Heiðar Logi og Anny Björk eiga von á barni Heiðar Logi Elíasson og Anný Björk Arnardóttir eiga von á barni. Parið greinir frá gleðitíðindunum í einlægri færslu á Instagram en þar kemur fram að von sé á erfingjanum í desember. 30.7.2024 11:09
Kolbeinn Sigþórsson selur útsýnisíbúð á Kársnesinu Kolbeinn Sigþórsson fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta hefur sett íbúð sína á Kársnesi í Kópavogi á sölu. Íbúðinni fylgir magnað útsýni yfir hafið og Nauthólsvíkina en óskað er eftir tilboðum í íbúðina sem byggð var árið 2021. Samkvæmt heimildum fréttastofu er viðmiðunarverð í kringum 220 milljónir króna. 30.7.2024 09:40
Lalli töframaður sér börnunum fyrir brekkusöng Brekkusöngur barnanna fer fram i fyrsta sinn á Þjóðhátíð í Eyjum í ár. Hann verður í umsjón Lalla töframanns og fer fram á Tjarnarsviðinu klukkan 14:30 á laugardag. Lalli segist vera spenntur fyrir hinni nýju hefð og reiðubúinn að standa vaktina næstu ár. 29.7.2024 15:46
Kynnti unnustann í fyrsta sinn í París Bandaríska söngkonan Lady Gaga er trúlofuð. Þetta opinberaði hún fyrir forsætisráðherra Frakklands þar sem hún er stödd í París ásamt nýbökuðum unnusta sínum frumkvöðlinum Michael Polansky. Söngkonan tók lagið á setningarathöfn Ólympíuleikanna svo athygli vakti. 29.7.2024 15:00
Sleit sambandinu með símtali Samband Vilhjálms Bretaprinsar og Katrínar Middleton hefur ekki alltaf verið dans á rósum, að því er fram kemur í nýrri bók sem fjallar um ævi Katrínar. Þar segir að Vilhjálmur hafi verið haldinn efasemdum um sambandið og sagt Katrínu upp símleiðis árið 2008. Þau hafi svo náð aftur saman í búningateiti stuttu síðar. 29.7.2024 14:31
Himinlifandi með stærðarinnar lax í lúkunum Gordon Ramsay stjörnukokkur með meiru er himinlifandi með vikulanga dvöl sína á Íslandi. Þetta segir kokkurinn á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann birtir mynd af sér með því sem hann fullyrðir að sé stærsti laxinn sem veiddur hefur verið þetta árið. 29.7.2024 11:23
Allt í keng: Varð brátt í brók í vorveiðinni Heiðar Valur Bergmann, betur þekktur sem Heizi, er umsjónarmaður nýrra veiðiþátta á Vísi. Þeir bera heitið Allt í keng en í fyrsta þætti er hinni oft umdeildu vorveiði gefinn sérstakur gaumur. Farið er í veiði í Eldvatn í Austur-Skaftafellssýslu þar sem þáttastjórnanda varð brátt í brók. 29.6.2024 07:01
Hafa ekki nokkrar áhyggjur af fækkun ferða Forsvarsmenn Hopp hafa ekki áhyggjur af minni notkun rafhlaupahjóla eftir nýjustu breytingar á umferðarlögum sem samþykktar voru af Alþingi þar sem ölvunarakstur rafhlaupahjóla er orðinn refsiverður. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Sæunnar Óskar Unnsteinsdóttur framkvæmdastjóra Hopp Reykjavík. 25.6.2024 09:40
Gugga í Gatsby kveður: „Margar konur búnar að skæla hérna inni“ Guðbjörg Jóhannesdóttir betur þekkt sem Gugga í Gatsby mun í vikunni loka dyrum Gatsby fataverslunarinnar í Hafnarfirði fyrir fullt og allt. Hún segir eftirspurn eftir fötum í þessum stíl gríðarlega mikla og er hrærð yfir viðbrögðum viðskiptavina sinna á lokametrum verslunarinnar sem áfram verður rekin í einhverri mynd á netinu. 25.6.2024 07:01
Ætlar að pakka inn yfir milljón birkifræjum Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og fyrrverandi forsetaframbjóðandi hyggst senda sjálfboðaliðum sínum yfir þúsund þakkarkort og lætur fylgja með birkifræ í hverju einasta korti. Hún er búin að pakka inn fjögur hundruð kortum en á rúm sexhundruð eftir. 24.6.2024 16:20