryggja á sama tíma sjálfbæra þróun, nema fólk hafi í hyggju að gera menn aftur að hellisbúum, eins og hann orðaði það. Guardian hefur eftir vísindamönnum að ummæli Al Jaber valdi þeim miklu hugarangri. Þau séu beinlínis röng en Guardian ræðir meðal annars við Friederike Otto, prófessor við Imperial College í London og Sir David King, ráðgjafa breskra stjórnvalda í loftlagsmálum. Sá segir það koma sér á óvart að forseti COP28 tali með slíkum hætti. Það sé alveg ljóst að notkun jarðefnaeldsneytis hafi bein áhrif á hnattræna hlýnun. Vísindin hafi legið fyrir í áratugi. Þá sagði Antonio Guiterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í setningarræðu COP28 að vísindin væru á hreinu, mannkynið yrði að hætta notkun jarðefnaeldsneytis.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Loftslagsmál Bensín og olía Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira