Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fagstéttir lýsa yfir þungum áhyggjum vegna ólögmætrar notkunar efna við fegrunaraðgerðir. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Félags íslenskra lýtalækna sem segir að innleiða þurfi strangari löggjöf, líkt og þá sem gildir í Svíþjóð. 26.9.2023 18:00
Rafmagnslaust á Suðurlandsbraut og í Faxafeni Rafmagnslaust varð á Suðurlandsbraut og í Faxafeni í Reykjavík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut. 26.9.2023 17:58
Segir erfitt að átta sig á hvað Bruce Willis geri sér grein fyrir Emma Heming Willis, frumkvöðull, fyrirsæta og eiginkona Bruce Willis, Hollywood leikara, segir erfitt að vita hvort að hann geri sér grein fyrir því að hann sé heilabilaður. Viðtal við Emmu má horfa á neðst í fréttinni. 25.9.2023 23:25
Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25.9.2023 22:55
Sakar Kynnisferðir um að hafa stolið Icelandia: „Við erum með þrjá hillumetra í ársreikningi, þú ert með eina A4 blaðsíðu“ Jón Ármann Steinsson, framkvæmdastjóri Icelandia ehf. sakar forsvarsmenn Kynnisferða um kennslastuld á nafninu Icelandia. Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, segist vísa aðdróttunum og ásökunum Jóns til föðurhúsanna. 25.9.2023 22:30
Gleði og margmenni á frumsýningu Soviet Barbara í Bíó Paradís Kvikmyndin Soviet Barbara eftir Gauk Úlfarsson var frumsýnd í Bíó Paradís síðastliðinn miðvikudag. Húsfyllir var á frumsýningunni og góð stemning eins og sjá má á myndum hér fyrir neðan. 25.9.2023 21:53
Fékk millinafnið svo hún yrði ekki önnur Edda Björgvins Edda Lovísa Björgvinsdóttir segir því hafa fylgt ákveðin pressa að bera nafn ömmu sinnar Eddu Björgvinsdóttur. Foreldrar hennar hafi gefið henni millinafnið Lovísa ef ske kynni að nafnið væri of stórt til að bera. Hún segir fjölskylduna hafa átt erfitt með OnlyFans ferilinn í upphafi og segist Edda stefna á kvikmyndagerð. 24.9.2023 20:00
Réttarhöldum í Samherjamálinu frestað Réttarhöld yfir mönnunum tíu sem ákærðir eru í Samherjamálinu í Namibíu hefur verið frestað. Þau munu hefjast þann 29. janúar næstkomandi í stað 2. októbers líkt og til stóð. 21.9.2023 11:08
Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Grænlensk stjórnvöld hafa aukið viðbúnaðarstig í fjörðum eyjunnar í norðri og austri eftir að jarðskjálfti undan ströndum landsins upp á 3,4 olli flóðbylgju sem skall á ströndum eyjunnar Ellu um helgina. 21.9.2023 10:29
Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21.9.2023 10:00