Ummæli forseta COP28 um jarðefnaeldsneyti vekja áhyggjur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. desember 2023 16:03 Ahmed Al Jaber á setningarathöfn COP28. EPA-EFE/ALI HAIDER Al Jaber, forseti loftlagsráðstefnunnar COP28, segir vísindin ekki styðja fullyrðingar um það að ríki heims þurfi að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti til þess að koma í veg fyrir hlýnun jarðar um 1,5 gráður. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur af vísindamönnum sem segja fullyrðingar hans beinlínis rangar. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að forsetinn hafi látið ummælin falla á fjarfundi sem haldinn var í aðdraganda ráðstefnunnar þann 21. nóvember síðastliðinn. Al Jaber er ráðherra í ríkisstjórn Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem halda ráðstefnuna. Á fundinum lýsti Mary Robinson, fyrrverandi erindreki Sameinuðu þjóðanna í loftlagsmálum, yfir áhyggjum af því að ríki heims hefðu ekki komið sér saman um að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Skoraði hún á Al Jaber að beita sér fyrir því. „Ég samþykkti að mæta til þessa funda til að eiga í uppbyggilegum samræðum. Ég mun ekki taka þátt í umræðum sem byggja á hræðsluáróðri,“ svaraði Al Jaber þá. „Það eru engin vísindi til staðar sem benda til þess að það að hætta notkun jarðefnaeldsneytis sé það sem mun stöðva 1,5 gráðu hækkun.“ Þá kom til frekari orðaskipta á milli þeirra en Al Jaber skipti ekki um skoðun. Hann sagði að ekki væri hægt að hætta notkun jarðefnaeldsneytis en tryggja á sama tíma sjálfbæra þróun, nema fólk hafi í hyggju að gera menn aftur að hellisbúum, eins og hann orðaði það. Guardian hefur eftir vísindamönnum að ummæli Al Jaber valdi þeim miklu hugarangri. Þau séu beinlínis röng en Guardian ræðir meðal annars við Friederike Otto, prófessor við Imperial College í London og Sir David King, ráðgjafa breskra stjórnvalda í loftlagsmálum. Sá segir það koma sér á óvart að forseti COP28 tali með slíkum hætti. Það sé alveg ljóst að notkun jarðefnaeldsneytis hafi bein áhrif á hnattræna hlýnun. Vísindin hafi legið fyrir í áratugi. Þá sagði Antonio Guiterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í setningarræðu COP28 að vísindin væru á hreinu, mannkynið yrði að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Loftslagsmál Bensín og olía Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að forsetinn hafi látið ummælin falla á fjarfundi sem haldinn var í aðdraganda ráðstefnunnar þann 21. nóvember síðastliðinn. Al Jaber er ráðherra í ríkisstjórn Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem halda ráðstefnuna. Á fundinum lýsti Mary Robinson, fyrrverandi erindreki Sameinuðu þjóðanna í loftlagsmálum, yfir áhyggjum af því að ríki heims hefðu ekki komið sér saman um að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Skoraði hún á Al Jaber að beita sér fyrir því. „Ég samþykkti að mæta til þessa funda til að eiga í uppbyggilegum samræðum. Ég mun ekki taka þátt í umræðum sem byggja á hræðsluáróðri,“ svaraði Al Jaber þá. „Það eru engin vísindi til staðar sem benda til þess að það að hætta notkun jarðefnaeldsneytis sé það sem mun stöðva 1,5 gráðu hækkun.“ Þá kom til frekari orðaskipta á milli þeirra en Al Jaber skipti ekki um skoðun. Hann sagði að ekki væri hægt að hætta notkun jarðefnaeldsneytis en tryggja á sama tíma sjálfbæra þróun, nema fólk hafi í hyggju að gera menn aftur að hellisbúum, eins og hann orðaði það. Guardian hefur eftir vísindamönnum að ummæli Al Jaber valdi þeim miklu hugarangri. Þau séu beinlínis röng en Guardian ræðir meðal annars við Friederike Otto, prófessor við Imperial College í London og Sir David King, ráðgjafa breskra stjórnvalda í loftlagsmálum. Sá segir það koma sér á óvart að forseti COP28 tali með slíkum hætti. Það sé alveg ljóst að notkun jarðefnaeldsneytis hafi bein áhrif á hnattræna hlýnun. Vísindin hafi legið fyrir í áratugi. Þá sagði Antonio Guiterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í setningarræðu COP28 að vísindin væru á hreinu, mannkynið yrði að hætta notkun jarðefnaeldsneytis.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Loftslagsmál Bensín og olía Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira