Þyrla kölluð út vegna slyss á Kistufelli Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti unglingsstrák sem slasaðist þar sem hann var á göngu með skólahópi á Kistufelli á Vestfjörðum í dag. 28.8.2023 17:31
Ákvörðun um gæsluvarðhald í skútumáli tekin eftir helgi Lögregla segir að rannsókn á smygli 160 kílóa af hassi í skútu hingað til lands í júní gangi vel. Þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins en það rennur út á mánudag. 26.8.2023 06:46
Eldislaxar fundust í Ósá í Patreksfirði Fjórir eldislaxar veiddust í net Arctic Fish sem fyrirtækið lagði undir eftirliti Fiskistofu nálægt ósi Ósár í Patreksfirði og í ánni sjálfri síðastliðinn miðvikudag. Matvælastofnun rannsakar hversu margir fiskar hafa sloppið. 25.8.2023 15:45
Ástandið ekki nógu gott við grunnskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir óhætt að segja að ástand umferðar við grunnskóla sé ekki nógu gott. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem lögreglan segist vera við umferðareftirlit þessa dagana. 25.8.2023 14:55
Kevin Hart í hjólastól og segist heimskastur í heimi Kevin Hart segist vera illa farinn eftir að hafa slasað sig í spretthlaupi með fyrrverandi NFL leikmanninum Stevan Ridley. Hann kveðst vera heimskasti maður í heimi en hann notar hjólastól tímabundið vegna meiðslanna. 25.8.2023 14:30
Starfsfólk Kópavogsbæjar heim vegna myglu Starfsfólk sem vinnur á skrifstofum Velferðarsviðs Kópavogsbæjar eru heimavinnandi frá og með mánudeginum vegna myglu í húsnæði bæjarins í Fannborg 6. 25.8.2023 11:54
Óvíst að upplýsingar um þyngd og hæð séu réttar Óvíst er að upplýsingar um þyngd og hæð Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem skráðar voru þegar hann gaf sig fram í fangelsinu í Fulton-sýslu í Atlanta í gær séu réttar, að því er fram kemur í umfjöllun Washington Post. 25.8.2023 10:39
Valdi að verða sextug í stað þess að flytja til Eþíópíu Yrsa Sigurðardóttir, glæpasagnadrottning og margfaldur metsöluhöfundur, fagnar sextugsafmæli í dag. Hún segir ekkert planað í kvöld, annað en að skrifa næstu bók. Hún ætlar að halda upp á stórafmælið með pompi og prakt í febrúar að jólabókaflóði loknu og segist ekki geta beðið eftir að sjá Kulda, samnefnda mynd sem byggir á bók hennar og kemur í kvikmyndahús í næstu viku. 24.8.2023 16:50
Í fullum rétti til að setja stórt spurningamerki við hugmynd Guðrúnar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags-og vinnumarkaðsráðherra, sagðist heyra skilaboðin sem honum bárust vegna mála flóttafólks sem svipt hefur verið þjónustu. Ráðherrann ávarpaði fund sem haldinn var af 28 félagasamtökum í gær vegna málsins og sagðist meðal annars setja stórt spurningamerki við hugmyndir dómsmálaráðherra um lokað búsetuúrræði fyrir fólk í ólögmætri dvöl hérlendis. 24.8.2023 15:12
Skáksambandið vill halda Íslandsmótið í Mosfellsbæ Skáksamband Íslands vill halda Íslandsmótið í skák í Mosfellsbæ á næsta ári. Sambandið hefur sent bæjarstjóra Mosfellsbæ erindi vegna málsins. Stefnt er að því að halda mótið í apríl og/eða maí á næsta ári. 24.8.2023 11:22
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent