Íbúar kvörtuðu og körfurnar voru settar upp aftur Körfuboltakörfur við Seljaskóla í Reykjavík voru settar upp aftur nú síðdegis, eftir fjölda kvartana. Mikla athygli vakti þegar körfurnar voru teknar niður. Reykjavíkurborg segir körfur ekki verða fjarlægðar á skólalóðum. 19.6.2023 15:16
Mun ekki bregðast við reglum Hreyfils um akstur með Hopp Samgöngustofa hlutast ekki til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði á meðan þær rúmast innan laga og reglna. Stofnunin mun því ekki bregðast við ákvörðun Hreyfils um að meina bílstjórum sínum um að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. 19.6.2023 14:40
Strætó appinu lokað og Klappið eitt eftir Stjórn Strætó hefur tekið ákvörðun um að loka gamla Strætó appinu þann 1. júlí næstkomandi og mun Klappið taka alfarið við. Þetta kemur fram í tilkynningu. 19.6.2023 14:14
Félagsmenn BSRB samþykktu nýjan kjarasamning Atkvæðagreiðslu um kjarasamning ellefu aðildarfélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk í hádeginu í dag. Mikill meirihluti félagsmanna samþykkti samninginn sem gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. 19.6.2023 13:04
„Maður talar ekki svona við tólf ára barn“ Tólf ára stelpa varð fyrir aðkasti ásamt frænku sinni af hálfu sundlaugargests í Grafarvogslaug í gær vegna uppruna þeirra. Faðir stelpunnar kveðst gáttaður á því að einhver leyfi sér að tala á slíkan hátt við barn. 19.6.2023 10:37
Stjórnandi Spotify illur út í Harry og Meghan Bill Simmons, stjórnandi á sviði hlaðvarpsmála hjá sænsku tónlistarveitunni Spotify, var þungorður í garð hertogahjónanna Harry og Meghan í eigin hlaðvarpsþætti og kallaði hjónin eiginhagsmunaseggi. Spotify og hjónin komust að samkomulagi fyrir helgi um uppsögn á framleiðslusamningi hjónanna við tónlistarveituna. 19.6.2023 08:31
Sigga Beinteins syngur í enn einum bensínstöðvareyrnaorminum Sigga Beinteinsdóttir söngkona með meiru syngur nýjasta lagið frá Atlantsolíu. Um er að ræða enn einn eyrnaorminn frá bensínstöðinni, sem lýsir laginu sem sumarsmelli í tilkynningu. 18.6.2023 17:01
Best að líta á sparnaðarreikninga eins og bland í poka Lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir erfitt að svara því hvort best sé að velja sér óverðtryggða eða verðtryggða sparnaðarreikninga á þeim verðbólgutímum sem nú eru uppi. Hann segir best að vera með eins fjölbreytta sparnaðarreikninga og hægt er, líkt og um bland í poka væri að ræða. 18.6.2023 11:01
Spyr hvort Hreyfli sé heimilt að meina bílstjórum að skrá sig hjá Hopp Framkvæmdastjóri Hopp leigubíla segist ekki rangtúlka lög um leigubíla líkt og framkvæmdastjóri Hreyfils hefur haldið fram. Stöðvaskylda sem framkvæmdastjórinn vísi til hafi breyst og nú megi leigubílstjórar vera skráðir á fleiri en einni stöð og vera sjálfstætt starfandi. Hún spyr sig hvort Hreyfill megi í raun meina bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp. 16.6.2023 16:00
Kaupa hlut Hannesar í Lind fasteignasölu Stærstu hluthafar fasteignasölunnar RE/Max, þeir Gunnar Sverrir Harðarson og Þórarinn Arnar Sævarsson undir formerkjum fjárfestingarfélagsins IREF, hafa keypt hlut Hannesar Steindórssonar í fasteignasölunni Lind. 16.6.2023 14:02