Vildi vernda starfsmenn fyrir árásum Kolbrúnar Formaður borgarráðs segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar að vernda starfsmenn borgarinnar á borgarráðsfundi í gær. Oddviti Flokks fólksins er ósáttur við að hafa ekki fengið að leggja fram bókun vegna umdeildra samskipta starfsmanna sem oddvitinn segir ekki spretta upp í tómarúmi. 23.6.2023 06:46
Svandís situr fyrir svörum á morgun Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, mun sitja fyrir svörum atvinnuveganefndar Alþingis á morgun á opnum fundi vegna ákvörðunar hennar um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða. 22.6.2023 12:57
Zuckerberg til í að slást við Musk Mark Zuckerberg, eigandi samfélagsmiðilsins Facebook, segist vera til í að mæta Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins Twitter í slagsmálum. Nokkuð ljóst er að um grín er að ræða en Facebook vinnur nú að þróun nýs samfélagsmiðils sem er keimlíkur Twitter. 22.6.2023 10:24
Ásmundur Einar sendir starfsfólk heim vegna myglu Mennta-og barnamálaráðuneytið er nú í húsnæðisleit vegna myglu í húsnæði ráðuneytisins að Sölvhólsgötu 4 í miðborg Reykjavíkur. Hluti starfsmanna er heimavinnandi. 22.6.2023 07:45
Samskipti starfsmannanna gefi kolranga mynd af starfi borgarinnar Oddviti Pírata í borgarstjórn segir af og frá að lýðræðis-og samráðsvettvangar Reykjavíkur séu upp á punt, líkt og aðstoðarmaður ráðherra hefur spurt sig að opinberlega í kjölfar fréttaflutnings af umdeildum samskiptum starfsmanna borgarinnar á fundi með íbúum. Samskiptin verða til umfjöllunar í borgarráði í dag en Dóra segir þau gefa kolranga mynd af starfi borgarinnar. 22.6.2023 06:45
Alltof seint að fá svör um skólavist í ágúst Móðir sextán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skólavist í framhaldsskóla í haust segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undirbúningur mikilvægur. 21.6.2023 16:04
Keahótel taka við Hótel Grímsborgum Keahótel hafa tekið við rekstri Hótel Grímsborga í Grímsnesi, með undirritun samnings þess efnis í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kea Hótelum. 20.6.2023 14:31
Ætlar að skoða umdeild samskipti starfsmanna borgarinnar Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar hyggst funda með formanni íbúaráðs Laugardalsins vegna samskipta undirmanna hennar á Facebook Messenger á meðan fundi með íbúðaráði stóð þann 12. júní síðastliðinn. Aðstoðarmaður ráðherra spyr hvort samráðsvettvangar borgarinnar sé einfaldlega upp á punt. 20.6.2023 13:50
Bakkaði bát niður Reykjanesbrautina Bílstjóri flutningabíls með bát meðferðis olli töluverðum töfum á umferð á Reykjanesbrautinni í morgun. Bíllinn komst ekki undir brúna við gatnamót Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar og varð að bakka að Lindum í Kópavogi með aðstoð lögreglu. 20.6.2023 12:02
Reykvíkingur ársins Mikael Marinó opnaði Elliðaárnar í morgun Mikael Marinó Rivera, grunnskólakennari í Rimaskóla í Grafarvogi er Reykvíkingur ársins 2023. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti valið í morgun við opnun Elliðaánna en þetta er í þrettánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn. 20.6.2023 09:10