Hlustendaverðlaunin 2024: Patr!k svaraði hraðaspurningum Tónlistarmaðurinn Patr!k lét sér ekki bregða þegar einn af hans bestu vinum og félögum útvarpsmaðurinn Gústi B. lagði fyrir hann laufléttar hraðaspurningar. Patr!k svarar því til að mynda hver er sinn uppáhalds tónlistarmaður á Íslandi. 20.3.2024 15:00
Dró Eyþór niður á jörðina að verða tvítugur tveggja barna faðir Eyþór Ingi Gunnlaugsson segir það hafa dregið sig niður á jörðina að verða óvænt tveggja barna faðir þegar hann var tvítugur. Hann segist eiga sér fá áhugamál fyrir utan tónlistina og veltir fyrir sér hvernig ímynd hann sé fyrir dóttur sína. 20.3.2024 12:00
Frumsýning á X: Villi Neto mætti með mömmu að endimörkum sólkerfisins Dulmagnaða og hrollvekjandi spennuleikritið X var frumsýnt í Borgarleikhúsinu á laugardagskvöld. Þar var ákaflega góðmennt og mættu margir þekktir Íslendingar til að berja verkið augum í fyrsta sinn. 20.3.2024 10:01
„Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. 20.3.2024 09:11
Hlustendaverðlaunin 2024: „Er Bent í alvörunni svona massaður?“ Það styttist óðfluga í Hlustendaverðlaunin 2024 sem fram fara næsta fimmtudag. Í tilefni af því fékk útvarpsmaðurinn Gústi B. rapparann knáa Bent með sér í ræktina. Þar sýndi Bent úr hverju hann er gerður í bekkpressu. 19.3.2024 15:00
Skilin Skilnaður Ariönu Grande og Dalton Gomez er genginn í gegn. Hjónin sóttu um skilnað síðasta haust eftir þriggja ára hjónaband. 19.3.2024 14:04
Sagður vera næsti James Bond Breski leikarinn Aaron Taylor-Johnson er sagður hafa verið valinn til þess að taka við af Daniel Craig í hlutverki njósnara hans hátignar, James Bond. Þetta kemur fram í umfjöllun Sky fréttastofunnar þar sem segir þó að leikarinn hafi enn ekki samþykkt boðið. 19.3.2024 09:40
Virkni gossins enn stöðug og hætta enn talin mikil Nýtt hættumat Veðurstofu Íslands tekur gildi í dag og mun gilda næstu tvo daga til 20. mars. Hætta er enn talin mjög mikil í Sundhnúksgígaröðinni og þá er mikil hætta vegna gasmengunar í kringum Svartsengi og vegna hraunflæðis. 18.3.2024 16:56
Endurskoða aðgangstakmarkanir á morgun Vel hefur gengið á hættusvæðinu við Svartsengi og í Grindavík í dag. Þó hefur verið töluverð mengun á svæðinu og verða aðgangsreglur inn í Grindavík endurskoðaðar á morgun. 18.3.2024 15:55
Engin löndun í bili í Grindavík Ekki verður landað í dag í Grindavík eins og vonir stóðu til um. Hafnarstjóri segir varnargarða þó hafa blásið mönnum byr í brjóst. Fyrirtæki fá að fara inn í bæinn í dag en fyrst stóð til að það yrði ekki leyft. 18.3.2024 14:03