Fyrrverandi forstjóri Bláfugls stýrir nýju sviði hjá Play Flugfélagið PLAY hefur ráðið Sigurð Örn Ágústsson, fyrrverandi forstjóra Bláfugls, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins en Sigurður Örn mun hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert á öll svið flugfélagsins. 14.4.2024 21:34
Hafa tapað milljörðum vegna endurtekinna lokana Forsvarsmenn Bláa lónsins áætla að beinn kostnaður vegna lokana sökum jarðhræringa sé um fimm milljarðar króna. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins. 14.4.2024 20:45
Umfang árásarinnar kom á óvart Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir að umfang árásar Írana á Ísrael sem gerð var í gær komi honum á óvart. Árásin sem slík hafi þó ekki komið á óvart. Albert segir ljóst að Ísraelsmenn muni bregðast við en telur litlar líkur á því að allsherjarstríð brjótist út. 14.4.2024 19:46
Ekki merki um að kvika sé á ferðinni Skjálftavirkni sem mælst hefur í dag norðvestur af Grindavík er sambærileg virkni sem mældist á svæðinu um miðjan mars. Skjálftavirknin er því ekki merki um einhverjar breytingar í virkni í eldgosinu á Reykjanesi, né að kvika sé á ferðinni á svæðinu. 14.4.2024 18:38
Krakkatían: Ís, pizzur og sænsk ævintýri Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! 14.4.2024 07:01
Fréttatía vikunnar: Ráðherrar, útihátíðir og rottur Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. 13.4.2024 07:01
Fylgdi Mari Jaersk á æskuslóðir: „Hann stakk hníf inn í lungun á pabba tvisvar“ „Mari er ein áhugaverðasta manneskja sem ég hef hitt á ævinni,” segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem er að leggja lokahönd á heimildarmynd um ofurhlauparann Mari Jaersk sem verður sýnd á Stöð 2 þann 1. maí næstkomandi, en Vísir frumsýnir hér fyrstu stikluna úr myndinni. 12.4.2024 11:45
Snjallar, einfaldar og töff hugmyndir fyrir veisluborðin Nú er veislu tímabilið framundan með útskriftum og skemmtilegum veislum. Æistakonan Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir og fjölmiðlakonan Sjöfn Þórðardóttir sýndu Völu Matt í Íslandi í dag hugmyndir fyrir veisluborð, þar sem er margt forvitnilegt og skemmtilegt að sjá. 12.4.2024 11:31
Uppselt í þriðja sinn á augabragði Uppselt er á þrenna tónleika Nick Cave í Eldborgarsal Hörpu hér á landi. Miðasala á tvo aukatónleika fór fram í morgun. Ekki verður bætt við tónleikum. 12.4.2024 11:20
Ekki lengur kátt á Klambra Skipuleggjendur barnahátíðarinnar Kátt á Klambra sem haldin hefur verið í fjórgang á Klambratúni leita nú að annarri staðsetningu fyrir hátíðina. Þeir segjast mæta fálæti og áhugaleysi hjá borgaryfirvöldum en hefur verið tekið opnum örmum hjá öðrum sveitarfélögum. 12.4.2024 07:01