Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fag­stéttir lýsa yfir þungum á­hyggjum vegna ó­lög­mætrar notkunar efna við fegrunar­að­gerðir. Í kvöld­fréttum Stöðvar 2 verður rætt við for­mann Fé­lags ís­lenskra lýta­lækna sem segir að inn­leiða þurfi strangari lög­gjöf, líkt og þá sem gildir í Sví­þjóð.

Raf­magns­laust á Suður­lands­braut og í Faxa­feni

Raf­magns­laust varð á Suður­lands­braut og í Faxa­feni í Reykja­vík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut.

Snyrti­fræðingar vilja reglu­gerð frá ráðu­neytinu

Fé­lag ís­lenskra snyrti­fræðinga gerir al­var­legar at­huga­semdir við vinnu­brögð af því tagi sem lýst er í sjón­varps­þættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ó­fag­lærðir sinna fegrunar­með­ferðum með fylli­efnum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu.

Fékk milli­nafnið svo hún yrði ekki önnur Edda Björg­vins

Edda Lovísa Björg­vins­dóttir segir því hafa fylgt á­kveðin pressa að bera nafn ömmu sinnar Eddu Björg­vins­dóttur. For­eldrar hennar hafi gefið henni milli­nafnið Lovísa ef ske kynni að nafnið væri of stórt til að bera. Hún segir fjöl­skylduna hafa átt erfitt með On­lyFans ferilinn í upp­hafi og segist Edda stefna á kvik­mynda­gerð.

Réttar­höldum í Sam­herja­málinu frestað

Réttarhöld yfir mönnunum tíu sem ákærðir eru í Samherjamálinu í Namibíu hefur verið frestað. Þau munu hefjast þann 29. janúar næstkomandi í stað 2. októbers líkt og til stóð.

Jarð­skjálfti olli flóð­bylgju á Græn­landi

Græn­lensk stjórn­völd hafa aukið við­búnaðar­stig í fjörðum eyjunnar í norðri og austri eftir að jarð­skjálfti undan ströndum landsins upp á 3,4 olli flóð­bylgju sem skall á ströndum eyjunnar Ellu um helgina.

Edda Lovísa hætt á On­lyFans eftir hótanir og eigið marka­leysi

Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk.

Sjá meira