Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12.2.2023 21:50
Bandaríkjamenn óskuðu eftir frekari aðstoð íslenska hópsins Stjórnstöð íslenska hópsins sem sinnir björgunarstarfi á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi var í dag flutt að ósk Bandaríkjamanna, frá borginni Antakya til Adiyaman. Óskað var eftir því að Íslendingar myndu fylgja með til að tryggja áfram samfellu í störfum alþjóðlegra björgunarsveita. Fjórir aðgerðarstjórnendur voru því sóttir af þyrlu bandaríska hópsins en hinn hluti hópsins hefur lagt af stað heim til Íslands. 12.2.2023 20:07
Megan Fox kyndir undir orðróm um sambandsslit „Þú getur bragðað óheiðarleikann, hann umlykur andardrátt þinn,“ skrifar leikkonan Megan Fox við nýjustu mynd sína á Instagram. Hún hefur einnig eytt öllum Instagram-myndum af unnusta sínum, rapparanum Machine Gun Kelly, og þannig kynt rækilega undir orðróm um sambandsslit þeirra tveggja. 12.2.2023 19:45
Íslensku systurnar lutu í lægra haldi fyrir umdeildum Færeyingi Framlag Dana í Eurovision í ár verður í höndum Færeyingsins Reiley sem verður þar með fyrsti Færeyingurinn til að taka þátt í keppninni. Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria Sverrisdætur, sem koma saman fram undir nafninu Eyjaa, kepptu í gær í úrslitum undankeppni danska ríkisútvarpsins en tókst ekki að komast á pall. 12.2.2023 18:51
Stoltenberg lætur af embætti í október Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO hyggst láta af embætti í október líkt og stóð til. Fjölmiðlar höfðu undanfarið greint frá því að framlenging á hans samningi væri í kortunum. 12.2.2023 18:02
Lögreglan leitaði að dansandi manni á Miklubraut Lögreglu á höfuðborgarsvæði var tilkynnt um dansandi mann með heyrnartól á Miklubraut í dag. Sá var farinn af vettvangi þegar lögregla mætti í leit að manninum. 12.2.2023 17:41
Skutu niður „óþekktan hlut“ yfir Kanada Óþekktur hlutur var skotinn niður í kanadískri lofthelgi nú í kvöld. Vika er liðin frá því að Bandaríkjaher skaut niður loftbelg sem þeir töldu vera kínverskan njósnabelg. 11.2.2023 23:25
Viðbúnaður vegna lítils háttar elds á Hringbraut Slökkvilið og lögregla voru kölluð til vegna elds sem kom upp í kompu í fjölbýlishúsi á Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur. Veginum til austurs er lokað á meðan aðgerðum stendur 11.2.2023 22:51
Bráðamóttaka á Selfossi á neyðarstigi vegna manneklu Bráðamóttaka á Selfossi verður á neyðarstigi um helgina vegna alvarlegrar manneklu. 11.2.2023 22:10
Sjáðu styrktartónleika björgunarsveitarinnar Stráka Haldnir verða styrktartónleikar fyrir björgunarsveitina Stráka á Siglufirði í tilefni 1-1-2 dagsins í Siglufjarðarkirkju í kvöld klukkan 20. Sýnt verður frá tónleikunum hér að neðan á Stöð 2 Vísi. 11.2.2023 19:26