Hótuðu ungum dreng með hnífi og stálu vespu hans Lögreglu var fyrr í kvöld tilkynnt um rán þar sem 14 ára dreng var hótað með eggvopni og vespu hans stolið. 18.4.2023 21:21
Skotmaðurinn áfram í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir karlmanni um þrítugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur framlengt til miðvikudagsins 15. maí vegna almannahagsmuna. 18.4.2023 20:52
Fox greiðir Dominion 107 milljarða vegna lyga um kosningasvindl Fyrirtækið Dominion, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hefur komist að samkomulagi við sjónvarpsstöðina Fox um greiðslu skaðabóta vegna ósanninda sem haldið var fram á sjónvarpsstöðinni um búnað fyrirtækisins eftir forsetakosningarnar 2020. Fox féllst á að greiða Dominion 787 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur, sem nemur um 107 milljörðum íslenskra króna. 18.4.2023 20:22
Einar verði ekki borgarstjóri heldur skiptastjóri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í umræðum um fjármál borgarinnar í dag að borgarstarfsmönnum hafi fjölgað um 25 prósent á síðustu fimm árum. Samhliða hafi íbúum borgarinnar aðeins fjölgað um 10 prósent. Það segir hún birtingarmynd af bæði ofvöxnu kerfi og slæmum rekstri. Borgarstjóri segir fjölgunina nauðsynlega vegna uppbyggingar og vegna þjónustu við fatlað fólk. 18.4.2023 18:59
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hafist var handa við að skera fé af bænum Urriðaá í Miðfirði í morgun en leit stendur yfir að stað til þess að urða hræin. Bændur í sveitinni lýsa stöðunni sem áfalli og segja alla vera með kökk í hálsinum. 18.4.2023 18:00
Gul viðvörun og aukin skriðuhætta Gul viðvörun er í gildi á páskadag, 9 apríl, á suðaustur- og Austurlandi. Búist er við mikilli rigningu. 8.4.2023 23:55
Ógilding markaðsleyfis þungunarrofslyfs vekur ugg Demókratar eru æfir vegna ógildingar dómara í Texas í Bandaríkjunum á markaðsleyfi þungunarrofslyfsins mifepresone. Um sé að ræða stórhættulegt fordæmi. 8.4.2023 23:43
Hlutu hæsta styrk til að rannsaka byltingu í greiningu svefnsjúkdóma Íslenska hátæknifyrirtækið Nox medical vinnur að nýrri gervigreindaraðferð sem gæti umbylt svefnrannsóknum. Fyrirtækið hlut hæsta styrkinn úr nýsköpunarsjóði námsmanna í ár. 8.4.2023 22:43
Slapp úr fangelsi með því að sviðsetja dauða sinn Suður-afrískur karlmaður, sem sakfelldur var fyrir nauðgun og morð árið 2012, var handtekinn á föstudag, ári eftir að hann var úrskurðaður látinn. Hann er talinn hafa sloppið úr fangelsi með því að sviðsetja dauða sinn. 8.4.2023 21:32
Ekki vissir um hvor ók bifreiðinni á ljósastaur Tveir menn voru handteknir í dag eftir að bifreið var ekið á ljósastaur í Háaleitishverfi. Hvorugur hinna handteknu vissi hvor þeirra hafi ekið bifreiðinni. 8.4.2023 19:32